Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Marcus Brigstocke

Í þessu myndbandi fjallar grínistinn Marcus Brigstocke um trúarbrögð:

Ritstjórn 28.09.2007
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Guðjón - 29/09/07 17:43 #

Auðvita er hér um grín að ræða en hér er klifað á hugmyndum frá Dawkins. T.d. er því haldið fram að hófsöm trúarbrögð séu skjól öfgatrúar- er ekki rökrétt framhald af þeirri hugmynd að ofsóknir gegn öllum trúuðum séu nauðsynlegar þar sem öfgatrú ógnar samfélaginu og í raun framtíði mannskyns. Samkvæmt Dawkins er ekki hægt að takamarka umsvif öfgamann í trúmálum vegna þess að hófsamir trúmenn þvælist fyrir því.
Eitt af því skemmtilega sem grínistinn leggur til að setja eigi öfgatrúarmenn á geðveikrahæli. Sjálfsagt finst vantrúarmönnum mannréttindbrot gegn trúuðum mikið grín og gaman. Ég fæ ekki betur sé en gamanmál af þessu tagi réttlæti illa meðferð á trúuðum.- Tilvist múslima, kristinna og gyðinga valda manninu miklu hugarangri er nokkur leið að létta því af honum nema með hinni endanlegu laus? Væri það ekki mikið grín og gaman?


Dvergurinn (meðlimur í Vantrú) - 29/09/07 18:29 #

Þetta er einkar léleg tilraun til troll-mennsku hjá þér, Guðjón.


ari - 29/09/07 20:23 #

Gaman að þessu

Guðjón, hann setur alhæfinguna um í byrjun sem grín um að öll trúarbrögð séu með öfgamenn, svo segir hann, it´s mainly the extremists obviously.

Óþarfi að túlka þetta svona bókstaflega... þetta er eins og þú segir í byrjun... auðvitað grín. Grín er oft sett fram á öfgakenndastan hátt til að skapa meiri áhrif.

er hann ekki meira að segja að að það fyrirfinnist öfgamenn í öllum stórum trúhópum frekar en að dæma alla trúmenn öfgamenn?

Allir annars að horfa á (ef þeir hafa ekki séð það) George Carlin - Ten Commandments http://www.youtube.com/watch?v=9CitfTtMIx8


Guðjón - 30/09/07 15:05 #

Það má vel vera að Ari túlki þetta betur en ég. Það breytir því ekki að stefna vantrúar er að berjast gegn öllum trúarbrögðum ekki bara öfgatrú sem sérst á því að mestur kraftur hjá þeim fer í að berja á þjóðkirkunni. Ég skil vantrú þannig að þeir líti svo á að öll trúarstarfsemi í landinu sé skaðleg og þeir séu að gera allt sem að í þeirra valdi stendur til þess að uppræta þann ósóma. Ein leið til þess að koma höggi á trúaða öfgamenn jafnt sem aðra er að hæðast að þeim og niðurlægja eins mikið og hægt er. Kosturinn við grínið er að menn geta leyft sé næstu því hvað sem er undir því yfirskini að um grín sé að ræða og þegar fundið er að því geta þeir sagt þetta var nú bara grín.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/07 17:29 #

...að ofsóknir gegn öllum trúuðum séu nauðsynlegar...

Hver hefur verið að mæla með "ofsóknum"?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 30/09/07 19:31 #

Guðjón: Það er þjóðkirkjan sem sækir í leik- og grunnskóla, herjar á börnin okkar. Hvað er skrýtið við að meginkraftur okkar beinist gegn þeim? Eins siðlausa og ég tel miðla, forsprakka ýmissa sértrúasöfnuða, heilara, bowentækna, hómópata (osfrv) þá láta þeir amk börnin okkar vera.

Heldurðu í alvöru að við gætum ekki "hætt og niðurlægt" trúaða meir en við gerum nú þegar, ef það væri hluti af stefnu okkar?


Haukur Ísleifsson - 05/10/07 14:44 #

Þetta er bara grín. Ekki missa þig alveg. Að sjálfssögðu er barist mest gegn þeirri trú sem er þröngvað upp á flesta, Þjóðkirkjunni,

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.