Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Afnemum trúleysisskattinn

Biblía umkringd peningum

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hefur nú staðfest þá skoðun sína að sérstakur skattur sé lagður á þá sem standa utan trúfélaga á Íslandi. Þegar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráð trúfélög var afgreitt úr nefndinni til þriðju umræðu á þingi lagði meirihluti nefndarinnar áherslu á það að sóknargjöld væru ekki framlög úr ríkissjóði með einstaklingum heldur hefði ríkið tekið að sér að innheimta þau.

Í því ljósi hljóta þeir sem standa utan trúfélaga að eiga heimtingu á því að ríkið lækki skatta á þá sem um nemur þessari innheimtu og einnig að fá endurgreidda þá upphæð sem þeir hafa ofgreitt til ríkissjóðs síðan þeir skráðu sig utan trúfélaga. Í dómi sem Mannréttindadómstól Evrópu kvað upp í máli Darby gegn Svíþjóð (skýrsla Mannréttindanefndar Evrópu nr. 11581/85) kemur eftirfarandi fram:

The obligation (to pay church contributions) can be avoided if they choose to leave the church, a possibility which the State legislation has expressly provided for. By making available this possibility, the State has introduced sufficient safeguards to ensure the individual’s freedom of religion.

Skattgreiðslur til sænsku kirkjunnar töldust ekki mannréttindabrot af því að hægt var að komast hjá þeim með að skrá sig úr kirkjunni. Hér á Íslandi er staðan þannig samkvæmt skoðun meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar að ríkið innheimtir sóknargjöld af meðlimum trúfélaga og einhverskonar utantrúfélagaskatt af þeim sem ekki tilheyra trúfélögum. Því að ekki greiða þeir lægri skatta.

Egill Óskarsson 29.01.2013
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð


Valur - 29/01/13 15:02 #

Ekki má gleyma því að umtalsverður hópur fólks greiðir ekki tekjuskatt - af ýmsum orsökum. Trúfélagsstaða þessa hóps er náttúrlega af ýmsum toga en væntanlega eru flestir í einhverju trúfélagi. Samkvæmt þessu er það ríkið sem greiðir í raun sóknargjöld/trúfélagsgjöld þessa fólks, því ekki koma þau inn með skattinum.

Þannig að gloppurnar í þessu kerfi eru æpandi...


Gísli Snorri Rúnarsson - 29/01/13 15:24 #

Ef þetta frumvarp gengur í gegn þá legg ég til að þeir sem standi utan trúfélaga af einni eða annari ástæðu hreinlega búi sér til sitt eigið trúfélag sem allir svo skrá sig í. Þegar trúfélag er kominn með ákveðinn fjölda hef ég heyrt (sel það ekki dýrara en ég keypti það) að þau fái fjárframlög frá ríkinu. Þetta fjárframlag yrði síðan deilt niður á alla meðlimi félagsins sem við værum búin að búa til og svo lagt inn á bankareikning allra. Bara smá hugmynd.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 29/01/13 15:31 #

Mörður Árnason kom þessum punkti að í 3.umræðu núna í dag (29.1.2013). Skúli Helgason tók undir með honum.


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 29/01/13 15:36 #

Gísli, þetta hefur oft verið reifað en er gríðarlega erfitt í framkvæmd, m.a. vegna þess hvernig skilyrðin sem þarf að uppfylla til þess að geta fengið staðfestingu eru hörð.


Halldór L. - 29/01/13 16:14 #

Þetta með að stofna trúfélag er umræða út af fyrir sig og sýnir enn frekar hversu ljótt og ósanngjarnt þetta kerfi er.

Það er varla hægt að stofna trúfélag sem ekki er af stofni Abrahams-trúarbragðanna.


Oddur - 31/01/13 16:13 #

Bendi á http://www.althingi.is/altext/141/s/0132.html

En nú verður þetta félags skattur.

Eins furðulegt og það getur verið þá verður skráning barna í félög háð skráningu foreldra. Vitleysan verður augljósari svo mikið er víst.


Jórunn Sörensen - 01/02/13 00:34 #

Það verður að láta reyna á þennan rétt manna til þess að standa Í ALVÖRU utan trúfélaga - og borga EKKI skatt í "staðinn fyrir" sóknargjöld.


Jóhann - 05/02/13 11:17 #

Í þessari samantekt um 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu virðist þessu vera svarað nokkuð skýrt, sjá sérstaklega bls. 34-5.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/02/13 11:31 #

Í því samhengi er fróðlegt að á Íslandi er kostnaður við jarðafarir fyrir utan kostnað við ríkiskirkjuna - og yfirleitt ekki tekinn með þegar talað er um fjárútlát til kirkjunnar (nema þegar kirkjan vill tala um niðurskurð, þá telur hún það með).


Sveinbjörn Halldórsson - 08/02/13 00:29 #

Kæru vantrúarmenn, það er ákveðin synd fólgin í leiðindunum.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 08/02/13 12:33 #

Kæri Sveinbjörn,

Ekki þá vera með leiðindi.


Einar Karl - 15/02/13 12:57 #

Ég vona að nýsamþykkt lög sem gefa lífskoðunarfélögum kost á að verða skráð og fá sóknargjaldsframlög úr ríkissjóði dragi ekki tennurnar úr gagnrýnni umræðu um þetta mál. Það væri slæmt.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 15/02/13 13:18 #

Það er ákveðin hætta en mér skylst að stjórn Siðmenntar sé allavega hörð á því að þetta breyti engu um þeirra baráttu fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.