Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vísindaritið Biblía

Enn er töluvert algengt meðal kristinna bókstafstrúarmanna að halda því fram að Biblían fari í engu í bága við vísindin. Það þarf þó ekki að leita lengi til að sjá að þessi fullyrðing er út í hött.

Hvað t.d. með þá áráttu Jesú Krists að reka illa anda úr fólki? Kirkjunnar menn héldu slíku áfram öldum saman, pyntuðu og kvöldu eymingjans geðsjúka liðið, allt þar til vísindin komu til skjalanna og greindu hvað það var sem gekk að mönnum.

Biblían fer einfaldlega með rangt mál þegar kemur að lýsingu á geðsjúkdómum. Og það er svo sannarlega ekki eina dæmið um skjön þeirrar skruddu við vísindalegar niðurstöður.

Strax á upphafssíðum þessa rits er það komið upp á kant við þá vitneskju sem við búum að í dag. Ljósið verður til án ljósgjafa. Hann er skapaður síðar. Meira að segja orðalagið í fyrstu setningunni "Í upphafi skapaði Guð himin og jörð" sýnir okkur hve lítið sá sem ritaði hana vissi í raun um heiminn.

Og ekki batnar það þegar á líður: Leðurblökur eru flokkaðar sem fuglar. Mustarðskornið er sagt smæst allra fræja. Hérinn er sagður jórtra. Hvalurinn er flokkaður með fiskum. Mannkynið er rakið til eins karls og einnar konu, sem hvorugt áttu sér forfeður. Svona má lengi telja.

Það er dapurlegt til þess að vita að hópur fólks skuli krefjast þess að sköpunarsaga Biblíunnar sé sett á bekk með þróunarkenningunni og kennd jafnhliða henni í skólum. Það eru enda engin rök sem bakka upp sköpunarkenninguna öfugt við hina sem sækir rökstuðning sinn til rannsókna innan ýmissa fræðigreina, s.s. erfðafræði, jarðfræði, dýra- og mannfræði.

Auðvitað gæti komið í ljós að öll þessi fræði hefðu rangt fyrir sér og ógilda yrði allt hið mikla fræðastarf sem ýtt hefur undir skilning okkar á heiminum. En það gerir sköpunarsöguna ekkert sennilegri. Hún hefur ekkert til að styðjast við annað en þetta illa skrifaða upphaf Biblíunnar, þar sem trén eru ýmist sköpuð á undan manninum eða á eftir honum og veröldin sjálf annað hvort sköpuð í einni andrá eða á sex dögum, eftir því hvaða málsgrein er lesin.

Vísindaleg aðferð krefst þess að kenning standi af sér ótal afsönnunaratlögur áður en hægt sé að fallast á hana að fullu. Sköpunarsinnar hafa ekkert slíkt að bjóða, en það sem við vitum um veröldina fer iðulega í bága við Biblíuna.

Það þarf því stóran skammt af forheimskun til að eltast við "vísindi" sköpunarsinna. Hið eina skynsamlega er að segja nei takk við blaðrinu í þeim. Þeir hafa einfaldlega ekkert til síns máls.

Birgir Baldursson 17.09.2003
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Jón - 13/11/03 10:33 #

Hefur þú litið í kringum þig það að halda að þetta hafi bara skéð útaf því bara er fáránlegt,Það eru merri líkur að talfan sem þú skrifar við hari barar verið efni í geiminum og svo fallið að himninum og breist í tölfu, en að ekkert hafi haft einhver áhrif á sköpunina.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/11/03 12:52 #

Rökvillan sem þú beitir kallast "straw man" og er mjög algeng í allri umræðu um trúarbrögð. Ég held nefnilega hvergi fram að allt þetta hafi gerst "af því bara". Það bendir miklu frekar allt til þess að allt fari fram í samhangandi orsakasamhengi þar sem enginn atburður nema í samræmi við þær aðstæður sem ríkja.

Þannig fara t.d. gráleit fiðrildi varla að þróast yfir í barkarbrún á örfáum kynslóðum nema vegna þess að útblástur kolaryks stórminnkaði með tilkomu annarra brennslugjafa. Þetta dæmi er alþekkt og rennir öflugum stoðum undir þróunarkenninguna. Þetta virkar einfaldlega þannig að gráleit fiðrildi dyljast betur á trjástofnum í umhverfi þar sem gráleitt sót sest utan á trén. Þegar kolarykið hverfur verða einmitt þau gráleitustu sýnilegust handa fuglum að éta og því lifa hin, sem eru brúnleitari frá náttúrunar hendi, frekar af og geta fjölgað sér.

