Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ranghugmynd

Eftirfarandi myndband frá vefsíðunni Why won't God heal Amputees? reynir að útskýra hvers vegna kristið fólk, alveg eins og mormónar og múslímar, er haldið sjálfsblekkingu:

Ritstjórn 16.01.2007
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Sigurjón - 16/01/07 20:23 #

Þvílík snilld!!

Þetta er sett fram á svo einlægan og einfaldan hátt að lítið barn getur séð fáránleikan við það að trúa á eithvað sem er svo einfaldlega rangt.


AFO - 16/01/07 20:34 #

Já,já mormónar, múslimar og kristnir eru haldnir fáránlegum órum. En aðrir, sem standa fyrir utan þessar trúarlegu loftbólur, "see reality clearly". Hið síðastnefnda er fáránlegt.

Þetta myndband gerir lítið annað en að bæta við enn einum trúarlegum loftbólu-órum: "these delusions are hurting us" og markmiðið er að fækka þeim svo að fleiri geti séð "reality clearly" og unnið í sameiningu að umbætum á samfélaginu. Þvílíkt bull.

Einu loftbólu-órarnir sem eru virkilega hættulegir í dag eru einmitt þeir hugmyndafræðilegu órar (sem eru keímlíkir trúarbrögðum) sem birtast í myndböndum sem þessu og byggja á þeirri hugsun/trú að, ef við bara gætum útrýmt þessum trúarbrögðum, þá yrði allt í lagi og samfélagið nær fullkomnun.

Nasismi er ein slík hugmyndafræði: "bara ef við getum losnað við þessa gyðinga, þá verður all miklu betra"; frjálslyndiflokkurinn er slík hugmyndafræði: "bara ef við losnum við þessa innflytjendur, sem eru annaðhvort latar afætur sem lifa á kerfinu eða vinnualkar sem stela vinnunni okkar, þá verður allt miklu betra".

Hvert samfélag er ófullkomið, alltaf eru brestir. Samfélagið er ómögulegt og heildstæðri ásjónu þess verður einungis viðhaldið með blekkingu - hugmyndafræðilegum órum (eins og nefndir voru hér að ofan) - sem felast í því að yfirfæra ómöguleika samfélagsins yfir á einhvern aðila sem gerður er ábyrgur fyrir öllu vandamálinu (eða því sem er "hurting us"): "bara ef við gætum losnað við mormona, muslima og krista, þá yrði allt miklu betra". Hvernig getum við horft framhjá því að þetta eru einnig trúarlegir/hugmyndafræðilegir loftbólu órar sem ætlað er að breiða yfir þau vandmál sem raunverulega hrjá okkur.

Við höfum ekkert með slíka óra að gera (Það ætti hver maður að sjá sem er með analog eða digital (hvort var það) heila og allar þrjár siðferðis-heilastöðvarnar virkar. Þetta nær engri átt).


G2 (meðlimur í Vantrú) - 16/01/07 21:13 #

Ætlum við að útrýma trúarbrögðum? Þessu hef ég alveg misst af.


danskurinn - 16/01/07 21:51 #

"Hvernig getum við horft framhjá því að þetta eru einnig trúarlegir/hugmyndafræðilegir loftbólu órar sem ætlað er að breiða yfir þau vandmál sem raunverulega hrjá okkur."

Forvitnilegt! Hvaða raunverulegu vandmál eru að hjá okkur AFO?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 16/01/07 21:51 #

Einu loftbólu-órarnir sem eru virkilega hættulegir í dag eru einmitt þeir hugmyndafræðilegu órar (sem eru keímlíkir trúarbrögðum) sem birtast í myndböndum sem þessu og byggja á þeirri hugsun/trú að, ef við bara gætum útrýmt þessum trúarbrögðum, þá yrði allt í lagi og samfélagið nær fullkomnun.

Segðu mér AFO, hvar í þessu myndbandi, eða þá á Vantrú kemur fram að það yrði allt í lagi ef trúarbrögð væru ekki til?

...sem felast í því að yfirfæra ómöguleika samfélagsins yfir á einhvern aðila sem gerður er ábyrgur fyrir öllu vandamálinu (eða því sem er "hurting us"): "bara ef við gætum losnað við mormona, muslima og krista, þá yrði allt miklu betra".

Hvar er því haldið fram, annað hvort í myndbandinu eða á þessari síðu að trúarbrögð séu ábyrg fyrir "öllu vandamálinu"?

Ef þú getur ekki fundið dæmi um að við höldum þessu fram, þá mættirðu gjarnan draga til baka þennan strámann.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.