Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Spásagnar- og miðilshæfileikar

Ekkert bendir til þess að fólk hafi raunverulega spásagnar- og miðilshæfileika, en margir eru flinkir í að veiða upplýsingar upp úr fólki og segja því í framhaldi nákvæmlega það sem það vill heyra.

James Randi heitir maður, einn af færustu töframönnum sem uppi eru. Og eins og títt er um töframenn er honum uppsigað við þá sem gefa sig út fyrir að hafa yfirnáttúrlega hæfileika, enda kemur hann auðveldlega auga á hvaða brögðum er beitt.

Randi hefur um árabil helgað sig þeirri iðju að fletta ofan af miðlum og öðrum yfirnáttúruloddurum. Ýmsir hafa látið til leiðast að gangast undir prófraunir þær sem hann býður upp á, enda liggja milljón dollarar inni á bankareikningi handa hverjum þeim sem sýnt getur með óyggjandi hætti fram á hæfileika sína.

Engum hefur tekist að standast svo mikið sem forprófið sem Randi beitir áður en tilraunirnar sjálfar fara fram og sumir þora ekki í prófið þegar til kemur. Í sjónvarpsþáttum og á vefsetri sínu útskýrir hann hvaða blekkingum þetta fólk beitir aðra svo þeir í góðri trú halda sig vera að horfa upp á kraftaverk eða hafa komist í samband við dána vini og ættingja.

Slík iðja, að vinna traust fólks til að ljúga að því, er afar ljót en margir miðlar sem slíkt stunda hafa það sér til afsökunar að trúa á töframátt sinn sjálfir. Þeir eru einfaldlega ekki meðvitaðir um það að þeir beita því sem kallar er cold reading, m.ö.o. að upplýsingarnar sem koma fram berast frá kúnnum þeirra sjálfum en ekki að handan.

En svo eru líka til óprúttnir loddarar sem beita köldum og heitum lestri meðvitað.

Í smáauglýsingadálkum dagblaðanna hafa sjaldan verið fleiri sem auglýsa spásagnar- og miðilsþjónustu en þessi misserin. Það er eins og samfélagið hafi tekið djúpa dýfu og hvers kyns trú á hindurvitni hafi komist í tísku, svo rammt kveður að þessu.

Kæru miðlar og spásagnafólk! Þætti ykkur ekki dásamlegt ef þessir milljón dollarar sem liggja óhreyfðir inni á bankareikningi kæmust þangað sem mest þörf er fyrir þá, í hjálpar- og líknarstarfi hvers konar? Hvernig væri að frelsa þessa aura og sýna heimsbyggðinni um leið í eitt skipti fyrir öll að gáfa ykkar er raunveruleg og að það sé til yfirnáttúra. Ég mana hvern þann sem auglýsir yfirnáttúrlegan sörvis í smáauglýsingum dagblaðanna að láta til skarar skríða.

Þið hafið allt að vinna.

---

Svipað: Er Nonni þarna? og Af hverju ætti allt þetta fólk að ljúga?

Birgir Baldursson 27.01.2004
Flokkað undir: ( Nýöld )

Viðbrögð


Kalli - 28/01/04 10:41 #

Góður pistill, ég hef einmitt persónulegt óþol af slíku fólki. Mér finnst stundum fyndið að horfa á Darren Brown gaurinn á stöð tvö þar sem hann er að fokka í fólki (stundum undarlega) og segir alltaf að þetta er algjörlega eðlilegt og ekkert yfirnáttúrulegt sem hann er að gera en samt er oft fólk sem er "vá þetta er ótrúlegt, hann les hvað ég hugsa" og eitthvað þannig!


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 28/01/04 11:54 #

Það sem meira er, Derren Brown er miklu betri en þeir miðlar sem maður sér hér á landi. Þórhallur miðill virkar eins og algjör amatör (sem hann náttúrulega er) samanborið við Derren Brown.

En þetta er þekkt vandamál hjá mörgum töframönnum sem Kalli kemur inn á, margt fólk neitar að trúa því að töframennirnir hafi ekki yfirnáttúrulega hæfileika, eins öfugsnúið og það er.


