Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nýr liður: Baksýnisspegillinn

Mynd af baksýnisspegli

Sagt er að þeir sem þekki ekki söguna séu dæmdir til að endurtaka hana. Í þeim anda munum við í nýjum föstum liði á Vantrú, Baksýnisspegilinn, rifja upp fyrir fólki bæði eftirminnileg afrek fortíðinnar og víti til varnaðar sem hafa hugsanlega gleymst.

Tilefni fyrsta baksýnisspegilsins er koma Franklin Grahams til Íslands:

Eplið og eikin

Faðir Franklins, hann Billy Graham, var fastagestur á heimilum margra landsmanna á síðari hluta síðustu aldar. Morgunblaðið birti þá reglulega stuttar greinar eftir Billy Graham undir nafninu Svar mitt. Átjánda janúar 1978 var spurningin sem Billy Graham svaraði "Getur kynvillt kona orðið kristin?".

Það er umhugsunarvert að bera málflutning Franklins saman við svar föður síns. Auk þess er merkilegt að jafn vinsælt blað og Morgunblaðið hafi talið það ásættanlegt að birta svona pistil, sem segir okkur eitthvað um samfélag sem prestar segja okkur sífellt að hafi verið gegnumsýrt af kristnum siðaboðskapi.

Hér er svar Billy Grahams úr Morgunblaðinu, frá tímarit.is:

Morgunblaðið, 1978-01-18 bls. 18


Mynd fengin hjá Wendy

Ritstjórn 29.09.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.