Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ţrjár stođir fjárhagslegra tengsla ríkis og kirkju

Mynd af peningum

Í ađsendri grein til Kjarnans segja ríkiskirkjuprestarnir Kristín Ţórunn Tómasdóttir og Árni Svanur Daníelsson ađ fjárhagslegt samband ríkis og kirkju "[hvíli] á tveimur stođum, annars vegar sóknargjöldum sem öll skráđ trú- og lífsskođanafélög fá, ekki ađeins ţjóđkirkjan; hins vegar samningi um afgjald vegna eigna sem kirkjan afhenti ríkinu." Stođirnar eru reyndar ađ minnsta kosti ţrjár.

Framlög til kirkjunnar á fjárlögum

Ef viđ kíkjum á fjárlögin í ár, ţá eru ţetta peningarnir sem ríkiskirkjan fćr frá ríkinu (upphćđir í milljónum):

  1. Ţjóđkirkjan - 1.507,6
  2. Kristnisjóđur - 72
  3. Sóknargjöld - 1.910,7
  4. Jöfnunarsjóđur sókna - 353,5
  5. Kirkjumálasjóđur - 273,2

Fyrstu tveir liđirnir eru vegna kirkjujarđasamningsins alrćmda. Ţriđji liđurinn er sóknagjöld, sem öll skráđ trúfélög og lífsskođunarfélög fá. En hvađ međ liđi fjögur og fimm, jöfnunarsjóđ sókna og kirkjumálasjóđ? Ţar eru skitnar 600 milljónir sem prestarnir minnast ekkert á.

Ţriđja stođin

Ţessir tveir liđir eru hrein forréttindi ríkiskirkjunnar. Ţeir passa í hvoruga stođina sem prestarnir minnast á ţví ađ önnur trúfélög fá ekki nein framlög úr ţessum sjóđum og engir samningar eru ţeim til grundvallar.

Eitt frćgasta dómsmál íslandssögunnar á trúmálasviđinu, Ásatrúarfélagiđ gegn íslenska ríkinu, snérist einmitt um ţessi framlög. Hćstiréttur komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţessi forréttindi vćru lögleg međal annars vegna ríkiskirkjuákvćđisins í stjórnarskránni.

Ţađ er ţví ljóst ađ fjárhagslegu stođirnar eru ađ minnsta kosti ţrjár; sóknargjöld, kirkjujarđasamningurinn og svo forréttindaframlög ríkiskirkjunnar. Ţađ er međ ólíkindum ađ prestarnir skuli ekki minnast á ţessa ţriđju stođ.


Upphafleg mynd fengin hjá A.Currell og birt međ cc-leyfi.

Hjalti Rúnar Ómarsson 02.11.2015
Flokkađ undir: ( Ríkiskirkjan )