Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Christopher Hitchens er með krabbamein

Christopher Hitchens ættu margir að þekkja sem einn helsta gagnrýnanda kristindómsins; kaþólsku kirkjunnar, páfans, móður Theresu o.fl. Hann hefur skrifað bækur eins og God is not Great, The Missionary position og nú síðast ævisögu sína Hitch 22.

Nýlega greindist Hitchens með krabbamein. Refsing guðs, gæti einhver sagt. Eðlileg afleiðing drykkju og reykinga, segði annar. En hvernig sem á málið er litið er það sorgleg staðreynd. Hvernig tekst einarður trúleysingi á við slíkt mótlæti?

Í þessu viðtali ræðir fréttamaðurinn Anderson Cooper hjá CNN við Hitchens m.a. um krabbameinsmeðferðina, hvort að hann "frelsist" á dánarbeðinum og fólk sem biður fyrir bata eða dauða Hitchens.

Ritstjórn 11.08.2010
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Sveinn - 11/08/10 16:43 #

Frábært :D Þá styttist í eilífa dvöl í vítislogum fyrir þennan heimska heimska mann :-)


Baldur Kristjánsson - 11/08/10 16:49 #

Fínn höfundur, rökviss, skarpur greinandi, góður stílisti. (fremsti guðleysinginn). Vonandi batnar honum sem fyrst. Kv. Baldur


Þorsteinn Bragason - 11/08/10 17:08 #

Einn fremsti vísindamaður heims og hugsuður. Það verður hugsandi mönnum mikill harmleikur ef hann fellur frá vegna þessa víðskeyta sjúkdóms. Vonnandi tekst læknum með aðstoð lyja og aðhlynningu að vinna bug á þessu meini. Þessi Sveinn er greininlega hálfviti og heilalaus ofsatrúarmaður ef það væri til helvíti þá mundi hann brenna þar. Hann hefur að minsta kosti ekki þá mannkosti sem kennt er í kristni.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 11/08/10 17:40 #

Hitchens er reyndar ekki vísindamaður heldur blaðamaður og rithöfundur.


Þorsteinn Bragason - 11/08/10 17:49 #

Það er rétt hjá þér en allt annað stendur.


Guðjón Eyjólfsson - 11/08/10 17:58 #

Vonandi vegnar honum vel. Er nokkur ástæða til þess að óska fólki ills þó við séu ekki sammála því. Maðurinn á fjölskyldu og börn.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 11/08/10 19:25 #

Ég ætla að vona að Sveinn sé að grínast...


Einar E (meðlimur í Vantrú) - 11/08/10 21:49 #

Magnaður náungi. Vonandi nær hann sér að fullu.

En veikindin tengjast varla skoðunum hans ;) frekar líferninu.


Alfred Styrkársson - 11/08/10 22:11 #

Gaman að heyra svona opinskátt viðtal við trúlausann mann sem hefur upplifað tímana tvenna.


danskurinn - 11/08/10 23:51 #

En er það greindarskortur að "reykja og drekka" þrátt fyrir staðfestar upplýsingar um skaðsemi slíkrar hegðunnar? Og ef það er greindarskortur, getur önnur hegðun mannsins borið vitni um mikla greind?


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 12/08/10 00:11 #

Augljóslega hefur aldrei neitt gáfumennið drukkið og reykt! (Á ekkert að fara að koma þessu kaldhæðnismerki sem alltaf er verið að tala um í gagnið?)


gos - 12/08/10 09:01 #

@danskur: Ég held það sé leitun að manni sem gerir aldrei neitt heimskulegt...


Sveinn - 13/08/10 16:03 #

[Athugasemd færð á spjallborð]


danskurinn - 15/08/10 11:11 #

Ef það er ekki til marks um siðleysi eða heimsku í upplýstum heimi að reykja og drekka frá sér líf og heilsu, hvað er það þá?


guðmundur St. Ragnarsson - 15/08/10 16:03 #

Christofer er afar skemmtilegur, kaldhæðinn og rökfastur þótt ekki sé ég sammála honum um skoðanir á Guð og tilverunni. Það verður samt að viðurkennast að í rökræðum við trúlausa hefur hann oftar en ekki haft betur. Það er vonandi að hann nái sér af veikindunum.


Bjarki - 15/08/10 21:23 #

Ertu að reyna að koma einhverjum punkti á framfæri danskur?


danskurinn - 16/08/10 00:04 #

Einföldum spurningum Bjarki.


Helgi - 16/08/10 01:34 #

@danskurinn Það er merki um greindarskort að ganga um í fötum. Það er merki um greindarskort að neyta gosdrykkja. Það er merki um greindarskort að keyra ef þú notar sömu hugsun og á bakvið það að það sé greindarskortur að drekka eða reykja - þú fórnar einhverju fyrir eitthvað sem að þú metur sem aukin lífsgæði. Í tilfelli þess að keyra væru það lífslíkur þínar yfir keyrslutímann í skiptum fyrir hraðari ferð. Í tilfelli þess að drekka eða reykja fórnarðu lífslíkum fyrir vellíðun og hugsanlega samfélagslega tilhögun svo sem vera úti að reykja með félögunum eða djammandi. Ég sé einnig ekki hvernig að það ætti að vera 'siðlaust' frá neinu sjónarhorni.


Jesú Kristur frá Nasaret - 16/08/10 01:43 #

Sveinn þú ert soddan pottormur, en flott hjá þér að ná því rétta úr boðskapi mínum!

