Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ó, Jesú bróðir versti

Áróðursmyndir fyrir alvalda

Það er ótrúlegt að í dag finnst fólk sem telur sig siðmenntað og aðhyllist um leið hugmyndakerfi fornaldar um útskúfun, fjöldamorð og einræði. Eftir ritun nýja testamentisins og eftir að kristin kirkja tók sér öll völd ríktu tímar endalausrar skoðunarkúgunar og einræðis í Evrópu. Ástæðan var sá akur alræðisins sem sáð hafði verið í um aldir. Til að fullkomna brjálæði þess tíma boðaði meintur Jesús kirkjunnar einræði undir sinni stjórn ásamt föður sínum um alla eilífð. Í sameiningu munu þeir feðgar bjóða kristnu fólki í þúsundáraríkið sitt, kennt við himna, á lokadögum.

Í þetta ríki komast þau ein sem meðtaka Jesú og taka trú á hann. Nákvæm lýsing á inntökuskilyrðunum í formi skírna, trúar og verka liggur ekki ljós fyrir, enda skoðanir skiptar á milli hundruða kristinna kirkjudeilda. Það kemur ekki á óvart að glundroði og heimskulegar deilur um þessi mikilvægu atriði kristinnar trúar hafa staðið í hart nær tvö þúsund ár. Ástæðunnar má leita í margklofnu og misvísandi testamenti sem er yfirfullt af rökvillum. Nokkrar þúsundir manna hafa verið teknar af lífi og drepist í óeirðum vegna þessa heimskulega ágalla á bókinni.

Einn helsti óvinur kristinnar trúar er sjálfstæður vilji og ein af gæðum hins himneska ríkis er að þar mun ríkja viljaleysi þegnanna til að koma í veg fyrir syndir. Þannig mun á einhvern óskiljanlegan hátt upprisið hold svífa um í stöðugri lotningu, hógværð og viljaleysi um alla eilífð. Til að komast í ríkið vilja allir kristnir leggja sitt að mörkum með gríðarlegum fórnum og fjáraustri. Út á hvað gengur svo öll þessi þvæla og hvað er Jesús biblíunnar að boða? Við skulum athuga hvað kristin trú boðar okkur um komu þúsund ára ríkisins og hvernig valið verður úr sauðahjörðinni:

Mt7:13 Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. 14Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann.
[Jesú segir að það verði fámennt í himnaríki]
Mt12:30 Hver sem er ekki með mér, er á móti mér...

[Þau sem ekki eru sammála Jesú fara í eldsofninn]

Mt12:33 En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum.
[Sá sem ekki trúir fer í eldsofninn]
Mt13:41 Jesús segir Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, 42og kasta þeim í eldsofninn.
[Lýsing á Auschwitzbúðum í boði Jesú Krists]
Mt24:37 Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. …39Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.
[Fjöldamorð í nafni trúar er eina lausnin hjá Jesú Kristi]
Jh3:18 Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.
[Trúlausir fara beint í Auschwitzbúðirnar hans Jesú]
Jh3:36 Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum.
[Guð er reiður þeim sem ekki trúir, beint í eldsofninn með trúlausa]
Jh12:48 Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.
[Guð hefnir sín á þeim sem ekki trúa]
Jh15:6 Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.
[Já, já, já... meiri eldur, meiri dauði, meiri Auschwitzstemming.]

Það er skelfilegt til þess að vita að slíkur heilaspuni sé lögverndaður í stjórnarskrá Íslands og milljarðar af skattfé almennings fari í viðhafnarlifnað fyrir boðbera þessarar illsku og heimsku. Er ekki komið nóg af áróðri fyrir þúsundáraríkjum, alvöldum og alheimslausnum þar sem einræðisherrar eru gerðir að barnavinum? Eigum við ekki að hafa siðferðilegan styrk til opna augun og taka á móti tuttugustu og fyrstu öldinni með því að losa okkur við hugmyndafræði síðasta einræðisherrans á Íslandi: Jesú Krists.

Frelsarinn 10.09.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Davíð - 12/09/03 00:01 #

Helvíti var ekki skapað fyrir menn!!!!!!!!!! En þangað fara þeir sem hafna himninum, því að sálir eyðast ekki. Leiðin er opin öllum sem vilja, svo ef þér líkar ekki ofninn gaggt þá til fundar til frelsarans.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/09/03 00:25 #

Þú virðist vita allt um eðli sálarinnar og hafa tilvist hennar á hreinu. Sömuleiðis gefurðu þig út fyrir að geta miðlað af viskubrunnum um allt sem viðkemur helvíti og frelsara. Hvaðan hefurðu þessar greinagóðu upplýsingar, Davíð?

Úr Biblíunni? Hefurðu einhverntíma spurt þig hvort bókin sú sé áreiðanleg heimild? Ef svo er og þú komst að þeirri niðurstöðu að svo væri, hvað nákvæmlega var það sem leiddi þig að því svari?

Ég er með fréttir handa þér. Ekkert bendir til tilvistar sálarinnar sem eilífs fyrirbæris. Ekki heldur helvítis. Þú hefur látið ljúga þessu öllu að þér.

Og svo útvarparðu bara lyginni gagnrýnislaust eins og eitthvert segulbandstæki. Slíkt athæfi er í raun ekki sæmandi viti borinni veru, hvað þá að það sé mönnum bjóðandi.

Gerðu sjálfum þér greiða og losaðu þig undan kverkataki költleiðtoganna sem ráðskast með líf þitt. Sjálfstæð gagnrýnin hugsun er alltof verðmætur eiginleiki til að varpa frá sér í býttum fyrir hugsanaánauð og svarthvíta heimsmynd.


Trúlaus - 12/09/03 13:37 #

Skemmtileg síða með skondnum pælingum. Ég er nú ekki sammála þér um allt en mér finnst mjög góður punkutur hjá þér um sjálfstæðann vilja. Hafið þið velt fyrir ykkur afhverju Adam og Eva voru rekin úr Paradís, það var af því að þau átu af skilningstréinu.... Ok maður getur skilið að Guð hafi verið fúll yfir því að þau óhlýðnuðust honum - en af hverju var það skilningstréið sem ekki mátti éta af??? Var svona slæmt að þau öðluðust sjáflstæðann vilja?? Spyr sá sem ekki veit


Davíð - 12/09/03 19:57 #

Til Birgis. Ég veit að Drottinn er til, hann er mér jafn raunverulegur og öll hans sköpun. Ég tel sjálfstæða hugusun nauðsin til þess að vera kristinn einstakling. Ef þú trúir eingöngu orðum manna (cultleiðtoga t.d :) )hvað verður um trú þína þegar þeirra verður ekki lengur vart? Þess í stað hvet ég fólk til að gera það sem hef ákveðið að gera, Það er að leita til fullkomnara trúarinnar Jesú Krist. Hann er það bjarg sem ég byggi á. Ég fer ekki í grafgötur með eitt ef hvorki Drottinn Kristur né hans verk eru sönn. þá er ég með sönnu geðbilaður. Ég er ekki sérfræðingur um sálir en þekki einn sem er það :) Hafðu það sem best. Kveðja Davíð


Davíð - 12/09/03 19:59 #

Til trúlauss. Þau þekktu allt hið góða og fagra. Höfðu skilning á því. Hið ílla var í ávextinum, þekktu það ekki áður. kveðja Davíð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/09/03 03:55 #

Já, ætli þú sért ekki bara geðbilaður, Davíð ;)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.