Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um uppruna tegundanna 150 ára gömul

Richard Dawkins heldur fyrirlestur um Charles Darwin

Sökum lífsbaráttunnar í náttúrunni, sökum hnignunar og dauða, rís það sem okkur er gerlegt að sjá, að í kjölfarið verða einmitt til æðri tegundir. Þessi sýn á lífið í allri sinni dýrð er tilkomumikil, að sjá hvernig það steypir í upphafi í fáein mót og meðan jörðin snýst og aðdráttarkraftar vinna þróast úr einföldum formum önnur ógnarfögur og undursamleg.

Ritstjórn 24.11.2009
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 24/11/09 11:55 #

Magnað hvað Darwin sá langt fyrir 150 árum, þótt hann væri brautryðjandinn.

Að sama skapi furðulegt hve margir trúmenn sjá enn skammt þrátt fyrir verk Darwins og allt það sem stutt hefur hugmyndir hans, ekki síst DNA.


Halldór Carlsson - 24/11/09 12:17 #

til hamingju með merkisáfangann, gamli skeggapinn þinn.

ekki til ein einasta bók sem hefur skipt mannkynið jafn miklu máli í aldaraðir.

hvað hefði gerst ef Darwin og Mendel hefðuð hist ..


Birgir Hrafn Sigurðsson - 24/11/09 16:48 #

...Kjarnorkusprengja... Það er það sem hefði gerst.


Halldór Carlsson - 24/11/09 17:53 #

kjarnorkusprengja .. af hverju? ég var nú að hugsa um bauna-Mendel, austurríska munkinn. þeir voru samtíðarmenn en vissu hvorugur af hinum.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 24/11/09 18:33 #

Ég hugsa nú að kjarnorkusprengjan hafi verið einhver myndlíking

Ég hef reyndar heyrt að Darwin hafi lesið ritgerð Mendels, en þó ekki fyrr en hún hafði verið þýdd á ensku, löngu eftir að hann skrifaði Descent of Man. Ég sel það svosem ekki dýrara en ég keypti það.

Þess má geta að Mendel gaf ritgerðina sína ekki út fyrr en eftir að Origin kom út, svo að ekki gat hann mögulega haft áhrif á þá bók.


Jóhannes - 24/11/09 22:47 #

Ég held að það hefði litlu breytt. Darwin var alltaf að tala um hægar breytingar. Þróun á samfelldum eiginleikum. Lítil skref.

Tilraun Mendels sýndi aftur á móti erfðir í stökkum. Baunirnar voru annað hvort grænar eða gular, sléttar eða hrukkóttar. Það fittaði ekki beint inn hjá Darwin.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 25/11/09 07:01 #

Það er talið nokkuð líklegt að Darwin hafi þekkt til verka Mendels, hún var í einhverju ritsafni sem hann átti ef ég man rétt. En Darwin, eins og allir samtíðarmenn Mendels, áttaði sig aldrei á mikilvægi uppgötvana hans. Telja menn helst þar um að kenna skorti á þekkingu á stærðfræði og tölfræði meðal náttúruvísindamanna þess tíma. Eitthvað sem Mendel sjálfur var lunkinn í.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 25/11/09 09:03 #

Ef Darwin og Mendel hefðu hist og skilið hvorn annan hefði það vissulega valdið straumhvörfum en tæplega kjarnorkusprengingu. Ný-Darwinisminn sem nútíma líffræði byggir á hefði kannski komið fram um 1880 í staðinn fyrir ca 1930. 50 ár hefðu svosem verið stór framför. Etv hefðum við uppgötvað byggingu DNA 1903 og raðgreiningu um 1920? Hver veit?

Þegar Mendelisminn var enduruppgötvaður (af 3 hópum samtímis) um 1900 héldu menn vissulega að Mendelismi væri í andstöðu við Darwin eins og Jóhannes bendir á. Það tók allnokkurn tíma fyrir Haldane, Wright og Fisher að átta sig á því að svo var ekki og í raun eru Mendelskar erfðir (erfðir í eindum, ekki blendingserfðir) forsenda þess að náttúrulegt val og þar með Darwinisminn gangi upp.

Lárus, Darwin sá nánast örugglega aldrei ritgerð Mendels og hefði ábyggilega ekki áttað sig á mikilvægi hennar þótt hann hefði lesið hana. Sagan um óuppskorna eintakið sem átti að hafa fundist í skjölum Darwins er víst bara flökkusaga. Annað hefði etv verið uppi á teningnum ef þeir félagar hefðu hist og rætt málin um tíma. Það gæti vel hafa orðið til þess að Darwin hefði áttað sig á því að blendingserfðir voru della þótt allir tryðu á þær á þeim tíma.

Vissulega stóð kunnáttuleysi í stærðfræði náttúruvísindum fyrir þrifum og líftölfræðin var í raun ekki fundin upp fyrr en síðar.


Finnur - 25/11/09 13:35 #

"..today we are pretty certain that all living creatures on this planet are descended from a single ancestor...".

Meistari Dawkins viðurkennir þarna að þróunarkenningin er ekki staðreynd heldur er nokkur vissa fyrir henni. Og vangaveltur hans um "harumscaryotes" eru áhugaverðar fyrir þær sakir að hann útilokar líf utan jarðar sem væri byggt á sambærilegu DNA og jarðlíf.


Jóhannes - 25/11/09 14:19 #

Þessar hugleiðingar eru teknar fyrir í þessari grein.

Þar er minnst á þetta sem Lárus nefnir í 7. efnisgrein og held ég allt sem við erum búnir að minnast á er tekið fyrir.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.