Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Alið á hindurvitnum og heimsku

Í sumar sem leið bárust þessar fréttir frá Hafnarfirði væntanlegum túristum til handa:

New edition of a unique guide to unseen Hafnarfjörður A new and revised edition has been published of the ever-popular Hidden World Map of Hafnarfjörður, which was first published ten years ago in 1993.

og áfram segir:

Elves and other supernatural beings are an age-old element in Icelandic folklore, and nowhere more than in the town of Hafnarfjörður, which nestles amid lava formations, reputed to be the homes of other-worldly creatures. Local clairvoyant Erla Stefánsdóttir, who is familiar with the many different inhabitants of the town, has mapped out their different communities for the visitor. The new revised edition of the map takes account of various changes that have taken place not only among the elves, but also in the human community, in the past decade. The new map also contains interesting information on Iceland's energy lines or ley lines, and instructions for exercises to replenish the spirit.

Það kemur einnig fram að kortið kosti 15 Bandaríkjadali, en séu sjö pöntuð í einu fylgi 2 með frítt.

Það sem ég á erfiðast með að átta mig á er hvort fólk taki upplýsingum eins og þeim sem Erla lætur í té sem heilögum sannleik, ellegar taki þátt í einhverjum þykjustuleik um þessar vættir af þeirri ástæðu að þessi goðsögn öll sé svo kjút eða falleg. Ef fólk er almennt ekki inni á því að þetta sé raunveruleiki, hvaða augum lítur það þá Erlu Stefánsdóttur. Hrífst það af því hve klár hún er að selja hugverk sín, þótt upprunnin séu í bulli og vitleysu, eða ganga menn bara út frá því að hún telji sig sjá eitthvað í raun og sé bara svona létt klikk?

Hvað sem því líður þá verð ég alltaf styggur þegar ég sé að menn eru að reyna að hagnast á þvættingi, lygum sem kynntar eru sem blákaldur raunveruleiki. Á vorum upplýstu tímum er við hæfi að áherslan liggi á sannleikanum bak við hlutina en ekki sé alið á heimsku og hindurvitnum.

En Erla mín, þín bíður ein milljón Bandaríkjadollara ef þú getur sannfært James Randi um miðilshæfileika þína. Væri ekki dásamlegt að geta frelsað alla þá peninga út af dauðum bankareikningi og látið þá vinna þar sem þeirra er þörf - í hjálparstarfi hverskonar?

Birgir Baldursson 05.01.2004
Flokkað undir: ( Nýöld )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 06/01/04 19:52 #

Nákvæmlega. Mjög auðvelt væri að sanna eða afsanna hæfileika Erlu. Erla er t.d. mjög fræg fyrir lýsingar sýnar á "árum" fólks sem hún segir í hinum og þessum litum og geisli þær langt upp fyrir höfuð fólks. Auðveldlega mætti stilla 10 manns bak við 15 pappaspjöld þar sem höfuðið myndi nema við brún spjaldsins. Erlu ætti ekki að verða skotaskuld úr því að segja hver er bak bið hvert spjald (eftir að hafa lýst árulitum manna fyrst) og bak við hvaða spjöld enginn er. Eiginlega ætti að vera auðveldast fyrir hana að segja hvar enginn sé því auðvitað gæti hún séð strax hvar engin geislun gýs uppfyrir brún pappaspjaldsins.

Eigum við bara ekki að skora á Erlu að koma í test?

93


arrjay - 07/01/04 14:20 #

Þetta er bara eins og hver annar túrismi, verið að nýta sér heimska ameríkana, einu gildir hvort fólk trúir á þetta eða ekki, hvort sem maður trúir þessu eða ekki þá er þetta ágætis afþreying alveg eins og að lesa skáldsögu, sama hvað stendur í henni og hvort sem þú trúir henni eða ekki


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/01/04 15:57 #

Já arrjay, en það eru bara ekki í gangi neinir tilburðir hjá Erlu og kó að setja þetta fram sem skáldsagnakenndan þykjustuleik, heldur er þetta fullyrt eins og um raunveruleikann sjálfan sé að ræða. Finnst þér það ekkert athugavert?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 10/01/04 01:28 #

Ég þurfti fyrir ca. 2 árum að sitja undir ræðu manns sem sagði grafalvarlegur í bragði frá því hvernig hann hefði á sínum yngri árum látið borð svífa um herbergið með hugarorku.

