Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hærra minn Guð til þín

Hallgrímskirkja

Fréttir berast af því að hagur Hallgrímskirkju vænkist vegna aukinnar ferðamennsku, túristar vilja skoða kirkjuna enda er hún eitt helsta kennileiti borgarinnar. Þó hún sé sennilega ekki jafn frumleg og halda mætti er útsýnið úr kirkjuturninum magnað.

Það stefnir í að tekjur af lyftuferðum verði meira en 200 milljónir í ár. Peningarnir fara í að greiða fyrir reksturinn þar sem starfsfólk þarf að sinna gestum, viðhald kirkjunnar og greiðslu skulda. Ekkert er rætt um að hið opinbera, ríki og borg, hafa sett gríðarlegt fé í viðhald kirkjunnar. Skattgreiðendur borga, kirkjan hirðir tekjurnar.

Eitt af því sem á að lagfæra fyrir peninginn sem frúin frá Hamborg gaf kirkjunni eru kirkjuklukkurnar sem hafa verið bilaðar undanfarið, nágrönnum kirkjunnar, sem hafa fengið að sofa frameftir á sunnudögum, til mikillar ánægju. Við leggjum til að allar hugmyndir um slíkar viðgerðir verði lagðar á hilluna, kirkjuklukkur eru barn síns tíma og óttaleg hávaðamengun stafar af þeim.

Er ekki tímabært að Hallgrímskirkja verði einkavædd eða tekin yfir af ríki og borg? Engin alvöru sókn á landinu hefur eins lágt hlutfall sóknarbarna, minna en helmingur íbúa eru meðlimir í kirkjunni. Sóknarbörnin geta fundið skjól í nágrannasóknum. Húsið má að sjálfsögðu nýta undir ýmislegt skemmtilegt, þarna væri hægt að reka spennandi veitinga- og skemmtistað og salinn mætti áfram nýta undir athafnir fyrir alla, óháð lífsskoðun.

Ritstjórn 08.09.2016
Flokkað undir: ( Leiðari )

Viðbrögð


Jóhann - 08/09/16 23:20 #

"Er ekki tímabært að Hallgrímskirkja verði einkavædd eða tekin yfir af ríki og borg?"

Eh?!

"Engin alvöru sókn á landinu hefur eins lágt hlutfall sóknarbarna, minna en helmingur íbúa eru meðlimir í kirkjunni."

Engin alvöru sókn?

"Sóknarbörnin geta fundið skjól í nágrannasóknum."

Fundið skjól?

Húsið má að sjálfsögðu nýta undir ýmislegt skemmtilegt, þarna væri hægt að reka spennandi veitinga- og skemmtistað"

spennandi?

"og salinn mætti áfram nýta undir athafnir fyrir alla, óháð lífsskoðun."

óháð lífskoðunum?

Það er aldeilis.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/09/16 09:39 #

Hver er tilgangur athugasemdar þinnar Jóhann? Er eitthvað sérstakt sem þig langar að ræða?

Eh?!

Þetta er t.d. athugasemd sem ég á afar erfitt með að ræða málefnalega. Hvað þýðir þetta "Eh?"?

Engin alvöru sókn?

Einu sóknirnar með lægra hlutfall þjóðkirkjumeðlima eru afskaplega litlar. Ein sóknin sem við skoðuðum er með tvo íbúa, annar er í Þjóðkirkjunni.

Fundið skjól?

Já.

óháð lífskoðunum?

Það er aldeilis.

Hvað þá? Kannast þú ekki við umræður um að ríkiskirkjuprestar meini fólki að nota húsnæði sitt?

Sýndu endilega að þú sért fær um að taka þátt í vitrænum samræðum.


Jóhann - 09/09/16 22:42 #

Byrjum á: "Eh?"

Ég átti við svona cirkabát: "wtf?", en kaus að segja það með kurteisari hætti.

Það var til að svara þessu: "Er ekki tímabært að Hallgrímskirkja verði einkavædd eða tekin yfir af ríki og borg?"

Borgin getur ekki tekið yfir Hallgrímskirkju. Fyrir því er engin lagastoð.

Ríkið getur ekki tekið yfir Hallgrímskirju. Fyrir því er engin lagastoð.

