Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

óhefðbundnar lækningar

Fjölbreyttar læknismeðferðir byggðar á gervivísindum sem fylla bilið á milli þess sem “alvöru” læknisfræði hefur upp á að bjóða og aðgerðarleysis. Óhefðbundnar lækningar grundvallast á því að öll vitneskja okkar um alheiminn sé röng.


© the atheist dictionary 2000 - 2006. Birt með leyfi höfunda.

Ritstjórn 01.02.2007
Flokkað undir: ( Orðabók trúleysingjans )

Viðbrögð


ísdrottningin - 02/02/07 11:43 #

"Óhefðbundnar lækningar grundvallast á því að öll vitneskja okkar um alheiminn sé röng."

Hvað með grasa og jurtalækningar? Þær flokkast undir óhefðbundnar lækningar, af hverju ættu þær að breyta vitneskju okkar um alheiminn?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 11:49 #

Já, það er rétt að þessi setning á ekki við grasa- og jurtalækningar. Held að það sé verið að tala um kjaftæði eins og smáskammtalækningar.


Svanur Sigurbjörnsson - 02/02/07 12:46 #

Þær greinar óhefðbundinna lækninga sem byggja á notkun plantna eða annarra efna sem ná að frásogast gegnum húð eða um munn eða öndun eru hugsanlega með raunverulegar verkanir á líkamann. Hins vegar er góður hluti þeirra ekkert annað en kukl því að skammtarnir og verkunin er oft mjög illa skilgreind ásamt því að engar haldbærar rannsóknir liggja að baki. Eitthvað af þessu er þó þess virði að skoða nánar og er sjálfsagt að hafa opinn huga fyrir nýjum hlutum. Það að hafa "opinn huga" fyrir einhverju þýðir þó ekki að maður samþykki allt nýtt án ítarlegrar skoðunar. Það er mikið af veigalitlum og illa gerðum rannsóknum og veiðin er oft sýnd en ekki gefin.


GE - 02/02/07 17:19 #

Eru ekki óhefðbundnar lækningar allt það sem ekki fer fram inn á opinberum heilsustofnunum? Þá er nú nokkuð langt gengið að spyrða öllu saman og kalla það þvælu. Þó að kannski 80% sé bull eru hin 20% gagnleg. Gallinn við svona umræðu, þar sem læknar mæta í kastljós og lýsa andúð á áttaviltum kjánum sem auglýsa misheimskulegar meðferðir og vantrúarmenn baula "kjaptæði!" er að ekkert kemst að nema öfgarnir. Annað hvort er öllu steypt í mót landlæknis eða fólk er í bölvuðu kukli, svart eða hvítt. Gallinn er að allri menntun er ábótavant í þessum efnum, um starfsemi líkamans, næringu, heilsu, o.s.frv. Sjálfur hef ég góða reynslu af því að leita annarra leiða en þeirra sem opinberar læknastofnanir buðu upp á, í tengslum við tiltekið heilkenni sem einn ættingi minn er með. Skv. læknum var það eina sem hægt var í stöðunni að fara á geð- og taugalyf með tilheyrandi aukaverkunum og hugsanlegum persónuleikabreytingum. Við vildum forðast það og lásum okkur til, komumst í kynni við fólk sem hafði reynt aðra hluti, þá í sambandi við breytt mataræði og notkun bætiefna. Það hefur virkað mjög vel. Við tókum upplýsta ákvörðun um að fara óhefðbundari leiðir, þótt þær leiðir séu ekkert sérstaklega óhefðbundnar, eiga allavega ekkert skylt við sogæðafótabað í saltvatni. En þarna var auðvitað ekki um sjúkdóm eða smit að ræða, þar sem læknar hefðu komið að góðu gagni, heldur spurning um að finna leið til að lifa með tilteknu heilkenni.