Þoorsteinn Ingimundarson - 29/01/04 21:40 #

Þessi síða höfðar til mín . Ég tel mig trúlausan og líður vel með því.


Þórður - 28/03/04 21:30 #

Miðlahæfileikar eru gjöf. Gjöf sem ekki á að nota til að græða, heldur til að hjálpa fólki. Miðlar sem rukka eru einfaldlega ekki raunverulegir miðlar.

Fyrir nokkrum árum kom hingað indverskur miðill sem býr í Englandi, Bill að nafni. Ég fór til hans og allt sem hann sagði passaði, hann vissi hluti frá barnæsku minni sem enginn nema móðir mín gat vitað, og svo gat hann sagt mér hluti sem ég vissi ekki sjálfur (og hélt að væru rugl) þar til ég gat spurt ættingja og vini, og viti menn, þetta passaði allt. Það var útilokað að hann hafi beitt cold reading á mig þar sem mikið af þessum hlutum vissi ég ekki fyrr en eftir á (og þetta voru ekki hlutir sem auðvelt var að giska á. Þeir tengdust mikilvægum atburðum í lífi mínu sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér.)

Ég hef farið til nokkurra íslenskra miðla, og hef alltaf þurft að borga kringum 5000kr, þeir voru ekki nálægt því eins nákvæmir og Bill, og beittu greinilega cold reading. Ég hef sjálfur kynnt mér þessi mál og gleypi alls ekki við öllu en þessi Bill sannaði fyrir mér að raunverulegir miðlar séu til. Hann negldi nöfn, staðsetningar, ártöl.. og fleira..

Mér (og alvöru miðlum og fólk með yfirnáttúrulega hæfileika) er nokkuð sama hvað hver trúir, það er ykkar mál að vilja ekki trúa, ekki okkar. Það er ekki okkar verk að sanna fyrir ykkur. Ég hef því miður ekki neina hæfileika og þó svo væri myndi ég ekki nota þá til þess að græða.

Ef þið viljið sannanir, þá er minnsta mál í heimi að finna sér góðan miðil (útlenskan, hef ekki hitt góðan íslenskan ennþá) Stundum koma hingað góðir miðlar en einnig ef þið skreppið einhverntíman út, reynið að finna einn og ef heppnin er með ykkur þá lendið þið á alvöru miðli.

Mér finnst eins og það sé í tísku að vera trúleysingji og fá sem flesta með sér, ég tel þetta vera þröngsýni og hafið þið greinilega ekki kynnt ykkur málin nægilega vel heldur aðeins litið á eina hlið málsins. Þið hafið sennilega aldrei farið til góðs miðils (eða þá miðils á annað borð)

Til eru fullt af greinum þar sem útskýrt er með vísindalegum hætti að líf eftir dauðann geti vel verið satt. Í einni af sínum bókum útskýrði Stephen Hawkings að guð gæti þessvegna verið til.

Svo er það hann Randi, tjah.. ég mæli með að þið lesið það sem ég peista hér fyrir neðan (linkur á grein þar sem fjallað er um hann, og svo alveg neðst er það helsta úr greininni..svo virðist sem hann Randi velji aðeins auðveld skotmörk:/)

Ég nenni ekki að skrifa meira og á sennilega ekki eftir að kíkja á þessa síðu aftur. meðan ég man..ég er ekki kristinn.

Ég ætla ljúka þessu með nokkrum skemmtilegum greinum sem ég mæli með að þið, vantrúuðu lesið. :)

http://www.rense.com/general32/sub.htm

Svo er hérna smá um "guð-inn" ykkar, hann James Randi. http://www.rense.com/general32/randi.htm

ætla peista það helsta úr randi greininni fyrir neðan ;)

"The only time the "great" Randi has ever been balanced on the British media was when the Nobel Laureate for physics, Josephson, linked the so-called paranormal with subatomic physics in a blaze of publicity in October 2001. Josephson was invited on BBC Radio 4. The Producer thought he would be very clever and stuck Randi up against this great scientist. Until that moment Randi had only come up against soft tarkets like mediums who did not know hay from a bulls foot about subatomic physics. Needless to say Josephson totally destroyed Randi in debate. All Randi could do was to call him a "scoundrel"on the air! Game, set, match and championship to the scientist. But hardly any person heard this on morning radio."

