Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Penn & Teller eru ekki fullkomnir

Í fyrrakvöld fjallaði þáttur Penn & Teller Bullshit um óbeinar reykingar. Staðreyndin er sú að niðurstöður þeirra voru kjaftæði. En þegar þeir sjá að þeir hafa rangt fyrir sér þá berja þeir ekki höfðinu við steininn heldur játa það. Hér er myndskeið af The Amazing Meeting með þeim félögum.

Munið það börnin góð að þið eigið að taka öllu með gagnrýnni hugsun, ekki bara því sem trúmenn segja heldur líka því sem trúleysingjarnir segja. Þetta á jafnt við um Penn & Teller og Vantrú.

Ritstjórn 17.06.2009
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Ísleifur Egill - 17/06/09 13:34 #

Margt gott í þessum þáttum en þeir þyrftu samt tíma í rökfræði hjá Jóhanni Björns. Þátturinn um vændi er t.d. hræðilegur þar sem þeir nota háklassahóruhús í Nevada sem dæmi um það að vændi sé öruggt og gott mál en eins og allir skynsamir menn vita sannar það lítið mál manns að taka eitt dæmi til að sanna mál sitt, til þess er tölfræði.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 17/06/09 13:47 #

Satt er það. En þeir voru held ég meira að sýna fram á að vædni getur verið öruggt og í fínu lagi. Að sjálfsögðu eru þeir ekki að sýna meðal dæmið en þeir eru bara að koma með mótrök gegn því að vændi sé sjálfkrafa ógeðslegt og hættulegt.


Árni Þór - 19/06/09 16:39 #

Þeir segjast hafa byggt þetta á þeim sönnunargögnum sem voru til staðar á þeim tíma sem þátturinn var gerður. Án þess að hafa hugmynd um hver þau sönnunargögn voru virðast þeir vera tilbúnir að skipta um skoðun þegar þeim eru sýnd nýrri, haldbærari sönnunargögn. Mér þykir það bara nokkuð gott hjá þeim.


Davíð - 21/06/09 01:40 #

Þeir fara nú mjög frjálslega með staðreyndir hvað flest varðar. En eru rosalega skemtilegir horfi alltaf á þá. Til dæmis hefjast endatímarnir samkvæmt Nostradamusi þegar þeir segja að heimsendir hafi átt að vera samkvæmt honum..

Minnir að dagsettur heimseindir sé 2028 ekki það að ég trúi á þessa spádóma en rétt ætti að vera rétt. Sá útvaldi fæðist það ár sem þeir segja að sé enda árið.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 21/06/09 13:46 #

Nostradamus dagsetti aldrei heimsendi og væntanlega spáði hann einu sinni fyrir heimsendi. P&T eru væntanlega að vísa í algengustu túlkunum á Nostradamusi sem gerðu ráð fyrir heimsendi 1999. Þar til árið 2000.


Davíð - 22/06/09 01:37 #

Þá ég ég að vísa til túlkunar sem ég hef lesið. Var með Grunnskólakennara sem var alltaf að láta okkur lesa bækur um Mikaelskenninguna og Nostradamus. Þar var að mig minnir dagsettur heimsendir 2028 en fæðing hins útvalda 1999 þá árið 1996 en ekki það að það skipti mig máli tel þetta allt steypu ;)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.