Það er þekkt fyrirbæri innan læknavísindanna að gefa fólki lyfleysu. Við tilraunir á verkun nýrra lyfja er þátttakendum gjarna skipt niður í hópa á vísindalegan hátt, þar sem annar hópurinn tekur inn umrætt lyf en hinn fær lyfleysu. Verkun lyfsins má síðan ráða af framförum fólksins, sem veit ekki hvort það er að taka inn virkt lyf eða ekki.
En önnur lyfleysunotkun er þó um margt áhugaverðari. Fólki er nefnilega stundum gefin lyfleysa sem því er talið trú um að sé virkt lyf. Með þessu gert ráð fyrir að trú fólks á hina jákvæðu verkun sé nægileg til að kalla slíka verkun fram. Þetta gerist sérstaklega í tilvikum þar sem um sál-líkamleg einkenni er að ræða, læknar færu enda varla að gefa fótbrotnum manni súrt sull að drekka.
Ég kýs hér að kalla þessa merkilegu verkun lyfleysuáhrif (sbr. enska hugtakið Placebo Effect). Börn upplifa þessi áhrif þegar einhver fullorðinn kyssir á "meiddið" og sér í lagi sé settur plástur á það. Oft nær plástur á einni sekúndu að breyta tárum flóandi barnsandliti í eitt sólskinsbros. Slíkur er máttur lyfleysunnar.
En hvar bregður þessu fyrirbæri oftast fyrir? Víða innan hindurvitnabransans má sjá þessum áhrifum beitt enda byggist "lækningin" alfarið á trúgirni þess sem lækna á:
Hómópatía: Þegar menn drekka hreint vatn og upplifa lyfleysuáhrif.
Lækningasamkoma: Þegar fólk lætur gaulandi svindlara hrinda sér í gólfið og upplifir í kjölfarið lyfleysuáhrif.
Bænin: Þegar fólk á ímyndað samtal við uppdiktaða veru og upplifir lyfleysuáhrif.
Handayfirlagningar: Höndum haldið yfir fólki og trúgirni þess kallar fram lyfleysuáhrif.
Andalækningar: Hringt í sniðugan kall og honum sendur peningur. Lyfleysuáhrif fást stundum í kjölfarið.
Strandakirkja: Sendur peningur og oftar en ekki hefur einhver það betra í kjölfarið, í það minnsta aðstandendur kirkjunnar.
Vúdú: Fórnarlambi tilkynnt að dauðagaldur verði framinn á því klukkan sjö eftir hádegi og ef það er nógu trúgjarnt drepst það einfaldlega úr hræðslu á slaginu sjö.
Handanheimanudd: Einhver sniðug kellíng telur fólki trú um að indíánahöfðingi nuddi í gegnum sig. Notar ilmolíur og allir grenja og upplifa lyfleysuáhrif.
Sjálfshjálparbækur ýmisskonar: Lesandinn látinn fara með möntru aftur og aftur um hvað hann sé æðislegur og frábær. Lyfleysuáhrif koma í kjölfarið.
En heitt vatn með sítrónu (og stundum koníaki), hvítlaukur, sólhattur, gingseng og hvað þetta allt saman nú heitir eru alþekkt dæmi um hugsanleg lyfjaáhrif á upplag dagsins, þótt sennilega sé oft fremur um lyfleysuáhrif að ræða, í það minnsta að hluta.
Kvef "læknast" yfirleitt sjálfkrafa í einhvern stuttan tíma þegar til þarf að taka, t.d þegar staðið er á sviði við iðju sem krefst þess að menn sýni af sér eitthvað merkilegra en sjúga upp í nefið. Það er væntanlega þessi hæfileiki líkamans til að halda sjúkdómseinkennum í skefjum þegar mikið liggur við sem gefur lyfleysunni, ásamt haug af ranghugmyndum og hindurvitnum, brautargengi.
Munum það.
"Fyrir mér er bæn samtal við Guð, þar sem hann á samfélag við mig."
Og:
"Bænin: Þegar fólk á ímyndað samtal við uppdiktaða veru og upplifir lyfleysuáhrif."
Annar skilningur? Auðvitað. Ég sé þetta einfaldlega í blekkingarlausu ljósi, sé þetta fyrir það sem það er. En lyfleysuáhrifin sem ég tala um eru ekki bænheyrslan sem slík heldur sú vellíðan sem kemur í kjölfar samtalsins, e.k. samtalsmeðferð.
"En stundum gerist ekki neitt eða jafnvel hið gagnstæða. Það rýrir ekki gildi bænarinnar fyrir mig."
Já, þið hugsið á undarlegan hátt, trúmennirnir ;)
Skemmtilegar athugasemdir og áhugaverð viðhorf að mörgu leyti- en mér er spurn, hvað kallast það þegar dýr og kornabörn drekka vatn og verða fyrir lyfleysuáhrifum ?
hvað kallast það þegar dýr og kornabörn drekka vatn og verða fyrir lyfleysuáhrifum
Hugarburður, tilviljun eða eitthvað í þá áttina er það sem mér dettur í hug.