Takið eftir:

"Until that moment Randi had only come up against soft tarkets like mediums who did not know hay from a bulls foot about subatomic physics. Needless to say Josephson totally destroyed Randi in debate."

og

"Journalist Garry Bushell told the truth to millions. He asked, "Why are not scientists who claim there is a rational case for a belief in life after death allowed to speak?"

"Why have their arguments been kept off TV? I hear that comments from astrophysicist Sam Nicholls were cut from the show on mediums. Why?"

"Could it be that Randi, a conjurer and escapologist, is only interested in easy targets?" "


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/03/04 21:42 #

Sæll Þórður!

Er ekki einfaldast til að skera úr um hvort til séu raunverulegir miðlar að senda bara þennan (sem tókst að sannfæra þig) til Randi? Hann gæti náð út þessum milljón dollurum og veitt þeim í líknarstarf. Það væri gustukaverk í mörgum skilningi, því ekki aðeins myndu bágstaddir fá að njóta milljónarinnar, heldur myndum við öll fá dásamlega sönnun fyrir tilvist yfirnáttúrnnar og þar með væri búið að opna leiðina fyrir Guð og aðra yfirnáttúruverur. Athugaðu að afstaða okkar trúlausra til þessara hluta byggist ekki á ósk eða von um að yfirnáttúra sé ekki til, heldur þurfum við bara rök.

Miðillinn þinn virðist hafa þung lóð á vogina. Látum hann skella þeim þar!


jogus (meðlimur í Vantrú) - 29/03/04 10:47 #

www.rense.com - þar er kominn áreiðanlegur fjölmiðill! Ég skora á fólk að fara þangað inn og meta það sjálft hvort þetta sé ekki rétta heimildin um Randi, eða hvort þarna sé um hlutlausan og rökstuddan fjölmiðil að ræða. Það er örlítið fjallað um þennan vef á http://www.randi.org/jr/110102.html.

Getur ekki ósköp einfaldlega verið að Josephson hafi verið svikari og rugludallur? Og að Randi hafi sagt honum það, og boðið honum milljón dollarana ef hann gæti sannað kenninguna sína? Þessi stíll Randi að fara ekki út í rökræður eða útskýringar í beinni heldur segja einfaldlega "þú ert svikari, ef þú ert tilbúinn að standa við stóru orðin, sæktu þá um milljón dollarana mína og farðu í próf sem þú getur ekki svikið þig út úr" fer mjög fyrir brjóstið á mönnum - sérstaklega svikurunum.

Síðan sé ég ekki hvað það kemur málinu við að Hawking skyldi segja eitthvað til eða frá um guði? Í bók sinni A Brief History Of Time er hann reyndar búinn að skipta um skoðun, þar segist hann vera búinn að reikna alla yfirnáttúru út úr sköpun alheimsins (sjá kafla þar sem hann segir frá ræðu sinni fyrir páfa).

Ekki finnst nokkrum manni að hallað sé á yfirnáttúru og bábiljur í fjölmiðlum? Alls staðar eru áróðursmaskínurnar á myljandi ferð, á meðan rökhugsun og vísindahyggja virðast hopa lengra og lengra undan sleitulausri ágengni.

