Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Til minningar um Helga Hóseasson III

Látinn er trésmiðurinn og Breiðdælingurinn Helgi Hóseasson, 89 ára að aldri.

Helgi var góðmenni, mátti ekkert aumt sjá og barðist fyrir réttlæti. Hann gerði hærri siðferðiskröfur til sjálfs síns en aðrir sem ég hef kynnst og gerði þá kröfu að yfirvöld höguðu sér einnig á siðrænan hátt. Hann átti ekki til hræsni og gerði því þær kröfur til yfirvalda um að þau kæmu fram af heiðarleika. Hann umbar hins vegar vel þá sem voru minni máttar og sýndi þeim samúð. Börn löðuðust að honum.

Vegna kröfu hans um réttlát yfirvöld lenti hann oft í árekstrum við þau. Þar sem hann var guðleysingi, vildi hann afmáð yrðu merki þeirra loforða sem gerð voru fyrir hönd hans á barnsaldri um tryggð við guðdóminn. Þetta var of heiðarleg krafa til að hægt væri að ganga að henni.

Helgi var félagshyggjumaður sem barðist fyrir rétti lítilmagnans. Samtímis vildi hann helst standa einn í baráttu sinni. Hann átti yfirleitt samleið með lífskoðunarfélaginu Siðmennt, bjó m.a. til nafn félagsins og átti alla tíð góð samskipti við aðra siðræna húmanista. Honum fannst það samt binda sig að vera í félagi til lengdar.

Helgi var góður fagmaður og því eftirsóttur starfsmaður og gætti þess vel að selja vinnu sína ekki of dýrt. Hann lifði mjög spart, einkum voru eigin þarfir hans litlar.

Helga verður minnst þegar góðs manns er getið. Einnig var hann baráttumaður Íslands fyrir réttlæti.

Gísli Gunnarsson 30.09.2009
Flokkað undir: ( Helgi Hóseasson )

Viðbrögð


Krabbi - 02/10/09 00:11 #

Þetta þykja mér falleg minningarorð um merkan mann.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?