Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

280 milljónir aukalega til trúfélaga árið 2021

Peningar

Meirihluti VG, D og B í efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að sóknargjöld til trúfélaga hækki um 280 milljón krónur á næsta ári.

Vantrú mótmælir því harðlega að hækka eigi þessi framlög til trúfélaga á sama tíma og skorið er niður í mikilvægum málaflokkum. Trúfélög ættu auðvitað helst að vera rekin án aðkomu ríkisins, en á meðan settar eru aðhaldskröfur á heilbrigðisstofnanir er skammarlegt að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.

Það er ömurlegt að þingmenn á borð við Willum Þór Þórsson fullyrði í fjölmiðlum að á næsta ári verið bara skorið niður um 400 milljónir hjá Landsspítalanum á meðan það er hægt að gefa Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum árlega 280 milljónir til viðbótar.

Það er einnig ótrúlegt að fulltrúi VG í nefndinni, Ólafur Þór Gunnarsson, sem er læknir, telji það eðlilegt að hækka framlög ríkisins til reksturs trúfélaga um leið og framlög ríkisins til reksturs heilbrigðiskerfisins eru skorin niður.

Í könnunum sem hafa verið gerðar um forgangsröðunar fjármála ríkisins setja landsmenn heilbrigðismál í fyrsta sæti og trúmál í neðsta. Við vonum innilega að þessi tillaga nefndarmanna verði felld á Alþingi enda örugglega í engu samræmi við vilja þjóðarinnar.

Ritstjórn 30.11.2020
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.