Einkavæðing er því ekki möguleg, því enn og aftur, fyrir því er engin lagastoð.

Maður gæti haldið að þið séuð bara að trollast.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/09/16 23:19 #

Lagastoð segir þú. Lagastoð. Kraftur í þessu orði hjá þér.

Best að ræða ekki neitt sem krefst þess að lögum sé breytt því það gerist aldrei. Eða hvað - bíddu við. Jú, lögum er víst reglulega breytt. Það er satt að segja alltaf að gerast.

Svo er hægt að semja um mál, eins og t.d. að segja við kirkjuna: „Farið fjandans til, ef þið ætlið að eiga þessa kirkju skulið þið sjá sjálf um allt viðhald og greiða að auki skatta af henni“. Því lögum má breyta sjáðu til.

Þá er ég hræddur um að kirkjan myndi þiggja með þökkum að borg eða ríki tæki við henni.

Eh?


Jóhann - 10/09/16 22:09 #

Maður skyldi seint vanmeta mikilvægi þess að Alþingi setji sem skjótast lög sem heimila einkavæðingu Hallgrímskirkju.

good luck with that...


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/09/16 11:26 #

Finnst þér ekki í lagi að varpa fram hugmynd eins og þessari?


Baldvin - 11/09/16 20:50 #

Talandi um lagastoð, er einhver lagastoð fyrir þessum lyftugjöldum kirkjunnar?


Jóhann - 13/09/16 22:53 #

"Finnst þér ekki í lagi að varpa fram hugmynd eins og þessari?"

Vitanlega er í lagi að varpa fram alls konar hugmyndum.

En að einkavæða Hallgrímskirkju er ekki áhugaverð hugmynd, nema kannski í vísindaskáldsögu.

Grjótharður efnishyggjumaður og pragmatisti eins og þú ætti nú að skilja það.

Það er margt þarfara í deiglunni.

P.S. Um lyftugjöld þín, Balvin, hirði ég ekki.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/09/16 22:56 #

En að einkavæða Hallgrímskirkju er ekki áhugaverð hugmynd

Víst!

Það er margt þarfara í deiglunni.

Það er alltaf eitthvað þarfara í deiglunni. Skiptir ekki máli.


Jóhann - 13/09/16 23:12 #

Hvaða fyrirtæki heldur þú að hafi áhuga á að kaupa Hallgrímskirkju?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/09/16 08:38 #

Hefur þú heyrt um ferðamannabransann? Ég held að fjölmargir aðilar sem tengjast honum gætu komið að áhugaverðum (og ábatasömum) rekstri í þessu húsnæði.

Hið opinbera, ríki og/eða borg, eru sennilega best til þess fallin að eiga húsnæðið sjálft. Þessir aðilar eru hvort sem eru að greiða, beint eða óbeint, háar upphæðir fyrir bygginguna.


Baldvin - 14/09/16 22:35 #

P.S. Um lyftugjöld þín, Balvin, hirði ég ekki."

Það skiptir sem sagt engu máli í þínum huga hvort kirkjan hafi lagaheimild fyrir hundruða milljóna gjaldtöku, en aftur á móti útilokar skortur á lagastoð algjörlega að hróflað sé við rekstrarformi Hallgrímskirkju?


Jóhann - 14/09/16 22:55 #

"Það skiptir sem sagt engu máli í þínum huga hvort kirkjan hafi lagaheimild fyrir hundruða milljóna gjaldtöku, en aftur á móti útilokar skortur á lagastoð algjörlega að hróflað sé við rekstrarformi Hallgrímskirkju?"

Þetta er rétt hjá þér, Baldvin.

Vitanlega er eðlilegra að einkavæða lyftugjöldin fyrst af öllu.


Jóhann - 14/09/16 23:03 #

...og ég stenst ekki mátið:

"Hefur þú heyrt um ferðamannabransann? Ég held að fjölmargir aðilar sem tengjast honum gætu komið að áhugaverðum (og ábatasömum) rekstri í þessu húsnæði."

Nefndu einn!

Nei annars, ég held þú verðir að nefna a.m.k. tvo.

Annars gætir þú verið sakaður um einkavinavæðingu.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?