Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vísindakirkjan og ég

John Sweeney er fréttamaður hjá fréttaskýringaþættinum Panorama á BBC. Í maí árið 2007 var sýndur þáttur er fjallaði um Vísindakirkjuna er Sweeney hafði rannsakað í tæpa sex mánuði, tekið viðtal við núverandi og fyrrverandi meðlimi kirkjunnar, rætt við gagnrýnendur og skoðað sögu költsins.

Einna athyglisverðast við þennan klukkutíma langa þátt eru aðferðir Vísindakirkjunnar að angra þá sem gagnrýna költið, eða öllu heldur, tala um það á neikvæðu nótunum einsog t.d. að kalla það költ. Áður en þátturinn var sýndur á BBC birti Vísindakirkjan myndband af John Sweeney að missa sig af bræði fyrir framan talsmann Vísindakirkjunnar, Thomas Davies. Þetta var gert í þeirri veikri tilraun að rægja allan málflutning Sweeneys, sem síðar gaf út yfirlýsingu útaf þeirri uppákomu sem er öll sýnd í þessum tiltekna þætti er heitir Scientology & Me

Ef það er eitthvað költ sem ber að varast sérstaklega þá er það þessi tiltekni stjörnu prýddur sérstrúarsöfnuður dauðans.

Ritstjórn 23.09.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Kristján Hrannar Pálsson - 23/09/08 09:14 #

Hérna í Berlín voru þeir með kynningu á Potzdamer Platz síðustu helgi og buðu upp á ókeypis stresspróf. Ég tók boðinu að sjálfsögðu og hélt að maðurinn myndi mæla þetu-stigið hjá mér (heitir það ekki það annars?) en þá var þetta ósköp sakleysislegt stresspróf. Hann lét mig halda um tvo málmhólka sem voru tengdir við eitthvað húmbúkk-mælitæki þar sem nálin sveiflaðist frá vinstri til hægri eftir því hversu stressaður ég ætti að vera.

Ég komst fljótt að því að málmhólkarnir höfðu eitthvað með hita eða þrýsting að gera því nálin flaug upp og niður þegar ég prófaði að kreista þá. Það kom óttasvipur á manninn og hann bað mig að gjöra svo vel að hætta þessu því það gæti haft áhrif á mælingarnar.

Eftir ýmsar spurningar um líf mitt og andlega vellíðan komst hann að því að ég væri ekkert neitt sérstaklega stressaður. Hann bullaði samt helling um náttúrulega strauma og sagði að ég væri sérstaklega næmur fyrir "uppsprettunum" (sem var þó um leið og ég sagði honum hvaðan ég væri).

Síðan reyndi hann að troða upp á mig Dianetics bókinni en ég sagði honum að ég vissi nú þegar allt um þennan "Evil-lord Xenu" og illu andana í eldfjöllunum og þyrfti ekki á því að halda. Svipurinn á manninum varð enn kindarlegri þegar lögreglan kom aðvífandi og spurði þá um skírteini og þeir byrjuðu strax að pakka saman...enda hefur lögreglan víst haft strangt eftirlit með þeim hér skilst mér og bannað þessar kynningar. Maðurinn við hliðina á mér keypti nú samt bókina og það var ekki laust við að ég fengi áhyggjur af því hvort hann yrði smám saman heilaþveginn af þessu rugli.


Kristján Hrannar Pálsson - 23/09/08 09:21 #

Nújá, þetta var skrifað eftir að hafa aðeins séð fyrstu mínúturnar af myndbandinu, síðan er að sjálfsögðu fjallað um þetta stresspróf : )


Oskar - 23/09/08 09:56 #

Eg profadi lika thetta stressprof i Kaupmannahofn. Tha stod folk a strikinu og baud uppa thetta okeypis "stressprof" og leiddi mann svo i einhvern kjallara i einni hlidargotunni. Thar var buid ad setja upp nokkur bord med thessum stresstækjum og audlysingastanda med fullt af dianetics bokum.

Merkilegt hvad thetta folk var algjorlega heilathvegid af thessum kenningum, thad kom strax i ljos thegar madur reyndi ad rokræda adeins eftir "profid"...sem algjort kjaftædi!

Eg vona ad their nai ekki fotfestu a Islandi. Veit einhver hvernig stadan er a thvi annars?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 23/09/08 10:24 #

Fyrir þrjátíu árum bjó ég í næsta bæ við Clearwater í Flórída. Þá þegar hafði fólk áhyggjur af því að þetta lið væri að kaupa upp bæinn - sem það hefur gert. Travolta var þá nýkominn upp í hæstu hæðir og var oft á svæðinu. Annars lítur hann ágætlega út, karlinn, og varla er þetta alslæmt fyrir þannig kóna.

En auðvitað er hugmyndafræðin bull. Og trúarhreyfing sem gerir Tom Cruise að talsmanni getur ekki verið upp á marga fiska.

Líkt og hjá ríkiskirkjunni snýst allt um peninga og völd um leið og fyrsta steininum er snúið við. En það verður alltaf til nóg af gagnrýnislitlu hugsjónafólki til að maka krókinn fyrir þá sem eru nógu óheiðarlegir til að nýta sér hjarðeðli mannanna sem sjá bara sykurhúðað yfirborð fúafensins.


FellowRanger - 08/01/10 16:12 #

Eftir að hafa gramsað á netinu í nokkurn tíma og lesið allmargar wikipedia síður, rak ég augun í nokkuð athyglisvert og að mínu mati truflandi.

Shawn Lonsdale, sem John tók viðtal við, var virkur gagnrýnandi á kirkjustörfin. Tæpu ári eftir að myndin/þátturinn er gefin út finnst hann látinn. Talið vera sjálfsmorð.

"Clearwater police discovered Lonsdale's body after they were alerted by neighbors, and found a garden hose connecting the exhaust pipe of Lonsdale's car one of the windows of his home."

Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Shawn_Lonsdale#Death

Þarf að segja meir?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.