Við megum ekki líta hjá því að langflestir sjúkdómar batna að sjálfum sér - líkaminn læknar sig sjálfur. Ætli þetta sé því ekki oftast bara dæmi um post hoc rökvillu. Vatninu er þakkaður árangurinn þó ekki sé um raunverulegt orsakasamband að ræða. Á næstu dögum mun birtast hér á Vantrú grein um gagnsemisrökvilluna en það hugtak getur verið gagnlegt þegar maður pælir í þessari spurningu.
Já það er hárrétt að líkaminn lækni sig sjálfur en oft ef mikið álag er á kerfinu þarf að "jump starta" eða hjálpa honum að vinna á vandanum sem er kannski orðinn mikill. Það er hægt að gera með aðferðum sem þú kallar "lyfleysuaðferðir" Með því að nota t.d. handayfirlagningu eða aðrar aðferðir ertu að gefa aukna orku og hreyfa við orkunni í líkama hins sjúka sem oftar en ekki tekur við sér og sjálfsheilunarferlið gengur betur. Atómin í líkama okkar mynda hleðslu ,orku, sem við svo vinnum með í óhefðbundnum lækningaraðferðum. Sá sem heilar er ekki sá sem "læknar", líkami hins sjúka læknar sig alltaf sjálfur,hann þarf oft bara hjálp. Nú er ég ekki kristin...en ég trúi á æðri öfl, öfl sem búa í náttúrunni. Allt er búið til úr atómum og þau framleiða "orku",þessi orka finnst í öllu og þessa orku vinn ég með.
Þú ert semsagt töfralæknir og fremur galdur á fólki sem leitar til þín. Særingar þínar kalla fram hjá þessu fólki lyfleysuáhrif sem leitt geta til þess að því batnar, ef einkennin voru sál-líkamaleg.
Geturðu sýnt fram á að annars konar mein hafi horfið sökum særinganna? Eða nærðu kannski bara með þessu að slá á sjúkdómseinkennin tímabundið?
Ég minni á áskorun James Randi. Getir þú sýnt fram á yfirnáttúrlegan lækningamátt handayfirlagninga bíða þín milljón dollarar. En þar sem þú ert, eins og aðrir töfralæknar, of "göfug" til að vera á höttunum eftir peningum sting ég upp á að þú látir þá renna óskipta til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Ég er ekki að framkvæma særingar af neinu tagi...hefuru einhverja reynslu af því sem þú ert að tala um? það held ég varla...
Ég er enginn töfralæknir, lastu ekki það sem ég skrifaði ? Ég er ekki að lækna neinn, þú læknar þig sjálfur. Líkaminn er lifandi vefur, afhverju heldur þú að það sé ekki hægt að hafa áhrif á hann ? Viltu afneita því sem er vísindalega sannað að atómin hafi hleðslu, orku, og orkan hefur tíðni og hví getur þá tíðni utan frá ekki haft áhrif á líkamann ??
Það er hægt að hafa áhrif á öll mein í líkamanum t.d. verki í stoðkerfi og ýmsa sjúkdóma. Að sjálfsögðu er misjafn árangurinn af óhefðbundnum lækningum! Við erum ólík einsog við erum mörg, læknir getur gefið sýklalyf og það virkar ekki á einn þó að það virki á annann, afhverju ætti ekki það sama að gilda um þessar aðferðir ? Oft þarf lengri meðhöndlun til að vinna bug á meini allveg eins og með venjulegum lyflækningum. Suma kvilla á að sjálfsögðu að senda beint til læknis ef um acute dæmi er að ræða, líkaminn tekur oftast tíma í að heila/lækna sjálfan sig og ef viðkomandi hefur ekki þann tíma eru þessar aðferðir ekki "besta" leiðin.
Hvernig viltu að ég "sýni fram á það" ??? Stundum hverfa einkennin og koma aftur og stundum hverfa þau fyrir lífstíð. Það fer eftir þvi hvort hefur náðst að vinna á upptökum vandans, rótinni að kvillanum.
Ég gæti kannski og kannski ekki sýnt fram á hvernig líkaminn getur læknað sig sjálfur ef hann fær tækifæri til þess, færi eftir manneskjunni og vandanum hvernig til tækist að uppræta meinið.
hehehe, ónei ég er ekki það "göfug" að ég mundi fúlsa við milljón! þú hlýtur að vera e-h ruglaður :) En ég er allveg sammála því að hann mætti hætta þessari tímasóun að reyna að afsanna þetta og bara gefa peningana í góðan málstað ;)
En segjum svo sem að þetta sé rétt sem þú segir að þessar aðferðir séu ekki að gera neitt gagn, skiptir það e-h máli ?? (Ég er þó ALLS EKKI að segja að þetta virki ekki) Fyrst þessar aðferðir eru að hjálpa fólki á þá ekki bara að leyfa fólki að trúa og fá lækningu í kjölfarið af því ??
Gagnsemisrökvillan tengist þessu, já það skiptir máli hvort aðferðirnar virka í raun eða ekki.
