Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hyggið að liljum vallarins...

Í þessu atriði úr breska grínþættinum This Morning With Richard Not Judy fræðir Jesús okkur um liljur vallarins.

Ritstjórn 02.01.2007
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/01/07 14:19 #

Stórkostlega afhjúpandi. Þetta er einmitt málið með mikið af þeirri speki sem Biblían birtir okkur úr munni meints frelsara - hljómar fallega, heimspekilega og gáfulega, en er í rótina algert rugl.


Viddi - 02/01/07 14:53 #

Þetta mynnti mig á eitt atriði úr Life Of Brian, alveg yndisleg mynd.

Jesú var án efa einn versti heimspekingur fornaldar. Bullaði bara og þeir hlutir sem "meikuðu sens" höfðu verið sagðir áður, oft.


HarryR - 02/01/07 18:16 #

[athugasemd færð á spjallið þar sem hún tengist ekki færslunni]


Khomeni (meðlimur í Vantrú) - 02/01/07 18:33 #

..."Finnst ykkur ekki skelfileg hugsun að deyja? Að ekkert gerist eftir dauðann, bara allt svart og myrkvað".

Nei! Mér finnst þetta ekkert skelfilegt! Svona er þetta bara og ekkert við því að gera. það er fáheyrt að halda því fram að "sálin" fari eitthvert í burtu.

Það að það sé skelfileg tilhugsun að deyja réttlætir ekki heilt hugmyndakerfi sem byggt er á sandkorni.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 02/01/07 20:51 #

Sókrates (ágætur heimspekingur fornaldar) benti á að dauðinn væri álíka hræðilegur og draumlaus svefn. Enginn kvíðir slíkum svefni. Eilíft líf er miklu kvíðvænlegra. "The world is full of people who wish to live forever but don't know what to do on a rainy afternoon."


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/01/07 21:43 #

Já, ætli maður yrði ekki orðinn frekar leiður á eftirlífinu eftir svona 1.000.000.000.000.000 aldir?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 03/01/07 00:14 #

Hey, þú veist að það er alltaf stuð hjá guði ;)


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 03/01/07 03:03 #

Hið fullkomna þúsundáraríki einræðisherrans Yahweh hljóðar svo: Endurlífguð lík sem eru algjörlega viljalaus eftir dómsdag. Líkin eru svo í stöðugri lotningu og bæn til heilagrar þrenningar um aldir alda. Það er allt svo bogið og afvegaleitt í kringum hið kristna framhaldslíf. Vegna þess hversu óspennandi það er hefur skapast mikil markaður fyrir miðla og aðra loddara.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.