Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1988: 37% Íslendinga kristnir

Mynd af fréttinni

Oft heyrist í kirkjunnar fólki að 90-95% Íslendinga séu kristnir. Árið 1988 var framkvæmd könnun á trúarlífi Íslendinga og niðurstöðurnar voru ekki beint í samræmi við þær fullyrðingar.

Ekki 93%

Könnunin var ekki framkvæmd af einhverjum trúleysingjum, heldur tveimur guðfræðiprófessorum. Annar þeirra, Björn Björnsson, þáverandi forseti guðfræðideildar HÍ sagði þetta um niðurstöður könnunarinnar:

Það þýðir ekki að horfa á töluna 93%, sem er hlutfall þeirra sem eru félagar í þjóðkirkjunni. Ég tel að það sé í námunda við rétta niðurstöðu að segja að um 35-40% þjóðarinnar játi kristna trú. Það er því greinilegt að kirkjan hefur verk að vinna. Ég álít að þarna sé mikið verk framundan í því að boða fagnaðarerindið til þeirra sem ekki treysta sér til að merkja við í könnuninni að þeir játi kristna trú.

Aldarfjórðungi seinna hafa prestar enn ekki tekið mark á orðum Björns, og vitna sífellt í skráningu fólks, sem oftar en ekki er einfaldlega “meðfædd”.

Ritstjórn 06.02.2014
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Guðný Einarsdóttir - 06/02/14 09:32 #

Er ekki kominn tími á nýja könnun?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 06/02/14 14:23 #

Guðný, svipuð könnun varð framkvæmd árið 2004 og niðurstöðurnar þá voru svipaðar. En nú sagði Pétur Pétursson, guðfræðiprófessor, að 75% Íslendinga væry kristnir :)


ArnarG (meðlimur í Vantrú) - 06/02/14 16:27 #

Fólk hefur verið að taka trú í umvörpum!

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?