Það er auðvitað gömul gagnrýni og ný að vestræn læknavísindi huga nær eingöngu að einkennum en ekki fyrirbyggjandi aðgerðum, sem "óhefðbundnari" leiðir veita að vissu marki (svo langt sem þær ná). Með meiri fræðslu (og minni ferköntun af hálfu lækna) mætti bæta þetta, þannig að fólk gæti tekið upplýstari ákvarðanir um eigin heilsu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/02/07 20:11 #

Ferköntun af hálfu lækna? Allt sem farið er fram á er að gerðar séu rannsóknir á virkni hlutanna.

Ég heyrði fréttaskýringaþátt í dag á BBC World Service þar sem rannsakendur kínverskra jurtalyfja fengu svo jákvæðar niðurstöður af virkni ýmissa efnasambanda sem finnst í þessum plöntum að næsta skref er að einangra þau og vinna úr þeim lyf. Ferköntunin er nú ekki meiri en það.

Hvenær hafa komið jákvæðar rannsóknarniðurstöður á remedíum hómópata, á reiki, heilun, árunuddi og þess háttar? Við verðum að reyna að nálgast þessa hluti af skynsemi, sigta út það sem gagnlegt er og hafna hinu.

Af hverju er fólk almennt svona tregt til að hafna hinu?


Guðmundur D. Haraldsson - 02/02/07 20:36 #

Af hverju er fólk svona tregt til að hafna hinu?

Mjög góð spurning. Þetta tengist kannski því sem er "almennt samþykkt" í samfélaginu?


Fræðingur (meðlimur í Vantrú) - 03/02/07 00:24 #

Vísindin eru alltaf að skoða allt í kringum sig, þar með talið plöntur. Dæmi um lyf sem eru ættuð úr plöntum, aspirín, kínín og krabbameinslyfið taxol. Ástæða þess að við vitum að það eru þessi lyf, það er vegna þess að fólk hefur spurt sig, af hverju virkar þessi planta gegn þessu, en ekki hin? Og í kjölfarið af því farið og komist að því hvað það er sem læknar sjúkdóminn, hve mikið þarf og hvernig sé best að koma því í líkamann.

Síðan veit ég líka að það er verið að prófa að smíða sameindir sem eru líkar taxol og reyna að auka lífvirkni þeirra.

En Svanur benti réttilega á það að grasalækningar eru ekki sjálfkrafa kjaftæði en það gerist oft að þær fara út í það.


Ísdrottningin - 05/02/07 12:23 #

Já en af hverju þarf að einangra efnið úr jurtinni?

Gæti ekki verið betra/hollara fyrir líkamann að vinna jurtina alla? (og þá meina ég burtséð frá óvissu magns virka efnisins í jurtinni...)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 04:30 #

Tja, það gætu t.d. verið óæskileg efni í jurtinni líka, sem jafnvel draga úr virkni hinna æskilegu eða valda aukaverkunum. Með því að einangra hin virku efni er tryggt að hægt sé að gefa þau án áhættu og í réttum skammtastærðum. Það eru nú einu sinni bara þau sem læknavísindin eru á eftir.


Guðmundur - 06/02/07 15:08 #

Nú ertu að gera einhverju í skóna sem þú veist ekkert um. Það er alvanalegt að einangra virk efni í plöntum til að gera úr þeim lyf, eins og þú segir vegna þess að þannig geta læknar verið viss um virkni þeirra. Þess eru þó dæmi að þegar slíkt er gert valdi nýju lyfin aukaverkunum öfugt við plöntulyfin, þar sem efni í plöntunum sem e.t.v. hömluðu virkninni vantar (get ekki leitað að dæmum akkúrat núna, reyni það seinna). Svo getur líka verið að þú hafir rétt fyrir þér, út af fyrir sig.

Svo megum við ekki gleyma einu: þótt læknavísindin byggi á vísindalegri aðferðafræði þá eru þau starfrækt í kapítalísku nútímasamfélagi. Þótt það sé kostnaðarsamt að einangra svona efni auðveldar það fjöldaframleiðslu á nýjum lyfjum seinna meir, ég tala nú ekki um ef það fæst einkaleyfi fyrir lyfjunum, þá verða þau geysilega verðmæt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.