Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ósiðlegar eignir Þjóðkirkjunnar

Mynd af einræðisherra

Einræðisherrar eiga það til að verða vellauðugir. Hvort sem auður þeirra hafi beinlínis verið aflað löglega eða ekki, þá er ljóst að hans var aflað ósiðlega. Eignir sem verða til með kúgunum og hótunum eru fengnar með ósiðlegum hætti, óháð því hvort það sé rétt að gera þær upptækar eða ekki.

Eignir ríkiskirkjunnar eru á sama hátt ósiðlegar.

Hótanir, einræði og kúgun kirkjunnar

Þær jarðir sem standa að baki kirkjujarðasamningum komust í eigu kirkjunnar þegar á landinu ríkti einræði og kúgun þáverandi kirkju landsins, sem beitti hótunum til að sannfæra fólk um að gefa sér jarðir.

Á þessum tímum var ekkert trúfrelsi á landinu og menn beinlínis skyldaðir til þess að vera kaþólskir eða lútherskir og neyddir til þess að borga ýmis gjöld til kirkjunnar. Auk þess var fólki á tíma kaþólskunnar hótað með langri og kvalafullri vist í hreinsunareldinum, sem það gat stytt með því að gefa kirkjunni jarðir.

Í svona umhverfi eignaðist kirkjan, sem seinna meir breyttist í Þjóðkirkjuna, þessar jarðir.

Örlög eigna einræðisherra

Þegar einræðisherrum er steypt af stóli, ber þá okkur siðferðisleg skylda til þess að vernda þann auð sem þeir sköpuðu sér í skjóli kúgunar? Sumum finnst það. En örfáir efast um það að þær eignir séu illa fengnar.

Á sama hátt er hægt að deila um hvort það sé siðferðislega rétt að gera eignir Þjóðkirkjunnar upptækar af ríkinu. En höfum það að minnsta kosti hugfast að þessar eignir eru illa fengnar.

Næst þegar talsmenn ríkiskirkjunnar hreykja sér af eignasafni kirkjunnar þá mættu þeir hafa þetta í huga. Að minnsta kosti ættu þeir að afsaka það hvernig kirkjan eignaðist jarðirnar.

Réttast væri auðvitað að þeir myndu skila þessum illa fengnu lóðum.


Mynd fengin hjá kremlin.ru og birt með cc-leyfi

Hjalti Rúnar Ómarsson 23.04.2018
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Árni Árnason - 24/09/18 23:55 #

Kirkjan var undanþegin gjöldum af jarðeignum á meðan einstaklingar þurftu að greiða gjöld af sínum jarðeignum. Því var rakið að menn "gæfu" kirkjunni jarðir sínar og gerðu samhliða samning við hana um að þeir mættu nýta jarðirnar sem þeirra eigin væru og afkomendur þeirra sömuleiðis um ókomna tíð.

Þetta myndi á mannamáli kallast skattsvik.

Hitt er svo annað mál að kirkjan hefur í raun aldrei getað eignast neitt sem meta mætti til fjár, með heiðarlegum viðskiftum, því kirkjan hefur aldrei átt með réttu nein veraldleg verðmæti. Veraldleg verðmæti sem greitt er fyrir með loforði um himnaríkisvist eru einfaldlega aldrei greidd og því ættu kaupin að ganga sjálfkrafa til baka.

Ef eini gjaldmiðillinn er loforð sem ekki er hægt að standa við, þá er heldur ekki hægt að kaupa neitt.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?