Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gagnslausir guðfræðingar

Í fréttum Sjónvarps í kvöld kom maður sem er ásamt fleirum að stofna félag guðfræðinga og kvartaði yfir því að mikið væri um atvinnulausa guðfræðinga. Hann sagði að brýnt væri að búa til fleiri störf fyrir þetta fólk innan kirkjunnar því menntun guðfræðinga kæmi ekki að neinu gagni utan hennar.

Eftir að hafa farið í fimm ára nám í boði ríkisins þá ætlast þessir menn til þess að ríkið búi til störf handa þeim. Af hverju að búa til störf fyrir guðfræðinga frekar en bókmenntafræðinga, viðskiptafræðinga, íslenskufræðinga eða aðra sem hafa farið í nám sem er erfitt að fá vinnu út á? Á ríkið að tryggja öllum sem hafa háskólamenntun atvinnu? Á kannski að gera guðfræðimenntun eina námið sem gulltryggir þér fasta vinnu hjá ríkinu til æviloka? Augljóslega ekki.

Þessar hugleiðingar leiða mann að öðru tengdu máli: Af hverju þarf almenningur að borga nám guðfræðinga? Af hverju þurfa trúlausir og fólk í öðrum trúarsöfnuðum að borga fyrir Lútherska guðfræðimenntun? Hefur langstærsta trúfélag landsins ekki burði til að standa sjálft fyrir starfsþjálfun starfsmanna sinna? Hér er augljóslega enn eitt dæmið þar sem brotið er á þeim sem ekki gangast undir ríkistrúna.

Markmiðið á augljóslega að vera að losna við guðfræðina úr Háskóla Íslands og nota peningana í eitthvað gagnlegt eða göfugt.

Óli Gneisti Sóleyjarson 09.09.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


rakel - 11/09/03 02:39 #

Með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni þá fer þessi BLESSAÐI trúarskattur annaðhvort til þess trúfélags sem þú óskar, eða, ef þitt tilfelli er eins og mitt(ég í raun hef ekkert trúfélag sem ég vil borga í) til háskólans. Það er kannski hugmynd að fá leyfi til að þessi skattur endi hjá SARK? En þetta fólk sem ákveður að læra þetta hlýtur að þurfa að borga jafn mikið og hver annar nemi við þennan skóla, er það ekki?


rakel - 11/09/03 02:47 #

En það er nattla bara hlægilegt að ætlast til þess að það séu búin til störf sem greinilega er ekki þörf á að hafa. Þegar ekki er hægt að manna einu sinni sjúkrahúsin almennilega. Sem hlýtur að tengajast sáluhjálp og útförum mjög skýrt. Það er kannski önnur hugmynd að banna lækna og hjúkrunarfólk og að setja á laggirnar ríkisrekinn kistusmíðaskóla!!! Og veita öllum þessum aumingjans gúðfræðingum vinnu í leiðinni!


rakel - 11/09/03 03:18 #

Fannst þetta þurfa að komast að líka:

1)L. 124/1997, 1. gr.

  1. gr. Gjald skv. 2. gr. skiptist þannig: Vegna einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, greiðist til þess safnaðar sem hann tilheyrir og miðast við 1. desember næst á undan gjaldári.

Vegna einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags.

Vegna einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til Háskóla Íslands.

Vegna einstaklinga, sem eru í þjóðkirkjunni og eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, greiðist gjaldið til Jöfnunarsjóðs sókna, sbr. 5. gr.

Trúfélagsskráning miðast við 1. desember næst á undan gjaldári.

  1. gr. Ríkisbókhaldið annast skiptingu gjaldsins skv. 3. gr.

Davíð - 11/09/03 23:58 #

Elska Jesú er raunveruleg, þessum svokölluðum "kristnum" einstaklingum hefur svo gengið misvel við að sína framm á hana. Oftast vegna þess að þá skortir trúnna á hann og reyna að bæta úr í mannlegum mætti. Guð er góður.


Davíð - 11/09/03 23:59 #

Þetta átti að koma á eftirannari ræðu en má alveg standa þarna. blessi ykkur


Óli - 14/09/03 13:52 #

Til hvers á ég að borga fyrir nám bókasafnsfræðinga, og ég sem fer aldrei í bókasafn? Ég skil ekki hvað þið eruð að velta fyrir ykkur þó nokkrir guðfræðingar setjist niður og vilji reyni að þrýsta á kirkjuna að ráða frekar guðfræðinga heldur en ómenntað fólk á þessu sviði. Það er ekki verið að láta ríkið búa til störf, heldur að guðfræðingar sitji fyrir í störf eins og æskulýðsfulltrúa og fleiri slík störf. Þett er störf sem eru til fyrir, en kannski ekki menntaðir menn í þeim stöðum.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 14/09/03 14:10 #

Aldrei farið inn á bókasafn? Bókasafnsfræðingar vinna hjá nær hverri einustu ríkisstofnun, öllum stærri fyrirtækjum (sem skjalaverðir), það er varla til neitt gagnlegra en Bókasafns- og Upplýsingafræðingur (einsog fullur titill er). Vísindamenn vinna að rannsóknum og þurfa að fá aðstoð frá bókasafnsfræðingum, þegar læknirinn þinn flettir upp skránni um þig þá er það að öllum líkindum eftir kerfi sem bókasafnsfræðingar og tölvunarfræðingar hafa hannað saman. Þjóðkirkjan sjálf hlítur að hafa þónokkra bókasafnsfræðinga í vinnu. Ég hef hér með sýnt fram á fáfræði þína varðandi þá menntun sem ég stunda.

Þeir sem eru ráðnir í störf æskulýðsfulltrúa ættu að sjálfsögðu að vera þeir sem hafa menntun í þau störf. Ef þessum guðfræðingum langar að vinna hjá kirkjunni þá geta þeir gert það í sjálfboðavinnu því guð mun að sjálfsögðu launa þeim á himnum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.