Í þessu myndbandi er tekið lið fyrir lið hinar hæpnu fullyrðingar John Pendleton um hvað jörðin er gömul og tilheyrandi þrugli sem viðkomandi viðhefur. En hann reynir að koma með "vísindalega", en þó vissulega fyrirfram ákveðna, niðurstöðu varðandi aldur jarðars með því að nota hina hávísindalegu biblí. Samkvæmt biblí þá er jörðin næstum því nákvæmlega 6000 ára gömul. Líklegt er að jarðfræðingar og líffræðingar munu hafa sérstaklega gaman af þessu, en þetta fræðir mann ágætlega um hvað m.a. sú starfstétt þarf stundum að kljást við, þ.e. alveg hreint bilaðan þankagang sköpunarsinna.
Ok, virkar núna, líklega verið einhver pikkles í tengingunni minni ...
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/08/08 12:50 #
Myndbandið virkar ekki "no longer available".
Spurning um að finna annað eintak til að vísa á?