Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sóknargjöld eru styrkir

Kort sem segir ađ menn eigi ađ lúta lögum guđs og manna

Undanfariđ hefur veriđ rćtt um sóknargjöld sem gjöld, sem ríkiskirkjan segir ađ séu félagsgjöld sem međlimir ţess greiđi. Viđhorf ţeirra sem rituđu undir samninginn frá 7. september 1998 lítur samt út fyrir ađ hafa veriđ annađ.

Ákvćđiđ hljóđar svo:

Ríkissjóđur greiđir samkvćmt fjárlögum ár hvert sérframlög til ţjóđkirkjunnar, sem samiđ er um sérstaklega, lög kveđa á um eđa Alţingi ákveđur. Međ sérframlögum er átt viđ styrki sem ekki falla innan 2.–6. gr. samnings ţessa.

Skýringartexti ákvćđisins hljóđar svo:

Átt er viđ styrki samkvćmt ákvörđun Alţingis, samningsbundnar og lögbođnar greiđslur, ss. greiđslur til Skálholtsstađar, Hallgrímskirkju, Hóladómkirkju, Kirkjumiđstöđvar Austurlands, Löngumýrar í Skagafirđi og Skálholtsskóla. Auk ţess innheimtir ríkissjóđur eins og veriđ hefur sóknar- og kirkjugarđsgjöld fyrir ţjóđkirkju Íslands og innir af hendi lögbundnar greiđslur í kirkjumálasjóđ, jöfnunarsjóđ sókna og kirkjugarđasjóđ. Ekki er gert ráđ fyrir verđlagshćkkun fjárframlaga samkvćmt ţessari grein. Tekiđ er miđ af almennum venjum viđ gerđ og međferđ fjárlaga en viđ undirbúning frumvarps til fjárlaga hefur ţađ ekki tíđkast ađ verđlagsbćta styrkjaliđi heldur er tekin ákvörđun hverju sinni um styrkfjárhćđ. Taki liđur hćkkun samkvćmt lögum eđa samningi ţar um, sbr. 7. gr., hćkkar fjárframlag til samrćmis viđ ţađ.

Ţađ er alveg greinilegt ađ Ţjóđkirkjan lítur á ţetta sem styrk en ekki félagsgjöld, eđa ţađ gerđi hún í ţađ minnsta gagnvart framkvćmdavaldinu á sínum tíma. Í 7. gr. (sem er hér fyrir ofan) er vísađ til sérframlaga til Ţjóđkirkjunnar og allir fjárliđir sem er ekki minnst á í 2.-6. gr. samningsins teljast sem styrkir, og međal ţeirra styrkja eru sóknargjöldin. Eins og hefur veriđ rakiđ hér á Vantrú eru sóknargjöld langt frá ţví ađ vera félagsgjöld, heldur fjárveitingar byggđar á ţví hver stađa trúfélagsskráningar landsmanna er.

Tilgáta mín er sú ađ á ţessu tímabili hafi harđnađ í ári hjá Ţjóđkirkjunni og ţví hafi hún viljađ fara undir verndarvćng ríkisins en í krafti almenningstengsla nefnir hún ađ veriđ sé ađ auka fjárhagslegt sjálfstćđi hennar. Annađhvort ţađ eđa hún viti ekki í hverju fjárhagslegt sjálfstćđi felst.

Hvernig eykur ţađ annars fjárhagslegt sjálfstćđi ađ gera gríđarlega stórtćkan samning viđ einn ađila, ríkisvaldiđ, sem kveđur á um fjárhagslegar skuldbindingar? Ef viđ líkjum ţessu viđ ungling sem er ađ fara ađ flytja ađ heiman, ţá gerir hann lagalega bindandi samning viđ foreldra sína um fjárframlög út ćvi hans. Samning sem foreldrar hans geta rift hvenćr sem er, svo ţví sé haldiđ til haga. Ef ţetta er fjárhagslegt sjálfstćđi hef ég greinilega misskiliđ ţetta hugtak alla mína ćvi.


Ljósmynd: Frank DeFreitas á flickr

Svavar Kjarrval 24.01.2013
Flokkađ undir: ( Sóknargjöld )

Viđbrögđ


Jon Steinar - 24/01/13 17:29 #

Athyglisvert: ,http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/24/kirkjanhefurfengid29milljardafyrirjardirnar/

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.