Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Glæpaverk þjóðkirkjunnar

Í nýjasta fréttabréfi Ásatrúarmanna kemur fram að fólk sem skráð hefur sig í félagsskap þeirra skráist sjálfkrafa í þjóðkirkjuna við búferlaflutninga til landsins og jafnvel þegar flutt er milli hverfa.

Augljóst er að hin siðblinda þjóðkirkja hefur úti allar klær til að styrkja tilverugrundvöll sinn. Frægt er orðið hvernig tónleikagestir í kirkjum landsins eru miskunnarlaust taldir með þegar tölur um kirkjusókn eru hafðar til. En það er gersamlega óþolandi ef ekki má skipta um lögheimili án þess að verða sjálfkrafa skráður upp á nýtt í þennan söfnuð og byrja á ný að borga þangað sóknargjöld.

Ég er nýfluttur til landsins eftir búsetu erlendis. Næsta skref er að fara upp á Hagstofu og skrá sig til landsins og tiltaka lögheimili. Eitt er víst, ég mun biðja um trúfélagaskráningareyðublað svo öruggt verði að ég verði ekki skráður upp á nýtt sem borgandi meðlimur Kalla Sibb og kompanís. Og auðvitað hvet ég alla vankristna til að athuga með skráningu sína, sér í lagi hafi þeir flutt á milli hverfa.

Við eigum ekki að líða svona glæpastarfsemi.

Birgir Baldursson 22.12.2003
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Guðjón Öfjörð - 30/12/03 18:15 #

Já, sammála þessu. Þetta er í raun, glæpastarfsemi.


Árni Svanur - 30/12/03 20:07 #

Hagstofan sér um skráningu í trúfélög og Þjóðkirkjan kemur ekkert að rekstri þeirrar stofnunar. Þér væri því nær að kvarta yfir henni (eða við hana) en yfir Þjóðkirkjunni ef þú ert ósáttur við trúfélagaskráningu þína eða annarra.

Hvað varðar kirkjusókn þá er það nú svo að þegar tölur um hana eru settar fram þá er þær alla greindar niður eftir starfinu í kirkjunni. Tónlistin er einn angi af þessu starfi. Þegar tónlistin er metin sem hluti af kirkjustarfinu þá þarf auðvitað að taka tillit til þess hvað er verið að flytja á hverjum tónleikum. Vissulega til í dæminu að tónlistin sem flutt er í kirkjum sé fyrst og fremst veraldleg, en mun algengara er að hún sé af trúarlegum toga.

Staðreynd málsins er einfaldlega sú að það að hlýða á trúarlega tónlist í kirkju er ein leið til að iðka trú sína og dýpka trúartilfinninguna. Ég held að það beri síst að vanmeta gildi tónlistarinnar í þessu sambandi og að það sé engin ástæða til að gera lítið úr henni.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 30/12/03 20:51 #

"Staðreynd málsins er einfaldlega sú að það að hlýða á trúarlega tónlist í kirkju er ein leið til að iðka trú sína og dýpka trúartilfinninguna"

Önnur staðreynd málsins er einfaldlega sú að það að hlýða á trúarlega tónlist í kirkju tengist trú ekki á nokkurn hátt fyrir stóran hlut þeirra sem mæta á tónleika.


Sigurður - 02/01/04 11:13 #

Það sæmir ekki Ásatrúarmanni að vera svona sóryrtur. - Það verður að vera stæra tilefn: Vreiður var Þá Þór er hann vaknað og síns hamars of saknaði


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/01/04 20:59 #

Er það bara Hagstofan þá eftir allt? En Árni Svanur, fyrst þessi handvömm Hagstofunnar er lýðnum ljós, af hverju berst ekki þjóðkirkjan fyrir því að þessi vinnubrögð verði aflögð? Ert þú, starfsmaður biskupsstofu, ekki til í koma því í gegn á þeim bæ að þjóðkirkjan bæti sér í baráttu Ásartrúarmanna og okkar hinna fyrir leiðréttingu á þessum vinnubrögðum?

Ég mun bera víurnar í allsherjargoðann innan skamms um sameiginlegar aðgerðir gegn þessari krimmastarfsemi Hagstofunnar. Geturðu lofað mér því að þjóðkirkjan styðji við bakið á okkur í þessari réttlætisbaráttu?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.