Ég held að bottomlína vantrúarseggja um allan heim sé þessi (nú er ég að taka stórt upp í mig): Ef þú telur þig hafa haldgóða sönnun fyrir því að þínir hæfileikar eða þín yfirnáttúrukenning sé rétt, stattu þá fyrir máli þínu og láttu prófa það í staðinn fyrir að ráðast að þeim sem segja að þetta sé bull. Sannaðu að þú hafir rétt fyrir þér og að hinir hafi rangt fyrir sér.


drsaxi - 16/09/04 16:13 #

Ég get ekki séð að annar hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér í þessum málum. Ég meina er hægt að sanna tilvist Guðs eða afsanna hana, og á sama hátt tel ég að það sé ekki hægt að sanna eða afsanna hvort miðlar séu svikarar(það er kannski hægt stundum). Já svo hef ég heyrt eitthvað um þennan Randi áður og það bendir flest til að hann sé álíka mikil spámaður og þessir miðlar, það eru álíka jafn margir sem viðurkenna réttmæti rannsókna hans og þessa prófs og viðurkenni með fullri vissu tilvist alvöru miðla. Þannig að allt sem ég er búin að lesa hérna finnst mér frekar lélegt og veik rök fyrir þessu öllu saman. En aftur á móti sá ég grein eftir einhverja þýska og bandaríska prófesora(verst að ég muni engin nöfn eins og er) í svona fræðum og segjast þeir verða æ sannfærðari að það sé til eitthvað sem við viljum kalla paranormal og að æ fleirri vísindamenn séu tilbúnir að taka það til greina. Þeir vilja meina að þessir hlutir og vísindi eigi eftir að tvinnast saman saman, og þá sérstaklega í þeim náttúruvísindum sem menn nota til að lýsa heiminum í kringum sig.


Baldvin - 30/03/05 17:47 #

ég get ekki séð að tilgangur miðla sé að sannfæra fólk um að miðilshæfileikar eða tengd fyrirbæri séu sönn.það er fyrir fólkið sjálft að ákveða.og svo er náttúrulega spurning hvort miðlun sé í einhverjum gagnlegum/mikilvægum tilgangi gerð. ef við setjum svo að einhver sé hjá miðli af mikilvægum ástæðum svosem til að hindra óskemmtilegan atburð og miðillinn tekur pening fyrir það svo hann geti nú étið finnst mér það í lagi.það eru víst óskrifuð lög hjá ýmsum miðlum að taka sem nemur 4500-5500 krónum víðsvegar um heim svo ekki sé verið að gera þetta að peningamaskínu heldur einungis leið til að færa björg í bú.Nú. Svo er ein enn leið til að sjá þetta og las ég þetta í ganglera held ég að indverskur maður með svona hæfileika hafi ekki tekið pening fyrir en svo byrjað að taka fúlgur til þess eins að losna við fólk sem raunverulega hafði engann áhuga eða trú á þetta og vildi hann losna við slíka "fávita" með þessari aðferð.Fylgir ekki sögunni hvort það hafi virkað.Ef ég hefði óyggjandi hæfileika til þess að skyggnast inn í önnur svið myndi ég líklega ekki taka peninga fyrir það, þó veit maður aldrei.En með þessa milljón þá efast ég um að viti bornir "miðlar" fari út í það að sanna þetta, ekki frekar en margt fólk myndi láta sjá sig í survivor,bachelor,americas top model eða hvað þetta allt heitir þar sem fólk annaðhvort vinnur peninga ást eða vinnu með því að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð og í raun selja sig fyrir innantómt rugl sem að annað fólk situr fyrir framan liðlangan daginn og forkastar en er í leiðinni að styðja efnið með því að horfa á það.(þetta er nú samt sorglega fyndið,illa snúið) Og það er nú ekki alveg rétt að ekkert bendi til að fólk hafi ekki spásagnar eða miðilshæfileika.Ekki allskostar.ótal frásagnir eru til um merkilega rétt skilaboð frá hinum og þessum víddum býst ég við og staðsetningar atburðir og fleira sem aðilinn á ekki kost á að vita með veraldlegum hætti veit.ég hef farið til miðils og hann vissi ýmislegt um mig og mína hagi og rökrétt séð eru líkur á að hann hafi getað giskað á allt saman af einskærri "lukku"? Þetta er ekki spurning um trú fyrir mér heldur bara hvað mér finnst vitsmunalegt og ég finn enga fyrirstöðu fyrir því að fólk geti séð óorðna atburði, haft sambandi við dána eða hvað það er, þar sem ég veit ekki allt og get ekki afsannað þetta.Það er hægt að sanna mjög fátt en afsanna margt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.