Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guđfrćđiprófessor: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld

Skýringarmynd um sóknargjöld

Nýlega birtist grein um eđli sóknargjalda í Ritröđ Guđfrćđistofnunar eftir guđfrćđiprófessorinn Hjalta Hugason. Í greininni kemst Hjalti ađ ţeirri niđurstöđu ađ sóknargjöld séu ekki og hafi aldrei veriđ félagsgjöld.

Undanfarin ár hefur ríkiskirkjan ítrekađ mótmćlt niđurskurđi á sóknargjöldum á ţeim forsendum ađ ţau séu félagsgjöld. Stundum hefur jafnvel veriđ fullyrt ađ ríkiđ vćri ađ stela félagsgjöldum af trúfélögum.

Vantrú hefur áđur bent á ađ sóknargjöld séu ekki félagsgjöld og nú er búiđ ađ fá ţađ stađfest í ritrýndri grein eftir sérfrćđing viđ guđfrćđideild Háskóla Íslands. Vonandi hćttir ríkiskirkjan ţessu félagsgjaldatali.

Hér er kafli úr niđurstöđum greinarinnar ţar sem Hjalti fjallar um eđli sóknargjalda:

Ekki virđist hafa veriđ tekiđ ađ líta á sóknargjöldin sem félagsgjöld fyrr en dagar ţess sem sjálfstćđs gjalds voru taldir, eđa á öđrum áratugi 21. aldar ţegar deilur voru hafnar milli ţjóđkirkjunnar og ríkisvaldsins um upphćđ gjaldanna. Lengst af skorti raunar allar forsendur fyrir ţví ađ um félagsgjöld gćti veriđ ađ rćđa. Söfnuđir urđu ekki til sem félagslegar einingar međ sérstök réttindi og skyldur fyrr en á síđustu áratugum 19. aldar og voru líklega ekki skilgreindir ađ lögum sem félög fyrr en međ núgildandi ţjóđkirkjulögum frá ţví um síđustu aldamót en ţá voru sóknargjöldin ţegar horfin inn í hinn almenna tekjuskatt. Ţá ber ţess ađ gćta ađ heimild einstakra sókna til ađ ákvarđa upphćđ gjaldsins var ćtíđ takmörkuđ. Ţví virđist ljóst ađ sóknargjaldiđ getur aldrei hafa talist félagsgjald í neinum raunhćfum skilningi: lengst af var ekkert félag til sem gat tekiđ viđ slíkum gjöldum, „félögin“ hafa aldrei haft umtalsverđ áhrif á upphćđ gjaldanna og gjöldunum var aldrei ćtlađ ađ tryggja neins konar félagsađild eđa kosta félagsstarf fyrr en ţá undir lok 20. aldar ţegar kirkjustarf utan guđsţjónustunnar fór í vöxt. Ţvert á móti áttu ţau ađ tryggja sóknarmönnum ađgang ađ nothćfri kirkju og ţjónustu prests og ţeim var ćtlađ ađ mćta beinum kostnađi af helgihaldi. Af ţessum sökum virđist svo sem nýtúlkun ýmissa forsvarsmanna ţjóđkirkjunnar á eđli gjaldnanna fái ekki stađist a.m.k. ekki í sögulegu samhengi. (bls. 24)

Ritstjórn 25.11.2017
Flokkađ undir: ( Sóknargjöld )

Viđbrögđ

Sýniđ viđbrögđ, en vinsamlegast sleppiđ öllum ćrumeiđingum. Einnig krefjumst viđ ţess ađ fólk noti gild tölvupóstföng, líka ţegar notast er viđ dulnefni. Ef ţađ sem ţiđ ćtliđ ađ segja tengist ekki ţessari grein beint ţá bendum viđ á spjallborđiđ. Ţeir sem ekki fylgja ţessum reglum eiga á hćttu ađ athugasemdir ţeirra verđi fćrđar á spjallborđiđ.

Hćgt er ađ nota HTML kóđa í ummćlum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hćgt ađ notast viđ Markdown rithátt í athugasemdum. Notiđ skođa takkann til ađ fara yfir athugasemdina áđur en ţiđ sendiđ hana inn.


Muna ţig?