Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fyrirlestur frá Sam Harris

Við í Vantrú mælum með þessum fyrirlestri með Sam Harris, höfund bókarinnar The End of faith:

Ritstjórn 23.10.2006
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Arnold Björnsson - 23/10/06 09:44 #

Tölfræðin sem hann kemur með þarna ætti að fá alla til að hugsa. Ég er þeirrar skoðunar að Bandaríkin séu hugsanlega smá saman að breytast í hættulegasta ríki heims. Kristnir bókstaftrúarmenn með öflugasta her og vopnabúr heims, staðráðnir í að láta spádóma biblíunnar rætast.

Frábær fyrirlestur hjá Sam Harris.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/10/06 20:44 #

Þrusufyrirlestur um skaðsemi trúarhugmynda. Ég hef verið að taka saman nokkur dæmi um slíka skaðsemi til birtingar hér í vefritinu, en Harris veltir stórum hluta af því upp í þessu erindi.

Trúarbrögð eru einfaldlega stórhættulegur andskoti og ólíðandi að verið sé að innræta börnum þessa lands slíkar ógnarhugmyndir um veröldina.


Guðjón - 05/11/06 11:10 #

http://meaningoflife.tv/video.php?speaker=armstrong&topic=complete

Ég mæli með þessu. Harris er klár náungi en boðskapur hann leysir engin vandamál. Ég held að Karen Armstrong hafi meira vita á þessum málum.


FellowRanger - 20/11/09 01:13 #

Helvíti góður fyrirlestur sem er þó ekki að segja neitt nýtt. Þetta er mest allt punktar sem hann hefur notað margoft í rökræðum við hina og þessa. En eins og þeir segja: "Góð vísa er aldrei of oft kveðin".

Seint verður Harris sakaður um að fara með vont mál, ég er hins vegar að velta því fyrir mér hvað hann er að bauka þessa dagana. Það er langt síðan ég hef séð hann koma opinberlega fram. Þegar ég pæli í því virðist vera sem Dawkins sé líka í einhverri lægð.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/11/09 09:51 #

Þetta er náttúrulega þriggja ára gömul færsla og fjögurra ára fyrirlestur þannig að það þarf ekki að koma á óvart þó ekkert nýtt komi fram :-)

Dawkins hefur verið nokkuð duglegur við að kynna nýju bókina sína undanfarið.


Sveinn Þórhallsson - 20/11/09 12:00 #

Ætlaði einmitt að nefna það sem Matti sagði um Dawkins. Langar þó að bæta við að Harris nældi sér í doktorsgráðu í taugafræði fyrr á árinu svo það er kannski ekki nema von að ekkert nýtt hafi komið frá honum...


Ragnar (meðlimur í Vantrú) - 20/11/09 20:33 #

Ég mæli annars með þessum samræðum Sam Harris og David Wolpe: http://www.youtube.com/watch?v=Fqd4sF1sdb8&feature=related


FellowRanger - 21/11/09 05:06 #

Svei mér þá! Ég vissi reyndar af afreki Harris með að næla sér í PhD gráðu í taugafræði, en ný bók frá Dawkins? Hvar hef ég verið? Kannski var ég of upptekinn við að fylgjast með nýsutu fréttum CERN af 'stóra öreindahraðlinum', sem "by the way" tók á skrið í dag, (20. nóvember, 09) með góðum árangri.

Og ég er víst einnig sekur um að hafa ekki tekið eftir dagsetningu færslunnar; ég valdi eitthvað af handahófi sem ég hafði ekki séð áður en sá að ég hefði áhuga á. :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.