Nú er fólk óðum að tínast í sumarleyfi og því mun eitthvað draga úr greinaskrifum hér fram eftir sumri. Við ætlum þó langt í frá að hætta öllum skrifum, því alltaf eru að koma upp einhver áhugaverð mál sem knýja munu einhver okkar til að lyfta penna.
Ég verð að svekkja þig með því að sumarfrí Vantrúar verður með sama sniði og síðustu ár. Greinar munu birtast reglulega, sú næsta í fyrramálið. Við munum fylgjast með því sem gerist í samfélaginu og bregðast við þegar tilefni er til.
ps. Reyndu að nota eitt nafn þegar þú skrifar á Vantrú og gefðu upp löglegt póstfang héðan í frá.
Hugleiðing um trú: Trú er eins og kartöflustappa, sem sumir vilja kalla kartöflumús. Best er að búa hana til sjálfur því sumir vilja heldur salt en sykur og sleppa sumir smjörinu. Ef einhver býður þér kartöflumús, en þú villt kalla hana kartöflustöppu, og hún er með salti og án smjörs en þú villt sykur og smjör, þá ertu ekki ánægður, en þar sem þú villt ekki vera dónalegur, éturðu allt heila klabbið orðalaust.
Gleðilegt sumar.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Mao - 02/06/07 21:08 #
Vonandi verður sumarfríið ykkar um aldur og ævi.