Einn fundarmanna spurði hann hvort hann ætlaðist í alvörunni til að við tryðum þessu. Þá kom á hann 'I-saw-this-coming' svipur og sagðist strax hafa séð að þessi maður tryði sér ekki, því það væri grátt ský yfir höfðinu á honum.

Þá var ég "this close" að biðja hann um að taka mjög einfalt og fljótgert próf, sem er svona um það bil eins og prófið sem þú lýsir Aiwaz. Því miður gerði ég það ekki, og ég sé eftir því enn þann dag í dag :-(


Már - 01/02/04 18:12 #

Æi grey Erla að fá á sig svona persónulegar blammeringar og ásakanir um óheiðarleika, frá einstaklingum sem þekkja hana augljóslega ekki neitt.

Birgir, miðað við það litla sem ég þekki til Erlu persónulega, þá þykist ég vita að henni sé fullkomlega sama hvort þú eða einhver annar trúir á það sem hún sér. Hún mundi aldrei krefja þig um að trúa sér, en ef hún er spurð þá veit ég að hún segir heiðarlega frá því sem hún sér. Ég læt mér ekki detta í hug að leggja Erlu orð í munn og hef engra hagsmuna að gæta að verja mannorð hennar, en ég hvet þig samt Birgir til að leggja þig eftir því að kynnast henni sjálfur áður en þú heldur áfram að níða af henni skóinn.

Gott og vel að mönnum finnist álfakort fáránleg hindurvitni og bull, en blessaður farðu að eigin ráðum og "vinsamlega slepptu öllum ærumeiðingum". :-)

P.S. Bölvaður aumingjaskapur er það að láta fokking túristavarning fara svona í taugarnar á sér. Tsk, tsk.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 01/02/04 18:31 #

Þetta eru engar ærumeiðingar, álfar eru ekki til og því eru kortin skáldskapur. Ef Erla telur sig geta sannað hæfileika sína þá er henni velkomið að reyna það og þar með vinna milljón Bandaríkjadali.

Má maður selja hverjum sem er, hvað sem er, svo lengi sem sá hinn sami sé nógu heimskur til að kaupa það? Er það ekki hrikalegt siðleysi?


Már - 01/02/04 18:58 #

Áttu við að það sé siðleysi að selja skáldskap? Öh?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/02/04 19:03 #

Á þeim forsendum að sannleikur sé, já. Það flokkast einfaldlega undir lygar í hagnaðarskyni.


Már - 01/02/04 19:13 #

"[Erla] er að reyna að hagnast á þvættingi, lygum sem kynntar eru sem blákaldur raunveruleiki."

Þarna finnst mér Birgir seilast yfir strikið, auk þess sem það dylst engum að greinin er í aðra röndina skrifuð sem lítt dulbúin aðför að persónu og æru Erlu.

Óli! Ég held ekki fram að þarna séu einhverjar stórkostleg eða gróf "afbrot" á ferðinni, og ef þú vilt þræta fyrir þessa túlkun mína á innihaldi greinarinnar og í hvaða samhengi hún birtist á þessu vefsvæði, þá máttu það mín vegna. Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þetta bara lélegt.


Már - 01/02/04 19:17 #

Birgir, mér leikur forvitni á að vita hvaða partur af orðasambandinu "an age-old element in Icelandic folklore" þér finnst dulbúa innihald kortanna sem æðri "sannleik"?

Bíð spenntur eftir svari.


Már - 01/02/04 19:39 #

...punkturinn sem ég er að koma á framfæri með svona gráglettnu tilsvari er að það er svo fáránlega hallærislega langsótt að lesa einhverjar lygar eða trúboð út úr textanum sem þú vitnar í í greininni. Í inngangi efnisgreinarinnar er sögusvið þjóðtrúar og skáldskapar lagt til grundvallar og restin af textanum vísar beint og óbeint til þess, þó höfundar sjái greinilega ekki ástæðu til að troða orðunum "but of course this is just fiction" inn í hverja einustu setningu.

Ef menn vilja streitast við að lesa einhvern heljarinnar óskapnað í þennan blessaða túristavarning og orðalagið í kynningartextanum, þá þýðir ósköp lítið fyrir mig eða aðra að ætla að koma í veg fyrir það.

