Í júní síðast liðinn héldu fjögur félög efahyggjufólks glæsilega ráðstefnu í Reykjavík undir titlinum Jákvæðar raddir trúleysis á Íslandi. Þetta voru Skeptíkus, Vantrú, SAMT og Siðmennt, í samstarfi við Atheist Alliance International. Þessa dagana geta þeir sem ekki komust fengið að hlýða á einstaka fyrirlestra af myndbandsupptöku.
9. nóvember klukkan 20 í stofu 132 í Öskju:
Dan Barker - Losing Faith in Faith
Dan Barker var einu sinni bókstafstrúaður predikari sem talaði tungum og fékk fólk til liðs við Jesú. Síðan fór hann að lesa Biblíuna með gagnrýnu hugarfari... Í dag er Dan einn vinsælasti talsmaður trúleysingja í Bandaríkjunum. Í fyrirlestrinum fjallar hann um þessa umbreytingu sem hann varð fyrir.
Enginn aðgangseyrir.