Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðfræðiprófessor: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld

Skýringarmynd um sóknargjöld

Nýlega birtist grein um eðli sóknargjalda í Ritröð Guðfræðistofnunar eftir guðfræðiprófessorinn Hjalta Hugason. Í greininni kemst Hjalti að þeirri niðurstöðu að sóknargjöld séu ekki og hafi aldrei verið félagsgjöld.

Undanfarin ár hefur ríkiskirkjan ítrekað mótmælt niðurskurði á sóknargjöldum á þeim forsendum að þau séu félagsgjöld. Stundum hefur jafnvel verið fullyrt að ríkið væri að stela félagsgjöldum af trúfélögum.

Vantrú hefur áður bent á að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld og nú er búið að fá það staðfest í ritrýndri grein eftir sérfræðing við guðfræðideild Háskóla Íslands. Vonandi hættir ríkiskirkjan þessu félagsgjaldatali.

Hér er kafli úr niðurstöðum greinarinnar þar sem Hjalti fjallar um eðli sóknargjalda:

Ekki virðist hafa verið tekið að líta á sóknargjöldin sem félagsgjöld fyrr en dagar þess sem sjálfstæðs gjalds voru taldir, eða á öðrum áratugi 21. aldar þegar deilur voru hafnar milli þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins um upphæð gjaldanna. Lengst af skorti raunar allar forsendur fyrir því að um félagsgjöld gæti verið að ræða. Söfnuðir urðu ekki til sem félagslegar einingar með sérstök réttindi og skyldur fyrr en á síðustu áratugum 19. aldar og voru líklega ekki skilgreindir að lögum sem félög fyrr en með núgildandi þjóðkirkjulögum frá því um síðustu aldamót en þá voru sóknargjöldin þegar horfin inn í hinn almenna tekjuskatt. Þá ber þess að gæta að heimild einstakra sókna til að ákvarða upphæð gjaldsins var ætíð takmörkuð. Því virðist ljóst að sóknargjaldið getur aldrei hafa talist félagsgjald í neinum raunhæfum skilningi: lengst af var ekkert félag til sem gat tekið við slíkum gjöldum, „félögin“ hafa aldrei haft umtalsverð áhrif á upphæð gjaldanna og gjöldunum var aldrei ætlað að tryggja neins konar félagsaðild eða kosta félagsstarf fyrr en þá undir lok 20. aldar þegar kirkjustarf utan guðsþjónustunnar fór í vöxt. Þvert á móti áttu þau að tryggja sóknarmönnum aðgang að nothæfri kirkju og þjónustu prests og þeim var ætlað að mæta beinum kostnaði af helgihaldi. Af þessum sökum virðist svo sem nýtúlkun ýmissa forsvarsmanna þjóðkirkjunnar á eðli gjaldnanna fái ekki staðist a.m.k. ekki í sögulegu samhengi. (bls. 24)

Ritstjórn 25.11.2017
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?