Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Afhöfðun fyrst, svo aðskilnað

Mynd af afhöfðun

Þegar rætt er um aðskilnað ríkis og kirkju er stundum bent á það verði mjög flókið og erfitt. Flóknast og erfiðast verði að greiða úr þeirri flækju sem myndast hefur með samningi ríkis og kirkju um kirkjujarðirnar. Hér er uppástunga sem ætti að leysa úr þeirri flækju: Afhöfðum fyrst Þjóðkirkjuna og aðskiljum svo ríki og kirkju.

1. Afhöfðun

Með afhöfðun Þjóðkirkjunnar á ég við að ríkið leggi niður alla núverandi yfirstjórn Þjóðkirkjunnar: Til dæmis kirkjuráð, Kirkjuþing og Biskupsstofu. Þetta eru stofnanir sem Alþingi hefur búið til með lögum og getur því lagt niður með lögum.

Í staðinn yrði öll stjórn kirkjunnar færð aftur í innanríkisráðuneytið.

Það ætti að reynast auðvelt mál að leysa úr kirkjujarðasamningnum þegar æðsti yfirmaður ríkiskirkjunnar, væntanlega innanríkisráðherrann, þyrfti að semja við innanríkisráðherrann um breytingar.

2. Aðskilnaður

Þegar ráðherrann hefur leyst úr öllum flækjunum væri svo einfalt mál að aðskilja ríki og kirkju. Þá væri hægt að búa til nýja yfirstjórn sem væri óháð ríkinu eða einfaldlega búa til mörg sjálfstæð félög úr öllum sóknum landsins (sem gætu auðvitað sameinast í eitt stórt félag ef þau vilja).

Afturför?

Sumir myndu eflaust segja að það væru afturför að flytja yfirstjórn ríkiskirkjunnar aftur inn í ráðuneyti. Það er það vissulega, en stundum þarf að taka eitt skref aftur áður en maður tekur stórstökk fram á við.

Hjalti Rúnar Ómarsson 10.10.2016
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?