En nei, það hentar þér betur að ég segi bara að allt þetta gerist "af því bara" og helst á örskotsstundu. Meðan málflutningur þinn er ekki betri en þetta standa sannindi vísindastarfsins óhögguð.


Diljá Mist Einarsdóttir - 04/10/04 17:45 #

Ég vildi bara benda á það að það er ekki rétt að rugla saman orðum Biblíunnar og orðum einstaklinga innan kirkjunnar. Það má vera að einhverjir taki Biblíuna bókstaflega og flokki hana með náttúrúvísindi og er það þá þeirra eigið mál. Biblíuna getur hver túlkað eftir sínu höfði Fyrir mér persónulega er Biblían full af dæmisögum og þar er sköpunarsagan engin undantekning. Því er það heimskulegt í mínum augum að rífast á netinu við Biblíuna um dæmisögur sem byggja ekkert endilega á staðreyndum og illa farið með tíma (sem vel mætti nota til að kynnast Guði betur, hehe). Biblían er trúarrit en ekki vísindarit og hún segir ekkert um kenningar vísindanna, hvorki styður þær né neitar þeim, en öðru máli er að gegna um áðurnefnda menn. Því er mikilvægt að aðskilja þessa tvo hluti i allri umræðu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/10/04 17:55 #

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér Diljá, því fyrir daga vísindanna byggðu menn heimsmynd sína á fullyrðingum Biblíunnar um tilurð og eðli veraldar. Biblían var því vísindarit síns tíma.

Ef það var ekki meining Guðs að Biblíuna ætti að skilja slíkum skilningi, hvernig stendur þá á því að hann stuðlar að tilurð bókar sem fullyrðir um allt þetta, á tímum þegar menn gátu ekki vitað betur?

En það er rétt hjá þér að í nútímanum eru fáir sem gera Biblíunni það upp að segja sannleikann um veröldina. Menn túlka því hana fram og aftur, til þess að þurfa ekki að afskrifa hana, þótt það væri auðvitað best.


Lárus Páll Birgisson - 10/10/04 05:35 #

Mér þykir þú hafa nokkuð lokaða mynd af trúarfólki fortíðar Birgir minn. Eins ertu með undarlegar skoðanir varðandi skilning hinna trúuðu á tilurð Biblíunnar.

Það er nokkuð ljóst að ef forsendur málstaðsins eru: a) trúaðir verða að vera bókstafstúar b) trúaðir verða að trúa því að Guð hafi samið biblíuna.

Þá er nú nokkuð ljóst að ómögulegt er að ræða við þig um trúmál.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 11/10/04 12:53 #

Hann er augljóslega bara að tala um þennan flokk í þessari grein, sbr fyrstu setninguna: "Enn er töluvert algengt meðal kristinna bókstafstrúarmanna..."

Hvar heldur hann því fram að allir trúmenn séu bókstafstrúar og trúi því að Guð hafi samið Biblíuna?


ThorvaldurJo - 16/11/04 17:42 #

Biblían og vísindi fara alveg saman.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 16/11/04 17:46 #

Nei, það gera þau ekki. Hins vegar ráðlegg ég þér, Þorvaldur, að skoða þetta: http://www.geocities.com/Athens/Academy/9104/


ThorvaldurJo - 16/11/04 23:35 #

Takk fyrir það. Ég skal gera það ef þú lest http://www.geocities.com/davidjayjordan/ EvolutionisaBIGLIE.html


darri (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 00:01 #

http://www.geocities.com/davidjayjordan/ EvolutionisaBIGLIE.html
Undir fyrirsögninni "Angels and the Paranormal" er að finna eftirfarandi efnisyfirlit:
I met an ANGEL - Ben
My NEAR DEATH EXPERIENCE - Wild Dog
We saw a LOCK NESS MONSTER - Dave & Joy
Saved by an ANGEL - Silvia
SHADOW PEOPLE Disappear - RH
Video Clip of ORBS creating CROP CIRCLES-
Video Clip of U.F.O.
IMPLODING LIGHT - Dave and Joy
Hooded EXECUTIONER - Chris M.
I fought FLYING WITCHES - Joy
ANGELS kept me Warm
My meal with the LITTLE PEOPLE - Friend
DEATH DEMONS - Dave
ANGELS'S healed me - D.D.
REINCARNATION, Spirits and Ghosts

Bara til að spara fólki ómakið.


Snær - 17/11/04 00:29 #

ThorvaldurJo:

Þakka þér. Nei, í alvöru. Þessi hlekkur er alveg hreint frábær. Manninum tekst að fella sig á einni rökleysunni eftir annarri.

