Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ađ missa trúna

Ţađ ţarf ákveđin vilja til ađ endurheimta sjálfan sig eftir ađ hafa trúađ á Jesú Krist. Trúađ á eilíft líf, frelsara og leiđtoga lífsins. Ţađ er erfitt ađ rífa sig úr hjörđ fólks, ţar sem bernska manns er mótuđ í trú á leiđtoga og glćsta framtíđ undir stjórn hans. Eflaust ámóta erfitt og var fyrir nasista eđa kommúnista ađ átta sig á ađ fyrirmyndaríki ţeirra breyttust á fáeinum árum úr hástemmdum vonum í martröđ. Sannleikur og glćst loforđ einrćđisherra um alheimslausnir voru ekkert annađ en martröđ og lygi.

Mannskepnan virđist ćđi oft vera leitandi í trú á leiđtoga sem skapar ţeim ţćgilega framtíđarsýn. Eflaust er ţađ arfleiđ ţróunar mannsins til ađ halda hópinn eins og mörg spendýr gera á gresjunum. Mörgum er ţví eđlislćgt ađ fylgja slíku, jafnvel án ţess ađ vita af ţví. Ég var einn af ţessum leitandi sauđum kristinnar hjarđar. Ánćgđur ađ vita af vel útilátnum ökrum meistarans, ţrátt fyrir augljósar hyllingar trúarinnar.

Í dag hef ég ţá einu afsökun fyrir sjálfsblekkingu minni, ađ ekkert barn uppfullt af trúgirni gat ímyndađ sér ađ velviljađur sóknarprestur segđi ósatt og ađ allar glćsilegu kirkjurnar vćru innantómur hégómi. Já, ađ allur kristindómurinn međ allan sinn fjölda snjallra og vitra skólamanna vćri blekking ein byggđ á sandi. Engar efasemdir barns geta stađiđ einar gegn slíku ofurefli af jafn vel rekinni skođanamafíu.

Ţađ var ţví undarlegt í fyrstu ađ fjarlćgjast trúna og ţađ tók mig nokkur ár, en segja má ađ Biblían hafi hjálpađ mér ađ komast á sporiđ. Ţađ ţarf ekki mjög rökfastan mann til ađ átta sig á ađ fáar biblíusögur standast lágmarkskröfur til almenns siđferđis, réttlćtis eđa raunveruleika. Smá saman fóru textarnir, jafnvel í Nýja-testamentinu ađ stinga mig, ţeir neyddu mig til ađ taka afstöđu. Jafnvel Jesú sem var minn náđargjafi og óumdeildur foringi, var í raun forhert illmenni og hin ćgilegasta forneskja. Samviska mín bar mig af leiđ frá ofríki og illsku, rökhugsun mín krafđist ađ ég tćki afstöđu sem ég gleđst óendanlega í dag ađ hafa tekiđ. Ég er frjáls – Ég er trúlaus. Fleyg orđ Robert Green Ingersoll lýsa ţessu best:

Ţegar mér varđ ljóst ađ alheimurinn er náttúrulegur, ađ allir draugarnir og guđirnir eru ekki annađ en gođsagnir, fylltist hugur minn, hver blóđdropi, skyn og tilfinning af gleđi frelsisins. Veggir fangelsis míns hrundu niđur og dýflissan fylltist af ljósi og lásar og rimlar urđu duft eitt. Ég var ekki lengur vikapiltur, ţjónn eđa ţrćll. Í öllum heiminum átti ég mér engan húsbónda, hvergi í öllum hinum endalausa geimi. Ég var frjáls, frjáls til ađ hugsa, til ađ tjá hugsanir mínar, frjáls til ađ lifa samkvćmt eigin lífsspeki, frjáls til ađ lifa fyrir sjálfan mig og ástvini mína, frjáls til ađ nota öll skilningarvit mín, frjáls til ađ breiđa úr vćngjum ímyndunaraflsins, frjáls til ađ rannsaka, til ágiskana, til drauma og vonar, frjáls til ađ dćma og ákveđa sjálfur ađ eigin geđţótta, frjáls til ađ hafna öllum illa upplýstum og grimmum trúarbrögđum, öllum "innblásnum" bókum sem fornir skrćlingjar höfđu framleitt og öllum hinum hrođalegu gođsögnum fortíđarinnar, frjáls frá páfum og prestum, frjáls frá öllum hinum "kölluđu" og "útvöldu", frjáls frá heilögum mistökum og lygum, frjáls frá djöflum, draugum og guđum. Í fyrsta sinn á ćvinni var ég frjáls. Hvergi í ranghölum hugans voru bannsvćđi, hvergi var loftrými eđa tómarúm sem ég gćti ekki breitt úr vćngjum hugarflugsins, engir hlekkir á fótum mér, engin svipuhögg á baki, engar eldtungur léku um hold mitt, engar grettur eđa hótanir húsbóndans, engin ástćđa ađ fylgja í fótspor nokkurs, engin nauđsyn ađ bukta sig og beygja eđa skríđa fyrir fótum nokkurs eđa ljúga. Ég var frjáls. Hnarreistur, óttalaust og fullur gleđi stóđ ég andspćnis öllum heiminum.
Frelsarinn 28.08.2003
Flokkađ undir: ( Siđferđi og trú )