Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúfrelsið hans Björns

KirkjumálaráðherrannBjörn Bjarnason flutti ræðu við upphaf kirkjuþings, í henni gerði hann grein fyrir áliti sínu á trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju:

Afstaða mín til algers aðskilnaðar ríkis og kirkju hefur á enga grein breyst frá því við hittumst síðast. Ég hafna algerlega þeirri skoðun, að með núverandi fyrirkomulagi mála sé á nokkurn hátt skert trúfrelsi landsmanna eða jafnræðisregla stjórnarskrárinnar brotin.

Björn er semsagt ósammála okkur trúleysingjum sem teljum að ríkiskirkjan þrengi að trúfrelsi okkar, þetta kemur ekki á óvart þar sem ljóst er að kirkjumálaráðherrann er einn sterkasti stuðningsmaður hinnar svokölluðu þjóðkirkju. Innihaldsleysi orða Björns um meint trúfrelsi okkar sést vel þegar hann ræðir um lög um helgidagafrið sem eru í endurskoðun, um þau segir hann meðal annars:

Hugmynd um þessa lausn hefur verið að fæðast undanfarna daga og því hef ég ekki haft tök á að leggja hana formlega fyrir kirkjuþing.

Bíddu, fær kirkjan að hafa áhrif á löggjöfina í landinu? Af hverju í ósköpunum ætti að leggja hugmyndir um lög fyrir kirkjuþing? Þetta eru lög sem varða alla landsmenn en ekki bara þá sem eru innan ríkiskirkjuapparatsins. Það eitt og sér að svona lagasetning sé háð duttlungum trúmanna sýnir að trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar er ennþá óuppfyllt loforð. Ríkiskirkjumaðurinn Björn Bjarnason talar frá sínum þrönga sjónarhól í stað þess að líta á stóru myndina.

Óli Gneisti Sóleyjarson 18.10.2004
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.