Lúkasar guðspjall 14:26 : „ 26"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn.“


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/08/10 18:00 #

Hitch segist vera að deyja.


danskurinn - 19/08/10 11:28 #

Í Hitch höfum við mann sem réttilega gagnrýnir kirkju fyrir að hafna staðfestum upplýsingum og vísindalegum staðreyndum. En verður sjálfur fórnarlamb sömu „heimsku“,því það er ljóst að maðurinn er alkóhólisti og hefur sukkað frá sér lífið og heilsuna. Hér á vef Vanrúar hefur slíku fólki einmitt verið líkt við aumingja sem skortir siðferðisþrek, staðfestu og jafnvel greind. Svona er lífið fullt af mótsögnum. Vona samt að Hitchens eigi enn eftir að skrifa sína bestu bók.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 19/08/10 13:06 #

Hvar á þessari síðu hefur alkóhólistum verið "líkt við aumingja sem skortir siðferðisþrek, staðfestu og jafnvel greind"?

Endilega bentu á hvar þetta kemur fram, sé þetta ekki úr lausu lofti gripið.


danskurinn - 20/08/10 01:47 #

Hjalti skrifar: „...alkinn getur valið að hætta að drekka, þeas það er hægt að "læknast" með viljanum. En þú getur ekki valið að hætta að vera krabbameinssjúklingur.

Teitur Atlason skrifar: “Veit um einn útskýrið fall sitt með eftirfarandi orðum: "..sko. sjúkdómurunn er bara svo sterkur í mér..., ÞEtta sagði maður sem hafði dottið í það (eftir afar stutta edrúmennsku) dópað, haldið framhjá, eytt öllum peningunum sínum og lent í slagsmálum... Þetta er ömurleg afsökun.”

Teitur Atlason skrifar: „Ég fullyrði að ef fólk færi að hugsa um áfengisfíknina sem ósið, eða e-ð sem er viðráðanlegt vandamál, þá væri ávengisvandamálið milku minna. margir nota "sjúkdóminn" sem skálkaskjól fyrir eigin aumingjaskap og sem hækju til þess að þurfa ekki að takast á við sjálfa sig. En að takast á við sjálfan sig er einmitt grunnatriðið í þvi að hljóta bót sinna meina.”

Birgir Baldursson: http://www.youtube.com/watch?v=p_ux5o8e0jU&search=south%20park

Teitur Atlason: ”Alkahólismi er aumingjaskapur. Ekkert annað. Sjálfsvorkun og félagsleg hefting og vanþroski.”

Birgir Baldursson: “Ég útiloka ekki að vanamynstur á við víndrykkju sé einfaldlega skortur á sjálfsaga.”

Birgir Baldursson: “Það eina sem drykkjumaðurinn þarf að gera er að standa við upphaflegt plan sitt um tvo eða þrjá og láta ekki hömluleysið sem neyslan veldur stjórna ferðinni. Drekka hægar og halda stjórninni.”

Teitur Atlason: “Fyllibyttan hugsar: Ég er ekki aumingi. Ég er með sjúkdóm. þegar ég nenni ekki að mæta ívinnunna þá er það ekki MÉR að kenna. Ég er með sjúkdóm. Þegar ég lem konuna mina, þá er það ekki MÉR að kenna. Ég er með sjúkdóm. Þegar ég á ekki fyrir strætómiða, þá er það ekki mér að kenna. Ég er með sjúkdóm.”

Teitur Atlason: “Ég veit að það er pólitískt rangt að segja það, en það er samt satt. Hann er aumingi.... ....og ræfill.”

Spurning hvað þessi höfðingar vilja segja við Hitch í dag?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 20/08/10 08:52 #

Þessi ummæli falla í athugasemdum og eru ekki í nafni félagsins eða birt á vefritinu sem slíku. Ég sé því ekki þessa mótsögn sem þú talar um.

Ég sé reyndar ekki hvernig það getur verið mótsögn í því að tala lofsamlega um einn tiltekinn alkóhólista þó svo að maður hafi þessa skoðun á orsökum fíknarinnar. Menn geta verið framúrskarandi á ákveðnum sviðum þó þeir eigi við mikil vandræði að stríða á öðrum.

Persónulega er ég ósammála þessu sem þeir segja þarna en það skiptir svosem litlu máli.


danskurinn - 20/08/10 09:35 #

Baldvin! Þú meinar að hægt sé að tala lofsamlega um vanþroskaðan aumingja og ræfil án mótsagna? Í ljósi þess sem gerst hefur og gagnvart Hitch, er Hjalti eiginlega með vandræðalegustu ummælin. Sjálfur hef ég alltaf verið ósáttur við Hitchens eftir ummæli hans um múslimi, sem hann vill lífláta í stórum stíl.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 20/08/10 10:03 #

Ég meina að þó manni finnist ákveðinn maður sýna af sér aumingjaskap og ræfilshátt á einu sviði geti maður samt sem áður lofað framgöngu hans á öðrum sviðum án mótsagna. Mér vitanlega hefur enginn hér lofað manninn fyrir heilbrigt líferni.

Ég er reyndar alveg sammála þér varðandi stjórnmálaskoðanir Hitchens á mörgum sviðum, jafnvel þó mér finnist hann stórkostlegur ræðumaður.

Grundvallaratriðið er að hér er um mann að ræða en ekki helgifígúru og enginn hefur haldið því fram að hann, eða nokkur annar, sé fullkominn og gallalaus.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.