Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Umsögn Vantrúar um kirkjujarðasamninginn

Peningar

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um nýlega viðbót við kirkjujarðasamninginn. Samþykki frumvarpsins felur í sér það að kirkjujarðasamningurinn verði vilhaldið í 15 ár til viðbótar, auk þess sem framlög ríkisins samkvæmt samningnum eru aukin um 700 milljónir á ári.

Vantrú sendi inn eftirfarandi umsögn til Alþingis:


Vantrú leggur til að þetta frumvarp verði ekki samþykkt þar sem þetta frumvarp:

1. Er skref afturábak í aðskilnaði ríkis og kirkju

Samþykkt frumvarpsins felur í sér samþykki á nýlegum viðbótarsamningi ríkis og kirkju. Með þessu er verið að festa í samningi til 15 ára 700 milljóna framlag ríkisins í tvo sjóði sem hingað til hefur verið ákveðið einhliða af ríkinu.

Aðskilnaður ríkis og kirkju felur í sér að slíta á fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju og að fella út fjárhagsleg forréttindi Þjóðkirkjunnar.

Í dag eru þessi fjárútgjöld sem um ræðir ákveðin af ríkinu með lögum. Því er hægt að slíta á þessi tengsl einhliða af ríkinu. Þetta frumvarp felur í sér að þetta samband og þessi fjárhagslegu forréttindi verði fest í samningi við hinn aðilann.

Þetta þýðir að erfiðara verður að slíta á tengsl ríkis og kirkju, og erfiðara verður að afnema þessi fjárhagslegu forréttindi Þjóðkirkjunnar.

2. Eykur útgjöld ríkisins í stað þess að lækka þau

Í núverandi lögum lækkar framlag ríkisins í sjóðina tvo í samræmi við fækkun meðlima Þjóðkirkjunnar sem eru 16 ára og eldri. Síðastliðin 10 ár hefur þeim fækkað um 1.000 á ári.

Ef sú þróun heldur áfram (og ekkert bendir til þess að svo verði ekki) þá mun það þýða aukin útgjöld upp á 400 milljónir yfir samningstímann.

Í staðin fyrir að samþykkja frumvarpið og hækka útgjöldin, væri nær að afnema einfaldlega þessar greiðslur og spara ríkissjóði 10 milljarða yfir samningstímann.

3. Hagsmunir skattgreiðenda ekki að leiðarljósi

Þegar ríkið gerir samninga upp á 10 milljarða ætti að liggja fyrir hvað ríkið fær fyrir aurinn. Það er engan veginn ljóst að ríkið fái neitt fyrir þessa 10 milljarða. Það er því engan veginn hægt að sjá hvernig þetta frumvarp fer saman við ábyrgða meðferð fjármuna ríkissjóðs. Frekar virðast hagsmunir Þjóðkirkjunnar ráða för.

Ritstjórn 06.05.2020
Flokkað undir: ( Kirkjujarðasamningurinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?