Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Boðorðin tíu II: Jesús skeinir sig á kirkjuboðorðunum

Það er ljóst að ströng viðurlög bíða þeirra sem brjóta boðorðin og Jesús segir Mt5:19 Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki. Það er því ansi spaugilegt að sjá fyrirmynd kirkju og kristni brjóta flest það sem hann átti boða samkvæmt ritningu Rómarkirkjunnar. Við skulum fara yfir boðorðin og sjá hvers vegna Jesús verður kallaður minnstur í himnaríki:

1) Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.
Jh14:6 Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

2) Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
Jh14:7 Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn.

3) Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
Mt2:23 Svo bar við, að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi, og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni.

4) Heiðra föður þinn og móður þína.
Jn2:4 Jesús svarar: "Hvað varðar það mig og þig, kona" (Er þetta að heiðra móður sína Jesú?)

5) Þú skalt ekki morð fremja.
Mt11:20 Þá tók hann að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gjört flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki gjört iðrun. 21"Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. 22En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. 23Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. 24En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér (Jesú ætlar að slátra þúsundum fyrir að hafa óhlýðnast sér)

6) Þú skalt ekki drýgja hór.
Mt1:18 Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda (Það byrjar ekki vel).

7) Þú skalt ekki stela.
Mt21:2 og sagði (Jesú) við þá: "Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér (þarf ekki að spyrja um leyfi)

8) Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Jn7:8 Þér skuluð fara upp eftir á hátíðina. Ég fer ekki til þessarar hátíðar (Segir Jesú)...10Þegar bræður hans voru farnir upp eftir til hátíðarinnar, fór hann samt líka upp eftir (Jesú þrátt fyrir að segjast ekki fara), ekki svo menn vissu, heldur nánast á laun.

9-10) Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn áMt19:21 Jesús sagði við hann: "Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum (En Jesú var fátækur), og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.

Frelsarinn 26.11.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Hafþór - 20/02/04 14:14 #

Þetta er fyndið...

Það er líka hægt að gera alvarlega hluti fyndna með því að taka þá úr samhengi.

Ég trúi á Jesú... samt finnst mér þetta fyndið.

Þið gleymið náttúrulega að láta allt það mikilvæga koma fram, en það hefði líka verið gert á kostnað húmors.... svo ég skal hjálpa ykkur aðeins.

  1. Jesús er Guð svo að hann getur ekki lagt sitt eigið nafn við hégóma.

  2. Jesús sagði að hvíldardagurinn hefði verið gerður mannsins vegna, en ekki maðurinn dagsins vegna. Eins og þið getið lesið í Matt.2:27

3.Þegar Jesús spyr móður sína hvað það varði þau þó að vín skorti þá er hann ekki að ávíta hana. Hún telur að hans tími sé kominn til að opinbera hver hann er í raun, en hann efast um það. Í enska textanum stendur: "Dear woman, why do you involve me?" Íslenska þýðingin getur hljómað harðari, ef maður ákveður að túlka hana á þann hátt.

4.Þessi staðhæfing að Jesús ætli að slátra einhverjum er bara fáránleg... vantaði bara eitthvað til að fylla í þetta boðorð hjá ykkur?

  1. María var hrein mey, þunguð af Heilögum anda... sé ekki hórdóminn þar.

6.Ösnufolinn var þarna á þessum stað til þessa verks... það kemur aldrei fram heldur hvort að Jesús hafi átt hann eða ekki.... hann sagði þeim hvar hann væri að finna. Gæti það ekki vel þýtt að hann hafi sett hann þar?

7.Í ljúgvitninu gleymið þér 9.versinu í 7.kafla Jóhannesarguðspjalls "Þetta sagði hann þeim og VARÐ KYRR Í GALÍLEU". Auðvelt að sleppa bara staðreyndum máli sínu til rökstuðnings.

8.Varðandi það hvort að Jesú hafi verið að girnast eigur unga mannsins.... efast um það. Hann segir honum að fara og selja eigur sínar, gefa fátækum OG SVO koma og fylgja sér. Gaf aldrei í skyn að hann ætti að gefa sér eigurnar... Svo var ungi maðurinn hryggur því hann vildi ekki gera það. Jesús var ekki beint að slá um sig þarna í Galíleu á þessum tíma, svo ég leyfi mér stórlega að efast um að hann hafi verið með einhverja svikamyllu í gangi.

En varðandi Boðorðin 10 þá er ég með smá fróðleik fyrir ykkur. Þau eru ekki í gildi sem slík í dag.

Jesús sagði í Jóhannesarguðspjall 13:34 "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. "

Þetta er kærleiksboðorðið og inniheldur það allt lögmálið því að kærleikurinn er uppfylling lögmálsins.

Elska ykkur strákar... haldið áfram að tjá ykkur um skoðanir ykkar, það er þroskandi.

Kveðja, Hafþór.


siggi - 23/02/04 16:44 #

vill bara minna á eitt að það er Guð sem er faðirinn . Boðorð 4!!


Reynir - 01/11/04 11:00 #

Right... sem sagt Jesú var ekki slysa-hórdóms barn (það sem kallaðist hórdómur á þessum óupplýstu, íhaldssömu og fordómafullu tímum allavega), heldur var hann "getinn af heilögum anda"... en hvað það er "hentugt" eitthvað...

Vá þessar ævafornu kreddur um að konur séu spilltar af því að stunda kynlíf... HVERNIG Á MANNKYNIÐ ÞÁ AÐ VIÐHALDA SÉR, SNILLINGAR?? Pff hrein mey sem átti samt son var bara "jáááááá snilldar laus, mig langar að trúa því" í augum vitleysinganna þá...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.