Maðurinn heldur því virkilega fram að engin sönnunargögn séu fyrir hendi sem gefi til kynna þróun eins og lýst er í þróunarkenningunni. Þessi staðhæfing er í mótsögn við rétt yfir einnar aldar virði af rannsóknum á sviðum erfðavísinda, fornleifafræða, og nokkurra annarra greina skyldum og/eða byggðum á líffræði.

Þessum tiltekna sköpunarsinna tekst ekkert fremur en forverum sínum að sýna sköpunarkenninguna sem líklegri möguleika en þróunarkenninguna og aðrar kenningar sem hún keppir við.

Annars á ég eftir að skemmta mér vel við að lesa annað efni á þessari síðu.

kynferðislega "orgone" orku, einhver?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 00:52 #

Og Jo, mundu að sköpunarkenningin er "bara kenning".


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 01:06 #

Réttara væri að tala um tilgátu, því hún er alveg órökstudd. Sjá hér.

Þróunarkenningin og sköpunarkenningin? Nah, réttara væri að tala um þróunarlögmálið og sköpunartilgátuna.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 02:28 #

Já, það væri réttara á mannamáli, en vísindamál heimilar því miður ekki að þróunin sé kölluð lögmál. Hún er það vissulega í merkingu orðsins á mannamáli, en á máli vísindamanna er ekki heimild fyrir því að kalla hana það. "Sköpunartilgátan" er hins vegar orð sem ég samþykki.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 02:33 #

Og btw. þá skoðaði ég nóg af þessari sköpunartilgátusíðu til að vita hversu mikið er upp á hana að púkka.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 14:11 #

Það er oft sett fram þannig að þróun sé staðreynd sem þróunarkenningin útskýri. Staðreyndirnar tala sínu máli, sköpunartilgátan gengur einfaldlega ekki upp nema e.t.v. í einhverri óljósri grænsápuútgáfu sem engin leið er að botna í.


Jesús lifir - 17/11/04 14:17 #

Ég ætla að vitna í einn þróunarsinna að nafni George Wald, Professór í Líffræði við háskólann í Harvard og og Nóbelsverðlaunahafa í líffræði. Hann sagði þetta:,,There are only two possibilities as to how life arose; one is spontaneus generating arising to evolution, the other is a supernatural creative act of God, there is no third possibility. Spontaneus generation that life arose from nonliving matter was scientfically disproved 120 years ago by Lois Pasteur and others. That leaves us with only one possibility conclusion, that life arose as a creative act of God. I will not accept that philosophically because I do not want to believe in God, therefore I choose to believe in that which I know is scientifically impossible, spontaneus generation arising to evolution.´´


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 14:32 #

Er þessi sönnun Louis Pasteur og fleiri viðurkennd innan vísindaheimsins? Eða getur verið að löngu sé búið að hafna henni? Af hverju, ef búið er að sanna þetta, er þetta þá ekki bara viðurkennd vísindaleg staðreynd sem almenn sátt ríkir um?

Svaraðu því.


darri (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 14:36 #

...that life arose from nonliving matter was scientfically disproved 120 years ago by Lois Pasteur and others

Hvernig væri að kynna sér málin aðeins betur áður en þú slengir fram svona fullyrðingum.

Þú getur byrjar hér: Spontaneous Generation and the Origin of Lifel


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 14:56 #

Mikið er það týpískt fyrir sköpunarsinna að hengja sig gagnrýnislaust í 120 ára gamlar rannsóknir fyrir það eitt að þær virðast styðja mál þeirra, en sleppa því svo alveg að skoða hvort einhverjar framfarir hafi orðið.

Vísindin eru í stöðugri endurskoðun. Hvað veldur þessari fáránlegu þversköllun? Svei mér þá ef þetta minnir ekki bara á moðhausagang guðfræðinnar, þar er menn líka búnir að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram og reyna svo að troða öllu undir hana, jafnvel 100 ára gömlum rannsóknum ef ekkert skárra er til.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 15:12 #

Til að halda umræðunni hérna á einum stað, þá er niðurstaðan á síðunni sem Darri bendir á þessi:

What Louis Pasteur and the others who denied spontaneous generation demonstrated is that life does not currently spontaneously arise in complex form from nonlife in nature; he did not demonstrate the impossibility of life arising in simple form from nonlife by way of a long and propitious series of chemical steps/selections. In particular, they did not show that life cannot arise once, and then evolve. Neither Pasteur, nor any other post-Darwin researcher in this field, denied the age of the earth or the fact of evolution.

Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 15:22 #

Lárus: Vel að orði komist.

Hinir: Er ekki verið að tala um þegar Pasteur o.fl. afsönnuðu kenninguna um "sjálfkviknun lífs" sem m.a. fól í sér formúluna "skítug skyrta + hveitiöx = mýs"?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.