Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fækkunin er leiðrétting

Línurit sem sýnir hlutfallslega fækkun í ríkiskirkjunni

Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni er hlutfall meðlima ríkiskirkjunnar nú komið undir 70%. Biskupar ríkiskirkjanna á Norðurlöndunum funduðu um daginn vegna þeirrar fækkunar sem er á öllum Norðurlöndunum.

Ástæðan fyrir fækkuninni á Íslandi er einföld: hún er leiðrétting

Söguleg skekkjan

Trúfélagsskráning Íslendinga er vitlaus og hefur verið það frá því skráning var tekin upp.

Fyrir ekki svo löngu voru allir skráðir í Þjóðkirkjuna. Það hafði nefnilega verið bannað með lögum að vera utan hennar.

Næstu öld voru allir skráðir sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu og eru enn í flestum tilvikum.

Lengi vel voru allir skráðir í ríkiskirkjuna sem fluttu á milli sókna. Enn í dag eru eflaust fjölmargir landsmenn skráðir í ríkiskirkjuna vegna þess að þeir eða mæður þeirra fluttu milli staða á Íslandi á síðustu öld.

Það sem er að gerast núna er að fylgi ríkiskirkjunnar er að detta nær raunfylgi án þessara óeðlilegu og ósiðlegu skekkjuvalda.

Viðbrögðin

Eðlilegt væri að núllstilla trúfélagsskráningu allra landsmanna og láta fólk skrá sig í það félag sem það vill tilheyra. Þetta væri lítið mál. Hægt að gera á netinu. Þeir sem ekkert skrá eru skráðir utan trúfélaga.

Réttast er að hætta að halda opinbera skrá um trúfélagsaðild landsmanna. Það er hlutverk félagasamtaka að halda skrá um félagsmenn sína, hinu opinbera kemur ekki við í hvaða félag fólk er skráð. Um leið er auðvitað nauðsynlegt að hætta sóknargjaldafyrirkomulaginu, sem felst í því að skattgreiðendur sjá um að borga félagsgjöldin fyrir meðlimi trúfélaganna.

Fréttin er ekki sú að fækkað hafi í kirkjunni, raunverulega fréttin er af hverju 70% landsmanna eru þrátt fyrir allt skráðir í kirkjuna.

Ritstjórn 03.04.2017
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/04/17 09:17 #

Þá blasir spurningin við; hvað ætti hlutfallið að vera?

Ég held að rétt tæplega helmingur landsmanna myndi skrá sig í ríkiskirkjuna ef skráning væri núllstillt og allir neyddir til að uppfæra skráninguna. Ef skráning væri bara núllstillt og fólk þyrfi sjálft að hafa frumkvæði að því að skrá sig í trúfélag væri hlutfallið sennilega nær 25%.


Jóhann - 07/04/17 23:20 #

Segjum sem svo að ykkur takist að "núllstilla" tilveruna þannig að enginn tryði nokkru öðru en því sem er "vísindalega sannanlegt".

Haldið þið virkilega að menn séu bættari fyrir vikið?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/04/17 00:01 #

Segjum sem svo að þér takist að skrifa athugasemd sem tengist beinlínis efni greinar hér á Vantrú.

Heldur þú að menn yrðu bættari fyrir vikið? Ég held það.

Ekkert í athugasemd þinni tengist greininni.


Jóhann - 08/04/17 18:34 #

Ja hérna hér.

Þar sem ég þykist vita að þú hafir reynt fyrir þér í heimspeki, þá kom ég hér fram með tvær forsendur.

Önnur varðar "núllstillingu" trúarfélagaskráningar og hin að þér væri kært ef enginn aðhylltist nokkurs konar trúarbrögð.

Af þessum forsendum (sem þú kannt að vera ósammála) setti ég fram spurningu.

Ég sé varla hvernig athugasemd þóknast þér ef þessi dugar ekki.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/04/17 20:46 #

Það er ekki það að ég sé ósammála forsendunum, heldur það að athugasemd þín hefur ekkert með efni greinarinnar eða athugasemd mína að gera.

Önnur varðar "núllstillingu" trúarfélagaskráningar

Núllstilling trúfélagaskráningar eins og rætt er um í greininni og athugasemd minni snýst ekkert um það hvort fólk „tryði nokkru öðru en því sem er "vísindalega sannanlegt"“ eða hvort fólk yrði bættara ef það trúði ekki á hindurvitni.

Umræðan sem hefur margoft komið fram hér á Vantrú snýst um að trúfélagsskráning á Íslandi er ekki í nokkru samræmi við trúarviðhorf landsmanna eins og þau koma fram í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið. Eina ástæðan fyrir því að tæplega 70% landsmanna eru enn skráðir í ríkiskirkjuna er að fólk var og er enn skráð í hana við fæðingu.

Ef þig langar að ræða það efni er við hæfi að gera það hér, en athugasemd þín snýst um allt annað.

Athugasemdir sem „þóknast mér“ tengjast greininni eða umræðunni við hana - ekki því sem þig langar að ræða þá stundina.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/04/17 23:08 #

Ég færði þrjár síðustu athugasemdir Jóhanns á spjallborðið.


Jóhann - 09/04/17 22:26 #

Ég biðst afsökunar.

Nú þegar ljóst er að ekki einasta ætlar Vantrú að bella glaum með bingói, þá ætla meðlimirnir að kneyfa bjór í forbífarten með ungum Pírötum.

Respect!

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?