Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ţögnin um eđli sóknargjalda

Peningar Sóknargjöld eru eitt helsta hagsmunamál Ţjóđkirkjunnar. Ţau voru skert eftir hrun og samkvćmt útreikningum Ţjóđkirkjunnar fengi hún um milljarđi meira á ári ef engin skerđing hefđi orđiđ.

Meginstođin í baráttu Ţjóđkirkjunnar fyrir ţessum fjármunum er hugmyndin ađ sóknargjöld séu félagsgjöld sem ríkiđ innheimtir fyrir kirkjuna.

Ýmsir hafa bent á ađ ţessi málflutningur standist ekki, sóknargjöld séu alls ekki félagsgjöld. Slíkt er eflaust hćgt ađ afskrifa sem andkirkjulegan áróđur. Ađ vísu hafa fjármálaráđherra, ríkislögmađur og Umbođsmađur Alţingis líka haldiđ ţví fram ađ sóknargjöld séu ekki innheimt félagsgjöld. Ţann málflutning má afskrifa međ ţví ađ ţar sé ríkisvaldiđ ađ verja hagsmuni sína.

Ţađ vćri kannski erfiđara ađ afskrifa einstakling sem er vígđur prestur, kirkjuţingsfulltrúi, prófessor viđ guđfrćđideild HÍ og velunnari Ţjóđkirkjunnar. Hjalti Hugason er einmitt svona einstaklingur og fyrir rúmu ári birtist ritrýnda frćđigreinin „Félagsgjöld eđa ríkisframlag? Eđli og ţróun sóknargjalda“ eftir hann í Ritröđ guđfrćđistofnunar Háskóla Íslands.

Í greininni útskýrir Hjalti ítarlega og skýrlega ađ sóknargjöld eru ekki félagsgjöld; gjaldskyldan miđast ekki viđ ađild, ekki er um bein persónulegt gjald ađ rćđa og gjaldtakinn ákveđur ekki upphćđina svo eitthvađ sé upp taliđ.

Ţađ er varla hćgt ađ afskrifa Hjalta Hugason sem óvin Ţjóđkirkjunnar eđa talsmann ríkisvaldsins og í ljósi ţess ađ milljarđur á ári er í húfi mćtti halda ađ ţađ yrđu einhver viđbrögđ viđ ţessum skrifum.

Í stađinn ríkir vandrćđaleg ţögn. Ţegar sannleikurinn kostar ţúsund milljónir á ári finnst sumum kannski óţarfi ađ vekja athygli á ţví ađ andmćlendur Ţjóđkirkjunnar og talsmenn stjórnvalda höfđu einfaldlega rétt fyrir sér um eđli sóknargjalda.


Birtist upphaflega í Morgunblađinu 2018-10-10

Hjalti Rúnar Ómarsson 18.10.2018
Flokkađ undir: ( Sóknargjöld )

Viđbrögđ

Sýniđ viđbrögđ, en vinsamlegast sleppiđ öllum ćrumeiđingum. Einnig krefjumst viđ ţess ađ fólk noti gild tölvupóstföng, líka ţegar notast er viđ dulnefni. Ef ţađ sem ţiđ ćtliđ ađ segja tengist ekki ţessari grein beint ţá bendum viđ á spjallborđiđ. Ţeir sem ekki fylgja ţessum reglum eiga á hćttu ađ athugasemdir ţeirra verđi fćrđar á spjallborđiđ.

Hćgt er ađ nota HTML kóđa í ummćlum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hćgt ađ notast viđ Markdown rithátt í athugasemdum. Notiđ skođa takkann til ađ fara yfir athugasemdina áđur en ţiđ sendiđ hana inn.