Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Zúistar og siðlaus lög

Merki zúista

Hneykslun ríkiskirkjupresta voru ein áhugaverðustu viðbrögðin við zúistunum. Til dæmis sagði presturinn Guðrún Karls Helgudóttir að þetta trúfélag væri "fullkomlega siðlaust". Samt er zúismi aðeins eðlileg viðbrögð við siðlausu kerfi sem kirkjan hennar bjó til og viðheldur.

Siðlaust kerfi

Samkvæmt Guðrúnu, og fleirum innan kirkjunnar, er fólk utan trúfélaga skattlagt sérstaklega. Að skattlegga fólk sérstaklega fyrir að vera utan trúfélaga er klárlega mannréttindabrot.

Zúismi reynir að laga þetta mannréttindabrot með því að veita utantrúfélagsfólki leið til að fá þennan skatt endurgreiddan.

Þetta finnst ríkiskirkjuprestinum algert siðleysi af því að þetta er samkvæmt henni "gervi trúfélag".

Fólk utan trúfélaga á að láta þessi mannréttindabrot yfir sig ganga þangað til það bara "[gengur] í það breyta löggjöfinni".

Siðlaus löggjöf

En vitið þið hver samdi þessi siðlausu lög sem þarf að breyta? Ríkiskirkjan.

Þegar lögin voru samin fannst kirkjunni hennar Guðrúnar mannréttindi utantrúfélagsfólk ekki jafn mikilvæg og það að tryggja að fólk myndi ekki spara pening á því að skrá sig úr ríkiskirkjunni.

Svo hefur verið reynt að "ganga í það að breyta löggjöfinni". Eitt félag á landinu setti sig á móti því: Ríkiskirkjan.

Þannig að þegar ríkiskirkjupresturinn Guðrún segir að tilraunir fólks til að mótmæla siðlausu kerfi sem kirkjan hennar bjó til og viðheldur séu “siðlausar", þá mætti hún fyrst líta í eigin barm.

Hjalti Rúnar Ómarsson 09.12.2015
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð


Óli Jón - 04/01/16 14:37 #

Fyrri biskup vissi vel að aldrei mætti tengja fjárhagslegan ávinning við úrsögn úr Ríkiskirkjunni og sést það glögglega í bréfi hans til Alþingis sem dagsett er 28. júní 2002 í hverju hann segir:

Verði umrætt frumvarp að lögum munu menn hugsanlega sjá sér fjárhagslegan hag í því að skrá sig utan trúfélaga því samkvæmt frumvarpinu eiga menn að fá endurgreidda árlega fjárhæð sem nemur sóknargjaldinu. Eðlilegt væri að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slíkt hefði í reynd ef samþykkt yrði. Þ.á.m. yrði að kanna hvernig sóknir myndu mæta skertum tekjum með því að draga úr þjónustu, fækka starfsfólki og auka tekjuöflun.

Þarna sést vel að biskup hræddist mikið að fólk hefði fjárhagslegan ávinning af því að segja sig úr trúfélagi því hann sá fyrir stórar hjarðir brottfarinna og með þeim ótalda milljónatugi eða hundruði árlega. Hann hafði ekki mikla trú á trúfesti Ríkiskirkjusauða og taldi trygglyndi þeirra ekki þyngra á vogarskálunum en sem nam upphæð sóknargjaldsins.

Biskup hafði reyndar rétt fyrir sér því sagan sýnir að Íslendingar vilja ekki borga sóknargjöld og áttu fulltrúar Ríkiskirkjunnar alltaf í erfiðleikum með að kría það út úr alþýðu landsins. Þess vegna var innheimtunni komið í hendur ríkisins þar sem það varð lögtakshæft, eitt félagsgjalda á Íslandi.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?