Slíkt dæmir sig vonandi bara sjálft.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 01/02/04 21:37 #

Trúir Erla að álfarnir séu raunverulegir? Þá eru hún að mínu mati rugludallur.

Trúir Erla ekki að álfarnir séu raunverulegir en selur fólki þá hugmynd að þeir séu það? Þá er hún að mínu mati óheiðarleg.

Trúir Erla ekki að álfarnir séu raunverulegir og reynir ekki að telja fólki trú um að þeir séu það? Tja, þá hef ég ekkert út á hana að setja.

Hvað af þessu passar?

ps. Nei, hér er ekki tekið mark á afstæðishyggju í þekkingarfræði, álfar eru ekki til í raunveruleikanum ;-)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 01/02/04 22:57 #

Í kynningunni segir að Erla sé skyggn og hafi á þeim forsendum sérstaka þekkingu á álfum, þar með er skáldskápur seldur á fölskum forsendum. Má hún þetta kannski af því að þér finnst hún vera góð manneskja?

Við erum ekki í sérstakri herferð gegn Erlu heldur hefur ein grein birst sem segir í stuttu máli: "hey, þetta er kjaftæði". Grein Birgis er heiðarleg og sönn sem er meira en hægt er að segja um auglýsinguna um kortið.

Það að þú skiljir ekki hvers vegna greinin er skrifuð er ekkert skrýtið af því að þú skilur ekki hvers vegna við erum yfir höfuð með þennan vef. Við tveir höfum lent í því að fólk skilur ekki hvers vegna við gerum svona mikið úr höfundarréttarbrotum sem virðist afar léttvæg, þú þjáist af nákvæmlega sama skilningsleysi og það fólk.

Til að þetta sé alveg ljóst þá tek ég fram að það er ekki til neitt sem heitir að vera skyggn og það eru ekki til álfar.


Már - 01/02/04 23:16 #

Matti, Án þess að ég hafi neina sérstaka innsýn inn í kollinn á henni Erlu blessaðri, þá grunar mig að Erla raunverulega sjái(upplifi) heiminn í öðru ljósi(á annan hátt) en flestir, ef ekki allir, aðrir.

Það má svo leika sér að deila um hvort það sem hún raunverulega sér sé raunverulegt eða ekki. Óháð því þá held ég að við höfum engar ástæðu til að ætla að hún sé eitthvað minna heiðarleg en ég og þú.


Már - 01/02/04 23:36 #

Óli, ég held að ég skilji alveg af hverju þið haldið úti þessum vef. Ég var fyrir margt löngu, að því er ég tel, á nákvæmlega sama stað og þið. Ég dáist innilega að dugnaði ykkar og atorku - ekki ósvipað því sem ég dáist í laumi að kraftinum sem drífur áfram Votta Jehóva sem boða sína trú á útidyraþröskuldum.

Þó ég "skilji" þá er ekki þar með sagt að ég sé sammála öllu. Eins finnst mér nauðsynlegt að gagnrýna og sparka svolítið í ykkur, og ég tel að þið hafið meira en gott af nokkrum góðlátlegum spörkum því þið eruð hrokagikkir og duglegir við að sparka í þá sem þið lítið niður á. :-) [ATH, þessi síðasta setning er skrifuð án snefils af kaldhæðni eða meinfýsni. Lesist blátt áfram.]

En þessu gamni mínu fylgir nokkur alvara, því með því að taka þátt í rökræðunum við ykkur (og í sumum tilfellum með ykkar sjónarmiðum gegn öðrum) þá næ ég örugglega að skilja ykkur betur, og brýni sýn mína á mín eigin sjónarmið.

Ástæðan fyrir því að ég eyði meiri tíma í að rífast við ykkur en t.d. annálafólkið er að mér finnst þið áhugaverðari hópur (sorrí annálarspírur ;-), ekki síst fyrir þær sakir að mér þykir þið að vissu leyti í meiri mótsögn við sjálfa ykkur en kristninöttararnir. ...en hei, það er bara mín skoðun og engin er verri þótt hann sé í smá mótsögn við sjálfan sig. ;-)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 01/02/04 23:52 #

Útskýrðu vinsamlegast hvernig við erum í mótsögn við sjálfa okkur, ég er ákaflega spenntur.


