Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju fólk trúir furðulegustu hlutum

Í fyrirlestri sem haldin var á ráðstefnunni TED í Kaliforníu, ræðir Michael Shermer, stofnandi og útgefandi Skeptics Magazine, um trúhneigð fólks og þó sér í lagi þörf margra einstaklinga til að trúa hinum furðulegustu hlutum, eitthvað sem er svo ótrúlega glórulaust að það getur ekki annað verið en að það sé rétt og satt, t.d. María Mey á ristuðu brauði, akurhringir gert af geimverum og er draugar tuða um ekki neitt:

Ritstjórn 18.03.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Örninn - 18/03/08 08:45 #

Þetta er alveg hreint magnaður gaur. Ég hafði mjög gaman af honum. Skemmtilega hæðinn og setur hlutina fram eins og þeir eru. Ég hef líka oft velt því fyrir mér með hljómsveitir eins og Led Zeppelin og Irona Maiden sem eiga ótal slagara sem vinsælir eru um allan heim. Þarftu ekki að vera fremur góður tónlistarmaður til að semja lög sem verða ótrúlega vinsæl en eru jafntframt óður til Satans skrifað afturábak???


Guðmundur D. Haraldsson - 18/03/08 16:11 #

Tímaritið heitar reyndar bara Skeptic, en félagið Skeptics Society. Takk annars fyrir að benda á þetta.


Valtýr Kári - 18/03/08 23:26 #

First að þið minnist á TED þá er hér annar fyrirlestur þar sem prestur einn hugsar upphátt um hvernig getur Guð leyft flóðbylgjunni við Indlandshaf að valda slíkum hörmungum.

Rev. Tom Honey: How could God have allowed the tsunami?

http://www.ted.com/index.php/talks/view/id/112


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/03/08 00:59 #

Vá, fengu þeir starfsmann ensku biskupakirkjunnar til þess að halda fyrirlestur til þess að segja það eitt: "Kannski leyfði guð flóðinu að gerast af því að hann gat ekki komið í veg fyrir það?" Ég hefði getað sagt það á nokkrum sekúndum.

Þarna er maður sem fær borgað fyrir að boða trú á guð sem á að hafa skapað alheiminn að segja að guðinn hans geti ekki stöðvað jarðskjálfta upp á ~9 Richter-skalanum. Hann getur ekki einu sinni klárað fyrstu setninguna í postullegu trúarjátningunni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.