Skoðun mín er röng
Í vísindasamfélaginu kemur oft fyrir að vísindamenn segja, "Veistu, þetta eru mjög góð rök, skoðun mín er röng", og þeir skipta raunverulega um skoðun og þú heyrir þá ekki halda gömlu kenningunni fram aftur. Þeir gera þetta í alvörunni. Þetta gerist ekki jafn oft og það ætti að gerast vegna þess að vísindamenn eru mannlegir og þetta getur verið sársaukafullt. En þetta gerist á hverjum degi. Ég man ekki eftir því hvenær þetta gerðist síðast á sviði stjórnmála eða trúarbragða.
Carl Sagan
Ritstjórn 03.02.2004
Flokkað undir: (
Fleyg orð
)
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.