Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju eru trúleysingjar reiðir?

Skjáskot úr myndbandinu

Í þessu stutta myndbandi útskýrir trúleysinginn og Íslandsvinurinn Hemant Mehta hvers vegna trúleysingjar eru svona svakalega reiðir.

Ritstjórn 08.09.2013
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Guðjón Eyjólfsson - 09/09/13 10:16 #

Kallar þessi maður sig vinsamlegan trúleysingja? Hvernig ósköpunum skyldi hanna réttlæta það?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/09/13 10:27 #

Hann réttlætir það með því að vera óskaplega vinalegur náungi. Reyndar verður að viðurkennast að Mehta er miklu "ákveðnari" trúleysingi í dag en hann var árið 2006 þegar hann kom til Íslands og hélt fyrirlestur á ráðstefnu um trúleysi - en þá þegar kallaði hann sig "vinalega trúleysingjann". Nú er hann óhræddari við að stuða trúað fólk.


Halldór E - 10/09/13 15:57 #

Ég hitti Mehta fyrir nokkrum árum í Columbus, Ohio þar sem hann sat fyrir svörum á opnum fundi ásamt presti sem ég kannast við. Hann var mjög vingjarnlegur og málefnalegur.

Bókin sem hann skrifaði um heimsóknir sínar í nokkrar valdar kirkjur í BNA, „I sold my soul on Ebay“, er frábært rit fyrir kirkjufólk til að fá hugmynd um hvernig kirkjulíf og -starf kemur þeim fyrir sjónir sem eru trúlausir.


Nonni - 11/09/13 10:08 #

Ég skil þennan pistil ekki alveg. Eru trúleysingjar alltaf reiðir af því að fólk á í persónulegu sambandi við ímyndaðan vin og biður hann um að redda stöffi? Eða af því að fólk sem á ímyndaðan vin telur sig yfir aðra hafna sem eiga ekki svona vin? Mér finnst þetta með verri ástæðum til að vera pirraður út í trúað fólk.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/09/13 11:22 #

Ég skil hann þannig að trúleysingjar séu ekki alltaf reiðir en það sé það pirrandi þegar trúað fólk setur sig á háan hest og telur sig betra vegna þess að það trúir á æðri máttarvöld. Mér finnst það sjálfum mjög pirrandi og við á Vantrú höfu nokkrum sinnum bent á slíkan málflutning. Svo er pirrandi þegar stjórnmálamenn vísa til æðri máttarvalda en það er sem betur fer sjaldgæft hér á landi. Trúboð í skólum er dæmi um eitthvað sem reitir mig til reiði. Forréttindi ríkiskirkjunnar reita mig líka til reiði.

Svo held ég að maður þurfi ekki að vera pirraður út í (allt) trúað fólk þó maður sé pirraður, maður getur t.d. bara verið pirraður út í þá sem verja óréttlæti og forréttindi.

Mehta minnist á bók eftir Greta Christina, hér er bloggfærsla hennar um trúleysingja og reiði.


Nonni - 11/09/13 12:35 #

Matti segir: "Trúboð í skólum er dæmi um eitthvað sem reitir mig til reiði. Forréttindi ríkiskirkjunnar reita mig líka til reiði. "

Þessu get ég verið sammála. Líka rétt sem þú bendir á að hann minnist á stjórnmálamenn sem láta trú stjórna stefnu sinni, það myndi líka pirra mig verulega.

Annars verð ég að gefa honum high-five fyrir að tækla nýjasta útspilið hans Dawkins á smekklegan máta. http://www.patheos.com/blogs/friendlyatheist/2013/09/10/richard-dawkins-isnt-defending-mild-pedophilia-but-that-doesnt-make-his-comments-okay/


Jóhann - 11/09/13 20:06 #

Þetta er greinilega rosa pirraður gaur. Yfir því að það séu ekki miklu fleiri sammála honum.

Það er að vonum.

Kannski verður hann píslarvottur þegar allir verða á sama máli og blessaður Hemant.

Hitt vekur mér furðu; að Dawkins segi "nett barnaníð" vera öllu skárra en eð eiga við bókstafstrúarfólk.

Margt er bölið manna.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.