Már - 02/02/04 00:00 #

"það er ekki til neitt sem heitir að vera skyggn"

Óli: Ef þú átt við að það séu ekki til neinar manneskjur sem skynja raunverulegt umhverfi sitt á hátt, eða með skilningarvitum, sem nútímavísindunum er ekki kunnugt um og eiga ekki nafn yfir, en munu einn góðan veðurdag uppgötva (og auðvitað kalla einhverju öðru nafni en "skyggni" ;-), þá þori ég sko alveg að vera ósammála þér.

Ég þori að veðja að í orðabók efahyggjumannsins er til eitthvað snappy hugtak yfir gömlu rökvilluna að trúa því að vísindi okkar mannanna séu búin að kortleggja allt markvert, og bara ómerkilegar uppgötvarnir séu eftir.

Það er eitt að hafa trú á vísindunum og hafna hindurvitnum, og annað að halda að við vitum allt.


Már - 02/02/04 00:03 #

Óli segir: "Útskýrðu vinsamlegast hvernig við erum í mótsögn við sjálfa okkur, ég er ákaflega spenntur."

Ég lít á það sem "ongoing project". Eins og öll verðug verkefni þá verður því ekki lokið á einum degi - hvað þá í einu svari. ;-)


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 02/02/04 00:07 #

Óháð því þá held ég að við höfum engar ástæðu til að ætla að hún sé eitthvað minna heiðarleg en ég og þú.
Af hverju ætti allt þetta fólk að ljúga?
Það heldur því enginn fram að "allt þetta fólk" ljúgi þegar það segir frá draugum, fljúgandi furðuhlutum, álfum eða englum. Ég held því fram að fólkið hafi ekki rétt fyrir sér, hafi látið glepjast. Það er einfaldlega líklegra að algengt sé að fólk taki feil, geri mistök eða muni vitlaust heldur en að náttúrulögmál hætti að virka.

Már - 02/02/04 00:19 #

Matti, Það er mun skárra að byrja á að álykta að fólk sé bara vitlaust/ruglað/auðtrúa/mistækt/etc. heldur en að ýja að því að það sé siðlaust og óheiðarlegt. Ég held að við séum einmitt mjög sammála þarna. :-)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 02/02/04 00:22 #

Þegar ég ræði um skyggnigáfu og miðla þá er ég að tala um fólk sem heldur að það hafi samskipti við einhvern hulinn heim sem inniheldur til dæmis álfa eða drauga, þeir sem kalla sig skyggna virðast líka vera á þessu áliti. Ég get með góðri samvisku útilokað að það sé nokkuð vit í þess konar skyggnihæfileikum. Þú vilt hins vegar gera ráða fyrir að einhverjir skynji kannski eitthvað, ég get augljóslega ekki hafnað því.

Margir sem kalla sig skyggna hafa sýnt einhver brögð sem byggja á þessari svokölluðu gáfu, nefni Uri Geller sem var afhjúpaður sem loddari.

Við getum ekki sagt að hvaða vitleysingur sem er hafi hugsanlega rétt fyrir sér, það er ekki í anda vísinda. Þó að einhver haldi því fram að það séu lífverur á plánetunni Yoink stjórni hugsunum Davíðs Oddssonar þá gerum við ekki ráð fyrir að sá hinn sami hafi rétt fyrir sér heldur biðjum við hann um sannanir. Það að við getum ekki afsannað að þessar verur stjórni hugsunum Davíðs skiptir ekki máli því það bendir ekkert til þess að þessar verur séu yfirhöfuð til.

Við erum ekki í neinni mótsögn við sjálfa okkur, við efumst, það er kjarni efahyggjunnar.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 02/02/04 00:23 #

Hefðirðu þá verið ánægðari með greinina ef Biggi hefði kallað Erlu "ruglaða kellingu í Hafnarfirði"?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/02/04 19:06 #

Már segir: "Birgir, mér leikur forvitni á að vita hvaða partur af orðasambandinu "an age-old element in Icelandic folklore" þér finnst dulbúa innihald kortanna sem æðri "sannleik"?"

Af hverju gefurðu þér að það sé þessi setning sem fari í taugarnar á mér en ekki þessi:

Local clairvoyant Erla Stefánsdóttir, who is familiar with the many different inhabitants of the town, has mapped out their different communities for the visitor.

...og það sem á eftir kemur um orkulínur og þvíumlíkt?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.