Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fyrirlestur með Daniel C. Dennet

Í þessum fyrirlestri ræðir Dan Dennet um bókina sína Breaking the Spell, að trúarbrögð séu rannsökuð og skoðuð af sama þrótt og áhuga og t.a.m. hag- eða náttúrufræði. Hann ræðir meðal annars um fimm mismunandi atburðarrásir varðandi framtíð trúarbragða. Aukinheldur kemur hann með ansi skemmtilega samlíkingu á trúarleiðtogum og vissum tegundum af sníkjudýrum.

Þessi afar fróðlegi fyrirlestur er rúmlega klukkutími á lengd.

Ritstjórn 10.06.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Guðjón - 10/06/08 12:41 #

Þetta er áhugavert en - Ég á þessa bók og hef flett henni- Dennett er hófstilltari en Dawkins, að ekki sé talað um Hitchener eða Harries. Það er hægt eru tilvísanir í ritdóma hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Breaking_the_Spell

Eitt af meginatriðum í bók Dennetts er að þörf sé á að rannsaka trú með aðferðum vísindanna- það getur engin verið mótfallin því eða hvað. Ég tel ólíklegt að þessi bók bæti miklu við þær vísindarannsókir sem þegar hafa verið gerðar á trúarbrögðum -


Baldvin Örn Einarsson - 10/06/08 12:54 #

Enda er ekki ætlunin með bókinni að bæta neinu við rannsóknir á trúarbrögðum, heldur vekja athygli á að þar þurfi að bæta við og að við eigum að vera óhrædd við að gera það.

Annars hefur Dennett stundað rannsóknir á trúarbrögðum og hugarstarfi (consiousness), og bætt þar ýmsu við, jafnvel þó að það sé ekki viðfangsefni þessarar bókar hans.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 10/06/08 17:04 #

Eitt af meginatriðum í bók Dennetts er að þörf sé á að rannsaka trú með aðferðum vísindanna- það getur engin verið mótfallin því eða hvað.

Reyndar hef ég lesið (eða heyrt) hjá sumu trúfólki á netinu að það flokki hann Dennett einmitt sem algeran öfgamann.

Það sem veldur þeim líklega mestu hugarangri kristallast í undirtitli bókarinnar: "Religion as a natural phenomenon". Margir trúmenn eru einmitt á því að trúarbrögðin þeirra séu tilkomin vegna yfirnáttúru. Af sömu ástæðu eru sumir trúmenn á móti samanburðartrúarbragðafræði.

En þetta er afskaplega áhugaverður fyrirlestur (þrátt fyrir að öll "öh"-in hjá Dennett fara óskaplega í taugarnar á mér :) )


thorkr - 10/06/08 18:46 #

Ég sá kappræðu Dennetts við D'Souza á youtube þar sem Dennett lagði til að trúarbrögðum yrði gert hærra undir höfði en hingað til í barnaskólum, svo hátt að þau stæðu jafnfætis lestri, skrift og reikningi (sem fjórða R-ið, reading, 'riting, 'rithmetic, religion). En að sjálfsögðu án innrætingar og ekki bundið við trúarbrögð foreldranna. Þetta finnst mér frábær hugmynd sem ætti að geta orðið víðtæk samstaða um.


Guðjón - 11/06/08 09:47 #

Það eru ekki bara trúaðir sem álíta Dennett öfgamann.

Armin W. Geertz: How Not to Do the Cognitive Science of Religion Today.

Ég er fyrst og fremst ósammála Dennett um eðli trúarbragða og tengsl þeirra við vísindi. Ég tel að vísindi og trú séu tvö ólík sjónarhorn sem útiloki ekki hvort annað.

Um þetta má deila - Vísindi eru ekkert annað en rannsókn á náttúrlegum fyrirbærum með veraldlegum aðferðum. Dennett telur að þar með sé öll sagan sögð. Því er ég ósammála og held því fram að í nútímanum sé ekki til nein stofnum eða einstaklingar sem hafi úrskuðarvald um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Það úrskurðavald er hjá hverjum og einum.

Annað sem ég er ósáttur varðandi Dennett er að hann tengist hreinrækuðum öfgamönnum sem hann hefur ekki gagnrýnt og þar á ég við menn eins og Hitchens en það er önnur umræða.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/06/08 10:29 #

Allir prestar ríkiskirkjunnar tengjast hreinræktuðum öfgamanni sem heitir Karl Sigurbjörnsson og þeir eru ekki mikið fyrir að gagnrýna hann.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.