Allar fęrslur Allir flokkar Sos Um félagiš Śrskrįning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hugarstarf efahyggjufólks

Er eitthvaš fengiš meš žvķ aš vera efahyggjumašur? Er ekki hundleišinlegt aš vera alltaf aš draga allt skemmtilegt og spennandi ķ efa, koma meš einhver svona leišinda-žunglyndiskomment į allt sem vekur tilhlökkun og von hjį venjulegu fólki?

Öšru nęr. Sį sem tamiš hefur sér efahyggju hefur öšlast dįsamlegt tól sem fęr hann til aš vinsa fullt af žvęlu śt śr heimsmynd sinni. Slķkan mann gengur mun verr aš pretta og blekkja en alla žį sem eru fullir af trśgirni og trśnašartrausti. Lķtum betur į žetta:

Žegar žś hittir fyrir einhverja žį sem duglegir eru aš taka inn Lifestream Bioactive Spirulina geturšu skiliš hvers vegna žeir dżrka žetta einstaka dökkgręna nįttśrufęšubótarefni. Žaš mį öfunda žį af žvķ hvernig hśšin geislar, augun eru skżr og sjįlfir eru žeir bókstaflega aš springa śr orku! Vķsindamenn trśa žvķ aš žessi örsmįa Spirulina-jurt sé nęstum žvķ hin fullkomna fęša og margir rannsakendur trśa aš hśn geti bętt heilsu fólks umtalsvert og aukiš orku.

- (Śr auglżsingabęklingi, lausleg žżšing BB)

Hvaš finnst ykkur um žennan texta? Langar ykkur ekki heil ósköp til aš stökkva af staš og nį ykkur ķ žessar dökkgręnu töflur? Nógu girnilega hljómar aš minnsta kosti žaš sem fullyrt er ķ bęklingnum.

Eša nęgir ykkur aš vita aš margir vķsindamenn, lķka žeir sem fįst viš rannsóknir, trśi į mįtt Spirulina? Er žaš fyrir ykkur sönnun einhvers? Margir vķsindamenn trśa lķka į Guš og fullt af fólki sem starfar viš rannsóknir trśir į mįtt hans.

Sjįiš žiš ekki hvert ég er aš fara meš žessu? Vel getur veriš aš Spirulinajurtin sé algerlega mįliš og lįti hśšina skķna, augun glansa, heilann dansa og drifkraftinn slaga hįtt upp ķ įhrifin af mešalstóru amfetamķnfixi - En žaš gleymist bara alveg aš skżra frį nokkrum nišurstöšum ķ žeim efnum, heldur er ašeins tiltekiš aš einhverjir vķsindamenn trśi į dęmiš (rökvilla sem kallast "vķsun ķ yfirvald"). Žaš kemur hvergi fram aš žessir trśušu vķsindamenn hafi rannsakaš efniš og komist aš einhverjum nišurstöšum um žaš, eina rannsóknarnišurstašan sem nefnd er ķ bęklingnum fjallar um žaš aš nęringarefni ķ nįttśrlegu fęši į borš viš Spirulinatöflurnar eigi lķkaminn betur meš aš taka upp ķ blóšrįsina en tilbśin vitamķn og bętiefni śr efnageršum.

Hvergi kemur fram aš sś rannsókn hafi ķ nokkru tekiš til vörunnar sem er til sölu.

Įfram heldur bęklingurinn:

Elizabet frį Dunedin, NZ er oršinn reglulegur notandi. "Ég er bśin aš taka inn Lifestream Bioactive Spirulina töflur ķ nokkrar vikur og hef strax tekiš eftir undursamlegum breytingum ķ lķkama mķnum. Žetta lķkist žvķ helst aš hafa öšlast nżtt lķf, og heilastarfsemin, sem var įšur fremur seinfęr, er mun skarpari og skżrari lķka. Ég er mjög įnęgš meš žetta efni, miklu įnęgšari en meš nokkurt annaš efni sem ég hef prófaš."

Nś hljótum viš žó öll aš hafa lįtiš sannfęrast og erum komin ķ ślpuna til aš fara og kaupa inn žetta dżršarefni, eša hvaš? Nei, efahyggjuheilinn hefur enn talsvert viš žennan kynningarmįta aš athuga.

Žetta sem var žarna boriš į borš fyrir okkur kallast vitnisburšur og hann er vita gagnslaus žegar kemur aš žvķ aš sżna fram į réttmęti eša tilvist einhvers. Žessi kona gęti til dęmis veriš undir gargandi plasķbó-įhrifum sem ekkert hafa meš innihald töflunnar aš gera. Og kannski eru žaš einmitt slķk įhrif sem veriš er aš selja, įgętlega holla vķtamķntöflu, unna śr žarategund, sem meš réttri auglżsingamennsku mį selja trśgjörnu fólki ķ stórum stķl į žeim forsendum aš hśn hafi nįnast lękningamįtt og hķfi greind og getu fólks upp ķ hęšir.

Ég er samt ekkert aš halda žvķ fram um žessa tilteknu vöru. Hśn getur vel veriš jafn frįbęr og auglżst er. Žaš eina sem vekur grunsemdir efahyggjumannsins eru žau atriši sem ég hef tiltekiš: Ekki er vķsaš ķ neinar rannsóknarnišurstöšur, heldur meš žokukenndum hętti tiltekiš aš einhverjir vķsindamenn trśi į mįtt vörunnar. Ķ staš stašfestra nišurstašna er svo haldiš į lofti einum vitnisburši einnar manneskju sem telur sig hafa tekiš andlegum og lķkamlegum framförum viš inntökuna.

Viš efahyggjumenn tökum eftir öllu svona mešan flestir ašrir lįta skrumiš gott heita og kaupa vöruna ķ góšri trś. Žetta gildir ekki bara um fęšubótarefni, heldur einnig loftkenndari hluti į borš viš hjįlpręši Krists. Eša hvaša ašferšum beitir annars Krossinn til aš nį inn mešlimum? Stašfestum rannsóknarnišurstöšum um aš sįlir kristinna manna fari til himna?

Nei, bara vitnisburši um bęnheyrslu Gušs.

Birgir Baldursson 23.01.2004
Flokkaš undir: ( Vķsindi og trś )

Višbrögš

Lokaš hefur veriš fyrir athugasemdir viš žessa fęrslu. Viš bendum į spjalliš ef žiš viljiš halda umręšum įfram.