Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kjararáð og ríkiskirkjan

Mynd af starfsmönnum ríkisins

Nýlega hafa launahækkanir presta og biskupa ríkiskirkjunnar verið mikið í fréttum. Það er fleira áhugavert í úrskurðum kjararáðs en launahækkanir. Í úrskurði um laun biskups Þjóðkirkjunnar stendur:

Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2006 um kjararáð, sbr. 1. gr. laga nr. 168/2007 um breyting á þeim lögum, er verkefni ráðsins meðal annars að ákveða laun forstöðumanna ríkisstofnana. Samkvæmt lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar fer biskup Íslands með yfirstjórn þjóðkirkjunnar. Það heyrir því undir kjararáð að ákveða biskupi Íslands laun.

Röksemdafærslan er þessi:

  1. Kjararáð ákveður laun forstöðumanna ríkisstofnana.
  2. Biskupinn er forstöðumaður Þjóðkirkjunnar
  3. -> Kjararáð ákveður laun biskupsins.

Þó það sé ekki tekið fram, þá er augljóst að þarna er ein forsenda ósögð: Þjóðkirkjan er ríkisstofnun.

Það er hárrétt ályktað hjá kjararáði.

Ritstjórn 14.01.2018
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Hanna Lára - 14/01/18 13:42 #

Ef prestar vilja enn ekki viðurkenna að ríkiskirkjan sé á framfæri hins opinbera, er dagljóst að þeim er til skammar að þiggja laun frá því. Hvernig væri að hafa svolítið hátt um þetta?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?