Valkæm hugsun er ferli þar sem maður kýs að einblína á þau sönnunargögn sem henta manni, en hunsa óhentug gögn. Svona hugsun er grunnurinn fyrir trú á dulspekileg öfl, hugsanalestur og miðla. Hún er líka grunnurinn fyrir mörg, ef ekki flest, hindurvitni og gervivísindi.
Það er vert að geta þess að valkvæm hugsun er óháð óskhyggju og ætti ekki að rugla saman við hlutdræga hugsun, þar sem maður veltir vandlega fyrir sér gögnum sem stangast á við þá skoðun sem maður hefur, en er miklu gagnrýnni á þau heldur en gögnin sem styðja skoðunina.
Skeptic's Dictionary: selective thinking