Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hjónavígslumismunun

Mynd af hjónavígslu

Skiptar skoðanir eru um hvort prestar ríkiskirkjunnar megi, sem starfsmenn ríkisins, neita samkynja pörum um hjónavígslu. Þegar lög um ein hjúskaparlög voru samþykkt var gert ráð fyrir því að prestar gætu það en nú heldur innanríkisráðherra því fram að slíkt standist ekki lög þar sem ríkisstarfsmenn mega ekki mismuna fólki vegna kynhneigðar. En mega ríkisstarfsmenn mismuna fólki vegna trúar?

Mismunun vegna trúar

Í reglum sem ríkiskirkjan hefur sett sér segir nefnilega: "Prestar þjóðkirkjunnar eru vígslumenn að lögum einungis þegar annað hjónaefna eða bæði tilheyra þjóðkirkjunni.”

Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar er þessi regla túlkuð á þá leið að prestar geti ekki gift pör ef hvorugt er skráð í ríkiskirkjuna[1]. Í nýlegu viðtali á Útvarpi Sögu sagði einn biskupa Þjóðkirkjunnar að prestarnir mættu neita utankirkjufólki um vígslu:

Í jafnræðisreglu stjórnsýslulaga er tekið fram að óheimilt sé að mismuna aðilum vegna trúarbragða. Þessar reglur kirkjunnar um að það megi neita utankirkjufólki um hjónavígslu hljóta því að vera jafn ógildar og hugmyndir klerkastéttarinnar um “samviskufrelsi".

Lausn á vandamálinu

Það gengur auðvitað ekki að embættismenn ríkisstofnunar mismuni þegnum landsins. Augljós lausn er að aðskilja ríki og kirkju, einskorða vígsluvald við sýslumenn og gera presta að starfsmönnum Þjóðkirkjunnar en ekki ríkisins.


[1] Sé hvorugur aðili skráður í kirkjuna getur hjónavígsla ekki verið kirkjuleg. Verður þá að leita til borgaralegra vígslumanna, sem eru sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra.#

Upphafleg mynd frá Jason Hutchens og birt með cc-leyfi

Hjalti Rúnar Ómarsson 02.10.2015
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Unnar G - 02/10/15 22:32 #

Er ekki kominn tími til að ræða hvort að ríkið eigi að vera að gefa ákveðinni tegund(?) sambands eitthvað hærra undir höfði?

Getur Hjónaband ekki verið alfarið persónulegt og ótengt ríkinu. Er eitthvað í því sem hjónaband felur í sér, út frá lögum séð, sem ég er að missa af. Þ.e. sem væri ekki hægt að leysa með persónulegum samningum einstaklinga á milli hjá Sýslumanni?

Ég á erfitt með að sjá afhverju fólk má ekki haga sínum persónulegu samböndum eins og það vill og án þess að það sé "þvingað" í ákveðna formgerð með auknum réttindi eða viðurkenningu frá ríkisvaldinu.

Þó aðskilnaður ríkis og kirkju sé augljós lausn eins og þú nefnir þá tel ég á sama tíma vera kominn tími á þessa umræðu. Vona að ég sé ekki að fara of mikið off topic með að velta þessu upp.

mbkv


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 03/10/15 14:09 #

Hvort að hjónaband ætti að vera tengt ríkinu sérstaklega er allt önnur umræða :)


Guðjón Eyjólfsson - 03/10/15 16:17 #

Er lausin á þessu máli ekki að þau samkynheigðu pör sem vilja gifta sig í kirkju fái þjá þjónustu hjá presti sem er ánæður með að framkvæma þá athöfn. Megin atriði hér er að kirkjuni er skyldt að veita þessa þjónustu sem langflestir prestar eru tilbúnir að veita, en ekki alveg allir. Ef ég væri að fara að gifta mig í kirkju, eins og ég hef einu sinni gert, þá finnist mér mikilvægt að það væri hjá presti sem hefði ekkert á móti því að framkvæma þá athöfn. Mér findist það beinlínis fáránlegt að fara til prest sem vildi alls ekki framkvæma athöfina og krefst þess að hann hann veitti þessa þjónustu. Ef ég gerði það væri málið farið að snúast um eitthvað allt annað en hátíðlega athöfn í kirkju.


BNW - 04/10/15 20:09 #

Unnar G segir:

"Getur Hjónaband ekki verið alfarið persónulegt og ótengt ríkinu."

Hjónaband er lagalegur gerningur sem tekur til ýmissa þátta svo sem:

arf skatta skyldur ef börn eru til staðar lífeyrismál o.s.frv.

Í skjóli þess að það er ríkið sem hefur töglir og haldir þegar kemur að þessum þáttum þá er það sama stofnun sem ákveður hverjir fá að falla undir þenna hatt.

Það ekkert að því að hafa skoðanir á þessum hlutum en svona er einfaldlaga staðan. Það er löggjafinn sem ákveður þetta. Ísland eltir dálítið hvað aðrar þjóðir eru að gera/hugsa, ekkert sjálfssprottið hér.

Held að það breyti litlu þótt kirkjan yrði undanskilin ríkinu og kirkjan yrði "frjáls". Prestar innan henna gætu janft sem áður neitað að gifta til hjónabands. Það er ekki hægt að reka einstakling fyrir slíkt nema ef það væri skilgreint í viðkomandi ráðningarsamningi að viðkomandi prestur yrði að gifta verðandi hjón óháð hvernig parið er samansett.


Sveinn - 09/10/15 22:17 #

Kirkjan á ekki að framkvæma hjónavígslur. Það á alfarið að leggja kirkjubrúðkaup niður. Besta lausnin fyrir alla.


Benni - 18/11/15 03:41 #

Af hverju ættu hommar og lesbíur að hafa áhuga á að skrá sig í söfnuð sem veit að hommar og lesbíur eru ekki velkomin í þeirra söfnuð? Trúleysingjar eru mestu tækifærissinnar sem hægt er að hugsa sér. Þeir vilja láta líta svo út sem trúuðu fólki sé svo illa við homma og að það ofsæki þá. Sannleikurinn er sá , að við sem trûum á Guð, vitum að hommar eru fórnarlömb trúleysingja eða satanista sem hafa komið fram sînum vilja gagnvart þeim.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.