Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1876: Fyrsta borgaralega hjónavígslan

Mynd af styttu af englinum Moroni

Fyrir árið 1874 var ekki trúfrelsi á Íslandi. Þökk sé hinu alræmda umburðarlyndi kristinna manna var bannað að vera ekki lútherstrúar. Eftir að trúfrelsi var lögleitt var hins vegar enn mikið misrétti í landinu eins og parið Magnús Kristjánsson og Þuríður Sigurðardóttir gátu vitnað um.

Mormónaparið

Vestmannaeyingarnir Magnús og Þuríður höfðu nefnilega nýlega tekið mormónatrú. Mormónabiskup hafði gefið þau saman í hjónaband, en íslensk stjórnvöld töldu þetta ekki lögmætan hjúskap. Sambúð þeirra braut þess vegna gegn almennum hegningarlögum, þetta var “hneykslanleg sambúð”.

Magnús og Þuríður óskuðu þess vegna eftir því við sóknarprestinn í Vestmannaeyjum að hann gifti þau. Það vildi hann ekki gera, af því að þau voru ekki í Þjóðkirkjunni. Presturinn hafði greinilega ekki heyrt af því að að Þjóðkirkjan spyr aldrei út í trú þegar hún veitir þjónustu.

Hjónin báðu landshöfðingja um að skipa sóknarprestinum fyrir að gefa þau saman, en málið endaði í Kaupmannahöfn og samkvæmt konungsúrskurði 25. október 1875 gátu Magnús og Þuríður fengið hjónavígslu hjá viðkomandi sýslumanni. Aagaard, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum framkvæmdi hjónavígsluna 30. mars 1876 í þinghúsinu í Vestmannaeyjum.


Heimild:

Ármann Snævarr. 2008. Hjúskapar- og sambúðarréttur Codex. Reykjavík. bls 283

Mynd fengin hjá Paul Smith

Ritstjórn 19.11.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Kristinn - 19/11/13 10:22 #

"Þökk sé hinu alræmda umburðarlyndi kristinna manna var bannað að vera ekki lútherstrúar."

Ha ha, mjög gott :)


Einar - 19/11/13 12:49 #

"Við erum kristin þjóð" - sem betur fer ekki eins mikið kristin nú og á öldum áður.

(PS Held það vanti orðið 'ekki' á einum stað, í þriðju málsgrein.)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.