Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1991: Fjandinn laus innan kirkjunnar

Mynd af fréttinni

Árið 1991 varð “fjandinn laus innan kirkjunnar”, þó ekki bókstaflega. Margir voru mjög óánægðir með einn prest ríkiskirkjunnar sem var “bókstafstrúaður” og gerði þau afdrifaríku mistök að boða tilvist djöfulsins og að guðleysingjar myndu enda í helvíti.

Farpresturinn

“Djöflapresturinn” var Guðmundur Örn Ragnarsson og nú er hann helst þekktur fyrir að sjást einstaka sinnum á sjónvarpsstöðinni Omega, en á þessum tíma starfaði hann sem farprestur hjá ríkiskirkjunni. Hann starfaði í afleysingum á Seltjarnarnesi haustið 1990 þegar trúarskoðanir hans fóru að valda fjaðrafoki.

Játningatrúi presturinn

Einn helsti gagnrýnismaður Guðmundar var annar ríkiskirkjuprestur, Gunnar Kristjánsson. Gunnar hafði áhyggjur af vexti “hinnar karismatísku hreyfingar” innan Þjóðkirkjunnar. Honum fannst að Þjóðkirkjan ætti ekki að vera “ruslakista fyrir fólk með fixídeur” og að það ætti að stöðva presta sem færu út fyrir játningar ríkiskirkjunnar:

Frelsi prestsins eru takmörk sett, einn prestur hefur ekki leyfi til að skaða kirkjuna í heild, hann hefur ekki leyfi til að boða annað en það sem kirkjan í heild boðar.

Til þess eru játningarritin. Markalínurnar eru því ekki “einhvers staðar”. Í vígsluformúlunni segir biskup við þann prest sem hann er að vígja m.a. þetta: “Ný brýni ég alvarlega fyrir þér að prédika Guðs orð hreint og ómengað eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og samkvæmt vitnisburði vorrar evangelísk-lúthersku kirkju í játningum hennar; að veita hin heilögu sakramenti eins og Kristur hefur fyrir mælt…” Vilji prestur boða annað hefur hann til þess fullt frelsi á öðrum vettvangi, t.d. með því að ganga í annað trúfélag sjálfur. Við höfum biskup meðal annars til þess að vernda söfnuðina fyrir þeim sem fara út af sporinu ef svo má að orði komast. [1]

Það er ekki hægt að segja annað en að kvörtun Gunnars sé afskaplega hræsnisfull þegar haft er í huga að hann er einn af frjálslyndu prestunum sem fylgja alls ekki játningum Þjóðkirkjunnar - en djöfullinn og helvíti eru hins vegar auðvitað í játningum ríkiskirkjunnar.

Raunverulegt brot Guðmundar

Hin raunverulega marklína sem Guðmundur fór yfir var því líklega sú að tal um djöfulinn og helvíti er mjög óvinsælt eins og nafnlaus ríkiskirkjuprestur segir í frétt um þetta mál:

Auðvitað skýtur það skökku við, þegar við eigum að láta eins og djöfullinn sé bara eins og hvert annað tákn í biblíunni. Að helvíti sé fyrst og fremst hugarástand. Jesús talaði mjög tæpitungulaust um þessi fyrirbæri sem staðreyndir. En nú eru þetta orðnar of óþægilegar staðreyndir fyrir fólk.

Árið 1991 var embætti farprests lagt niður og Guðmundur Örn fékk ekki vinnu hjá ríkiskirkjunni eftir það. Hann stofnaði hins vegar sitt eigið trúfélag “Messías” og er nú forstöðumaður “Samfélags trúaðra” sem var með 33 skráða meðlimi árið 2013


[1] Gunnar Kristjánsson, Karismatíska hreyfingin og íslenska þjóðkirkjan, Kirkjuritið, 1991 58(1), bls 40-41
Frétt úr Pressunni um atvinnumissi Guðmundar Arnar
Viðtal við Guðmund Örn í DV um þetta mál
Frétt um umræður um þetta á Kirkjuþingi

Ritstjórn 13.02.2014
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?