Flestir rithöfundar hćtta ađ yrkja og skrifa viđ andlát. En ţekkt skáld láta ekki smáatriđi eins og dauđann stöđva sig. Áriđ 1906 ákváđu nokkur ţekkt skáld ađ nota Guđmund Jónsson, 17 ára menntaskólastrák til ađ koma verkum sínum á framfćri:
Á Fjölnisskemmtun á ţriđjudagskvöldiđ las Einar Hjörleifsson upp ţrjú ćvintýru og eitt kvćđi, sem Guđmundur Jónsson, 17 ára piltur í öđrum bekk hins almenna menntaskóla hafđi ritađ ósjálfrátt nćstu dagana á undan.
Höfundarnir voru víst engir ađrir en Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thorarensen, H.C. Andersen og Snorri Sturluson.
Af lýsingunum má sjá ađ ţetta hefur veriđ sannfćrandi leikur hjá Guđmundi:
G. J. ritar ósjálfrátt í vöku. En oft er hann sýnilega mjög nćrri međvitundarleysi, međan hann er ađ rita, og stundum lćtur ţá mjög einkennilega í vitum hans. Einu sinni var ađ ţví spurt, hvernig á ţeim ţyt stćđi, og ţá var svarađ skriflega: „Ţiđ heyriđ til hugsana okkar.“
Sá sem las kvćđin á skemmtuninni kom međ ţessi frábćru rök fyrir ţví hvers vegna ţetta bara gćti ekki veriđ loddaraskapur:
Guđmundur Jónsson er fyrirtaks vel gáfađur piltur og skáldmćltur. Ţađ vita allir, sem hann ţekkja. En ef allt ţađ vćri runniđ úr hans hug, sem hann hefur ritađ síđustu dagana, ţá vćri sá unglingshugur miklu meir ţroska og gáfum gćddur en sögur fara af -- jafnframt ţví, sem hann vćri alveg takmarkalaust og óskiljanlega ósannsögull. Ţví ađ flestir hafa ríka tilhneiging til ađ koma sér undan ađ kannast viđ sína eigin snilld.
Sem betur fer féllu ekki fyrir ţessu, ţetta voru viđbrögđ ónefnds áheyranda í Ţjóđólfi:
„Öndunga“-blöđin hér, „Fjk.“ og „Ísaf.“ eru nú tekin ađ trođa í almenning spánýrri hauga-vitleysu. Menn hafa fengiđ ađ vita, ađ myndađ er nýtt skálda-„firma“ í himnaríki, og er ćvintýraskáldiđ H. C. Andersen höfuđsmađur í ţví, en auk hans Jónas Hallgrímsson,Bjarni Thorarensen og Snorri Sturluson, og virđist félagsskapnum ţannig háttađ, ađ Andersen leggur til hugmyndirnar, en Jónas og Snorri fćra ţćr í íslenzkan búning í óbundnu máli, og auk ţess yrkja ţeir Jónas og Bjarni út af. Ţađ liggur viđ, ađ manni detti í hug, ađ harla mikil hugmyndafátćkt sé í himnaríki, ekki síst ţegar jafnvel sumar hugmyndir Andersens virđast vera komnar héđan af jarđríki (t.d. frá Steingrími Thorsteinsson o.fl.). En sízt hefđi manni komiđ til hugar, ađ Snorri Sturluson mundi fara ađ ţýđa ćvintýri úr dönsku, en nú eru líka liđin 650 ár síđan hann var veginn og hann ţví sennilega farinn ađ ţreytast á sagnaritun og skáldskap frá eigin brjósti. ...
Snorri Sturluson, H.C Andersen og hin skáldin virđast hafa gefist upp á ţví ađ hafa samband viđ miđla eftir ţetta, ţeir eru líklega bara ađ bíđa eftir “skáldmćltum” miđli.
Heimildir:
Fjallkonan, 13. tölublađ (23.03.1906), Blađsíđa 50
Ţjóđólfur, 12. tölublađ (23.03.1906), Blađsíđa 46
Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.
Helgi Briem (međlimur í Vantrú) - 09/01/14 10:05 #
Ţess má geta ađ Guđmundur ţessi er betur ţekktur undir nafninu Guđmundur Kamban.
Undir ţví nafni gaf hann út ýmis verk sem ţóttu haganlega gerđ.