Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sóknargjöld eru styrkir

Kort sem segir að menn eigi að lúta lögum guðs og manna

Undanfarið hefur verið rætt um sóknargjöld sem gjöld, sem ríkiskirkjan segir að séu félagsgjöld sem meðlimir þess greiði. Viðhorf þeirra sem rituðu undir samninginn frá 7. september 1998 lítur samt út fyrir að hafa verið annað.

Ákvæðið hljóðar svo:

Ríkissjóður greiðir samkvæmt fjárlögum ár hvert sérframlög til þjóðkirkjunnar, sem samið er um sérstaklega, lög kveða á um eða Alþingi ákveður. Með sérframlögum er átt við styrki sem ekki falla innan 2.–6. gr. samnings þessa.

Skýringartexti ákvæðisins hljóðar svo:

Átt er við styrki samkvæmt ákvörðun Alþingis, samningsbundnar og lögboðnar greiðslur, ss. greiðslur til Skálholtsstaðar, Hallgrímskirkju, Hóladómkirkju, Kirkjumiðstöðvar Austurlands, Löngumýrar í Skagafirði og Skálholtsskóla. Auk þess innheimtir ríkissjóður eins og verið hefur sóknar- og kirkjugarðsgjöld fyrir þjóðkirkju Íslands og innir af hendi lögbundnar greiðslur í kirkjumálasjóð, jöfnunarsjóð sókna og kirkjugarðasjóð. Ekki er gert ráð fyrir verðlagshækkun fjárframlaga samkvæmt þessari grein. Tekið er mið af almennum venjum við gerð og meðferð fjárlaga en við undirbúning frumvarps til fjárlaga hefur það ekki tíðkast að verðlagsbæta styrkjaliði heldur er tekin ákvörðun hverju sinni um styrkfjárhæð. Taki liður hækkun samkvæmt lögum eða samningi þar um, sbr. 7. gr., hækkar fjárframlag til samræmis við það.

Það er alveg greinilegt að Þjóðkirkjan lítur á þetta sem styrk en ekki félagsgjöld, eða það gerði hún í það minnsta gagnvart framkvæmdavaldinu á sínum tíma. Í 7. gr. (sem er hér fyrir ofan) er vísað til sérframlaga til Þjóðkirkjunnar og allir fjárliðir sem er ekki minnst á í 2.-6. gr. samningsins teljast sem styrkir, og meðal þeirra styrkja eru sóknargjöldin. Eins og hefur verið rakið hér á Vantrú eru sóknargjöld langt frá því að vera félagsgjöld, heldur fjárveitingar byggðar á því hver staða trúfélagsskráningar landsmanna er.

Tilgáta mín er sú að á þessu tímabili hafi harðnað í ári hjá Þjóðkirkjunni og því hafi hún viljað fara undir verndarvæng ríkisins en í krafti almenningstengsla nefnir hún að verið sé að auka fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Annaðhvort það eða hún viti ekki í hverju fjárhagslegt sjálfstæði felst.

Hvernig eykur það annars fjárhagslegt sjálfstæði að gera gríðarlega stórtækan samning við einn aðila, ríkisvaldið, sem kveður á um fjárhagslegar skuldbindingar? Ef við líkjum þessu við ungling sem er að fara að flytja að heiman, þá gerir hann lagalega bindandi samning við foreldra sína um fjárframlög út ævi hans. Samning sem foreldrar hans geta rift hvenær sem er, svo því sé haldið til haga. Ef þetta er fjárhagslegt sjálfstæði hef ég greinilega misskilið þetta hugtak alla mína ævi.


Ljósmynd: Frank DeFreitas á flickr

Svavar Kjarrval 24.01.2013
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð


Jon Steinar - 24/01/13 17:29 #

Athyglisvert: ,http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/24/kirkjanhefurfengid29milljardafyrirjardirnar/

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.