Já ok ég skil þig en segðu mér þá eitt...trúiði á lækna ? Geturu þá útskýrt afhverju sumar lyflækninga meðferðir virka á suma en aðra ekki og þar eftir götunum..?
"Líkaminn er lifandi vefur, afhverju heldur þú að það sé ekki hægt að hafa áhrif á hann ?"
Ég er ekki að segja það, greinin hér að ofan segir annað.
Það eina sem ég hef áhuga á er að vita hvað er hér raunverulega á ferðinni, í stað þess að trúa einhverjum fullyrðingum um hvað hér eigi að vera í gangi. Þú segir að þetta stafi af því að atómin hafi hleðslu og orkan hafi tíðni. Ég bendi á að skýringin þurfi ekki að vera svo flókin, heldur sé um einföld plasíbóáhrif að ræða.
"En ég er allveg sammála því að hann mætti hætta þessari tímasóun að reyna að afsanna þetta og bara gefa peningana í góðan málstað ;)"
Ég er að sjálfögðu ekki að segja þetta :) Sérðu ekki hve dásamlegt væri ef einhverjum tækist með óyggjandi hætti að sýna fram á að yfirnáttúran væri raunveruleg? Þessi milljón þjónar fullkomlega tilgangi sínum sem hvatning til þess að yfirnáttúran verði sönnuð.
"En segjum svo sem að þetta sé rétt sem þú segir að þessar aðferðir séu ekki að gera neitt gagn..."
Ég er ekki að segja það. Ég er aðeins að segja að skýringin þurfi ekki að vera flókin eða yfirnáttúrleg, heldur stafi þetta einfaldlega af sálrænum ferlum innra með sjúklinginum.
Benny Hinn heilar fólk á þann hátt að hálflamað fólk bröltir á lappir og kennir sér einskis meins... fyrr en svona tveimur sólarhringum síðar, þegar plasíbóáhrifin brá af því.
Og þá er það oft búið að skadda líkama sinn meira en áður. Plasíbóvíman er ekki alltaf til góðs.
Sæll Birgir. Margt skemmtilegt í þessu en samt afskaplega einfalt, ég vildi óska að heimurinn væri svona einfaldur. Mín reynsla af “venjulegum” læknum er sú að því meira sem þeir læra því minna vita þeir – verða einfaldlega heimskari með auknu námi. Í raun skiljum við sáralítið af því sem gerist í kringum okkur. Við teljum okkur skilja en skiljum bara ekki neitt og því mjög freistandi að slá allt af með lyfleysukenningunni. Ég lét dáleiða mig fyrir nokkrum árum til að hætta að reykja. Ég reykti ekki í 6 ár og margir sögðu við mig “hættirðu ekki vegna þess að þú trúðir því að dáleiðslan læknaði þig” Mér er butt sama. Ég hætti að reykja og einhver pæling hvort dáleiðslan virkaði í raun skipti engu máli. Það er meira á bak við þetta allt heldur en lyfleysuáhrif. Við búum í raun yfir mikilli orku, þú hlýtur að vera sammála því, og bara gott mál að leita að leiðum til að virkja hana. Ég tildæmis trúi því ekki að menn hafi nokkurntíman komið til tunglsins og finnst það í raun mun ólíklegra heldur en að bæn eða hómópaía virki af öðrum völdum en lyfleysuáhrifum
"Við búum í raun yfir mikilli orku, þú hlýtur að vera sammála því..."
Það fer alveg eftir því hvað þú átt við með þessu hugtaki. Nýaldarfólk talar fjálglega um þessa orku sína eins og hún sé vel skilgreint fyrirbæri. Hvað áttu við? Raforkuna sem knýr heilabúið? Yfirskilvitlega sálræna orku sem ferðast eftur orkubrautum?
Þér er butt sama hvort það voru plasíbóáhrif sem urðu til þess að þú hættir að reykja en hafnar þeim svo í næstu setningu. Á hvaða forsendu hafnarðu þim möguleika?
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Pétur Björgvin - 29/12/03 17:41 #
Sæll Birgir. Tek eftir því að þú leggur annan skilning í bænina heldur en ég geri. Fyrir mér er bæn samtal við Guð, þar sem hann á samfélag við mig.
Þegar ég bið læt ég ekki eins og að ég sé að nota sjálfsala þar sem að ég set bænina inn í þar til gert hólf og vænti þess að sú vara sem ég panta komi út um annað hólf á sjálfsalanum.
Megininntak bænar minnar til Guðs sem gjörði heiminn er: ,,verði þinn vilji" og ég flyt bæn mína í Jesú nafni.
Fyrir náð Guðs gerist það stundum að í framhaldi af samtali okkar Guðs breytast hlutirnir sem ég var að tala við hann um til batnaðar. En stundum gerist ekki neitt eða jafnvel hið gagnstæða. Það rýrir ekki gildi bænarinnar fyrir mig.
Ég vil ekkert samband við Guð sem væri stærðfræðilega útreiknanlegt. Hann er og verður 100% Faðir, 100% Jesús og 100% Heilagur Andi = 100% GUÐ. Semsagt óskiljanleg stærðfræðileg stærð!
Kveðja!