Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1987: Stöð 2 ógnar ríkiskirkjunni

Mynd af fréttinni

Árið 1986 urðu tímamót í kirkjusögu Íslands: Stöð 2 hóf útsendingu sína. Þetta vakti mikinn óhug meðal klerkastéttarinnar. Hvers vegna? Af því að Stöð 2 sýndi barnaefni á sunnudagsmorgnum!

Baráttan um sálir barnanna

Á baksíðu Morgunblaðsins 11. mars 1987 er frétt um að Ólafur Skúlason, þáverandi “dómprófastur”, hafi rætt við stöðvarstjóra Stöðvar 2 og beðið um að útsendingunum yrði hætt. Sem betur fer var það ekki gert.

Kirkjusókn barna hér á Reykjavíkursvæðinu hefur snarminnkað eftir að Stöð 2 hóf útsendingar á barnaefni á sunnudagsmorgnum. Sérstaklega var það áberandi fyrst eftir að þessar útsendingar hófust. Þá hrundi aðsóknin. … Við höfum miklar áhyggjur af þessu og ég vona að Stöð 2 átti sig á því að það er ekki æskilegt að hefja samkeppni um sálir barnanna annars vegar með guðsorði og hins vegar með skrípamyndum.

Ef þetta er satt þá á Stöð 2 þakkir skyldar fyrir að forða börnum frá ásókn presta í að misnota sér trúgirni barnanna með því að innræta þeim þá fjarstæðu sem kristin trú er.

Ritstjórn 05.11.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/13 09:05 #

En um leið þá er þetta ástæðan fyrir ásókn presta í skóla.


Jón Ferdínand - 05/11/13 09:43 #

oh the irony... Ég veit ekki hversu oft maður þarf að nefna þetta. Ef að foreldri vill ala barnið sitt upp í kristinni trú, þá er það á ábyrgð foreldrisins. Ef að kirkjunnar þjónar stóðu (og standa enn) í þeirri trú að börnin sjálf hafi einhvers konar brennandi áhuga á því að fara í kirkju, þá stíga þeir nú ekki beint í vitið...


Emil Friðriksson (meðlimur í Vantrú) - 05/11/13 12:26 #

Ég hugsa að sögurnar í barnaefninu séu töluvert skemmtilegri en sögurnar sem sagðar eru í barnastarfi kirkjunnar og þar að auki sleppa foreldrarnir við að fara út úr húsi fyrir hádegi á sunnudegi.

Og já, ég held líka að í barnaefninu í sjónvarpinu sé börnunum ekki talin trú um að þar sé höndlaður sannleikurinn.


Eyjólfur - 06/11/13 23:15 #

Hvernig væri þá fyrir þessa guðsmenn að hafa guðsþjónusturnar skemmtilegri fyrir börn.Man að ég fór einusinni í eitthvað sem var kallað sunnudagaskóli í gamla daga og þetta þótti mér eitt það leiðinlegasta sem ég hafði prufað að gera,eins og að horfa á málningu þorna á vegg.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.