Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1931: Júðinn kúgar Aría

Mynd af forsíðu af hatursriti eftir Lúther

Að 69 árum liðnum, mun og verða haldin hátið hér á íslandi. Þá eru 1000 ár liðin síðan Hvíti-Kristur leysti af hólmi Óðinn og Æsi aðra.” Þetta skrifaði 19 ára MR-ingur í grein í Skólablaðinu árið 1931. Þessi heiðni MR-ingur taldi að kristnitakan hefði verið mjög slæm, því að þá hefðu gyðingleg áhrif lamað anda hinnar íslensku þjóðar.

Fjárplógsmenn hins hvíta heims

Þetta hafði MR-ingurinn að segja um gyðinga:

Einhver voldugasta þjóð heimsins er Gyðingar. Hinar arísku þjóðir hafa gert þá að kennifeðrum sínum svo mjög, að löggjöf sú, sem þeir Semítarnir sömdu fyrir nærfelt 3000 árum, má heita undirstaða allrar löggjafar hinna voldugustu og best mentu þjóða af hinum aríska kynstofni. Og Gyðingur er það, sem oftast er nefndur og þeirra manna heilagastur sem fæðst hafa, að dómi flestra Aría. - Fé heimsins er og mjög í höndum Gyðinga. Mestu fjárplógsmenn hins hvíta heims eru af Gyðingaættum og hafa sumar þjóðir fengið að kenna á því nú í seinni tíð, t.d. Þjóðverjar. Það liggur við að Aríarnir kafni undir nafni, (Aríar = herrar).

Einnig hér á Íslandi er Júðinn vaxinn Íslendingum yfir höfuð. Og Íslendingar virðast aldrei fá nógsamlega þakkað þeim mönnum, sem því ollu upphaflega.

Það ætti að koma fáum á óvart að árið 1931 hafi svona stækt gyðingahatur verið til á Íslandi. En það kemur mörgum eflaust á óvart að þessi menntskælingur var enginn annar en Sigurbjörn Einarsson sem seinna varð æðsti maður íslensku ríkiskirkjunnar, en hún kennir sig einmitt við einn frægasta gyðingahatara sögunnar, Martein Lúther.

Það er afskaplega grátbroslegt að hugsa til þess að þegar fólk mótmælti fjáraustri ríkisins í kristnitökuhátíðina sagði sami maður að þau mótmæli minntu hann á “það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma.”

Ritstjórn 28.02.2014
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 03/03/14 04:02 #

Þetta er afar forvitnilegt, væri fróðlegt að vita hvort að fleiri skrif eftir Sigurbjörn í þessum anda séu aðgengileg einhvers staðar?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?